Erlent

Skotið á danska hermenn í Írak

Skotið var á danska hersveit í írösku borginni Basra í gær. Danska útvarpið greinir frá því að sveitin hafi verið að aðstoða hóp barna sem ekið hafi verið á þegar skotið var á hermennina.

Hermennirnir svöruðu skotárásinni, komust undan og fluttu þau börn sem verst voru slösuð á nærliggjandi sjúkrahús. Talið er að hópur reiðra Íraka hafi skotið á hermennina vegna skopteikninga af Múhameð spámanni sem danska blaðið Jótlandspósturinn birti fyrir nokkrum mánuðum.

Á öðru eftirlitssvæði danska hersins í Írak voru hermenn grýttir vegna myndanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×