Erlent

Enginn samkomulagsflötur

Sendifulltrúar frá Norður-Kóreu funda með Japönum í Peking.
Sendifulltrúar frá Norður-Kóreu funda með Japönum í Peking. MYND/AP

Japönsk stjórnvöld ætla ekki að koma aftur á stjórnmálasambandi við Norður-Kóreu finnist engin lausn á kjarnorkudeilunni við þá og upplýsingar fást ekki um alla þá japönsku ríkisborgara sem Norður-Kóreumenn rændu fyrir rúmum 30 árum.

Sendifulltrúar ríkjanna hafa nú fundað í 4 daga í Peking í Kína og reynt að finna samkomulagsfleti í ýmsu deilumálum svo tryggja megi stjórnmálasamband milli landanna. Engin niðurstaða hefur fengist í viðræðunum, sem eru þær fyrstu milli æðstu fulltrúa ríkjanna í 3 ár.

Kínverjar buðu fundarstað í Peking en þeir reyna nú að koma á viðræðum um kjarnorkuáætlun Norðurkóreumanna. Auk Japana, Kínverja og Norður-Kóreumann koma Bandaríkjamenn, Suður-Kóreumenn og Rússar að þeim viðræðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×