Erlent

Byssumenn réðust á blaðamenn í Mexíkó

Lögreglumenn gæta nú höfuðstöðva blaðsins.
Lögreglumenn gæta nú höfuðstöðva blaðsins. MYND/AP

Þungvopnaður hópur glæpamenn réðst í gær inn á skrifstofu dagblaðsins El Manana í Mexíkó, hleypti af byssum sínum og kastaði handsprengju að blaðamönnum. Einn særðist alvarlega í árásinni.

Höfuðstöðvar blaðsins eru nálægt landamærunum að Bandaríkjunum og er það svæði vígvöllur í baráttu eiturlyfjabaróna. Ofbeldisverkum þar hefur fjölgað síðan Vincente Fox, forseti Mexíkó, lýsti yfir stríði á hendur þeim.

Blöð og blaðamenn sem hafa fjallað um baráttuna gegn þeim hafa verið tíð skotmörk glæpamanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×