Erlent

Afsögn vegna íkveikju í Líbanon

Hassen Sabei, fyrrverandi innanríkisráðherra Líbanons.
Hassen Sabei, fyrrverandi innanríkisráðherra Líbanons. MYND/AP

Hassan Sabei, innanríkisráðherra Líbanons, hefur sagt af sér vegna árásar á ræðismannsskrifstofu Dana í Beirút um helgina. Reiðir mótmælendur kveiktu þar í vegna skopmynda af Múhameð spámanni sem birtust í Jótlandspóstinum fyrir nokkrum mánuðum.

Ráðherrann tilkynnti um afsögn sína eftir neyðarfund í ríkisstjórn landsins í gær. Hann sagði öryggissveitir landsins hafa handtekið á annað hundrað mótmælendur vegna íkveikjunnar. Lögregla og vopnaðar hersveitir höfðu gætt sendiráðsins vegna mótmælanna sem áttu að fara friðsamlega fram.

Reiði vegna skopmyndanna er einnig mikil í nágrannaríkinu Sýrlandi en þar sem kveikt var í danska sendiráðinu í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×