Danir krefja Írana um vernd 7. febrúar 2006 12:17 Mótmælendur ráðast á sendiráð Dana í Teheran. MYND/AP Danir krefjast þess að írönsk stjórnvöld verji danska sendiráðið í höfuðborginni Teheran og starfsfólk þess með öllum tiltækum ráðum. Mótmælendur hafa tvívegis látið grjóti og eldsprengjum rigna yfir sendiráðið til að láta í ljós óánægju sína með birtingu skopmynda af Múhameð í Jótlandspóstinum. Danir hafa lagt fram formleg mótmæli til stjórnvalda í Teheran. Per Stig Moller, utanríkisráðherra Dana, hafði samband við starfsbróður sinn í Íran og krafðist þess að allt yrði gert til að verja sendiráðið og líf þeirra Dana sem væru í landinu. Íranir yrðu gerðir ábyrgir fyrir þeim skaða sem yrði vegna mótmælanna. Eldsprengjur og grjóthnullungum dundu á danska sendiráðinu í gærkvöld og var það í annað skiptið þann dag sem mótmælendur þar í borg skeyttu skapi sínu á byggingunni og nágrenni hennar. Um það bil 400 mótmælendur söfnuðust þar saman og þurfti lögregla að beita táragasi til að dreifa mannfjöldanum. Að minnsta kosti 9 mótmælendur slösuðust í hamaganginum. Eldur kviknaði í tveimur trjám í garði sendiráðsins þegar Molotov-kokteilum var kastað í þau. Eldur var auk þess lagður að hliði sendiráðsins. Danska utanríkisráðuneytið segir ekkert sendiráðsstarfsfólk í byggingunni en sendiráðinu var lokað á sunnudag. Talíbanar hafa hvatt til þess að múslimar heims taki þátt í heilögu stríði gegn Dönum. Talsmaður þeirra í Afganistan sagði í samtali við þýsku fréttastofuna DPA að Talíbanar þar ætluðu sér að ræna dönskum hermönnum þar. Anders Fogh Rassmussen, forsætisráðherra Danmerkur, og Per Stig Moeller funda með utanríkismálanefnd danska þingsins í dag vegna ástandsins og síðan hefur verið boðað til blaðamannafundar með ráðherrunum. Lögreglan í Tyrklandi handtók í dag 16 strák fyrir morð á kaþólskum presti frá Ítalíu á sunnudag. Strákurinn segist hafa reiðst svo vegna myndanna af Múhameð spámanni og því hafi hann skotið prestinn þar sem hann baðst fyrir í kirkju sinni í borginni Trabzon. Erlent Fréttir Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Danir krefjast þess að írönsk stjórnvöld verji danska sendiráðið í höfuðborginni Teheran og starfsfólk þess með öllum tiltækum ráðum. Mótmælendur hafa tvívegis látið grjóti og eldsprengjum rigna yfir sendiráðið til að láta í ljós óánægju sína með birtingu skopmynda af Múhameð í Jótlandspóstinum. Danir hafa lagt fram formleg mótmæli til stjórnvalda í Teheran. Per Stig Moller, utanríkisráðherra Dana, hafði samband við starfsbróður sinn í Íran og krafðist þess að allt yrði gert til að verja sendiráðið og líf þeirra Dana sem væru í landinu. Íranir yrðu gerðir ábyrgir fyrir þeim skaða sem yrði vegna mótmælanna. Eldsprengjur og grjóthnullungum dundu á danska sendiráðinu í gærkvöld og var það í annað skiptið þann dag sem mótmælendur þar í borg skeyttu skapi sínu á byggingunni og nágrenni hennar. Um það bil 400 mótmælendur söfnuðust þar saman og þurfti lögregla að beita táragasi til að dreifa mannfjöldanum. Að minnsta kosti 9 mótmælendur slösuðust í hamaganginum. Eldur kviknaði í tveimur trjám í garði sendiráðsins þegar Molotov-kokteilum var kastað í þau. Eldur var auk þess lagður að hliði sendiráðsins. Danska utanríkisráðuneytið segir ekkert sendiráðsstarfsfólk í byggingunni en sendiráðinu var lokað á sunnudag. Talíbanar hafa hvatt til þess að múslimar heims taki þátt í heilögu stríði gegn Dönum. Talsmaður þeirra í Afganistan sagði í samtali við þýsku fréttastofuna DPA að Talíbanar þar ætluðu sér að ræna dönskum hermönnum þar. Anders Fogh Rassmussen, forsætisráðherra Danmerkur, og Per Stig Moeller funda með utanríkismálanefnd danska þingsins í dag vegna ástandsins og síðan hefur verið boðað til blaðamannafundar með ráðherrunum. Lögreglan í Tyrklandi handtók í dag 16 strák fyrir morð á kaþólskum presti frá Ítalíu á sunnudag. Strákurinn segist hafa reiðst svo vegna myndanna af Múhameð spámanni og því hafi hann skotið prestinn þar sem hann baðst fyrir í kirkju sinni í borginni Trabzon.
Erlent Fréttir Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira