Erlent

Íranar segja viðræðum við Bandaríkin lokið

MYND/AP

Íranar útiloka frekari viðræður við Bandaríkjamenn um kjarnorkumál, eftir að málefnum þeirra var vísað til öryggisráðs Sameinuðu Þjóðanna.

Talsmaður Íransstjórnar sagði í dag að landið myndi standa að fullu við fyrri yfirlýsingar sínar um afleiðingar þess að kjarnorkuþróun landsins yrði vísað fyrir öryggisráðið. Nú væri ekkert til að ræða um við Bandaríkjamenn og Íranar myndu einfaldlega hafa sína hentisemi í því hvernig kjarnorkuþróun yrði háttað í landinu á næstu árum og áratugum. Stjórnvöld í Íran líta svo á að með því að vísa málinu fyrir öryggisráðið hafi vestræn ríki beitt óþolandi yfirgangi og nú verði hart látið mæta hörðu. Landið standi nú frammi fyrir tveimur kostum, að gefast upp, eða veita mótspyrnu o g síðari kosturinn hafi orðið ofan á.

Eins og þegar hefur komið fram ætla Íranar að skera á öll tengsl við alþjóða kjarnorku málastofnunina og vísa eftirlitsmönnum þeirra burt frá Íran.

Stjórnvöld í landinu ætla að halda áfram að auðga úran, en fari sem horfir verður enn erfiðara en áður fyrir vestræn ríki að fylgjast með þróun mála. Sameinuðu Þjóðirnar segjast samt sem áður ætla að senda eftirlitsmenn til Íran í vikunni og vara Írana við viðskiptaþvingunum ef þeim verði ekki hleypt inn í landið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×