Erlent

Múslimar í Bandaríkjunum mótmæla skopmyndum

Leiðtogar múslima í Bandaríkjunum áttu í gær fund með sendiherra Dana þar í landi til að ræða birtingu skopmynda af spámanninum Múhameð. Eftir fundinn sagði formaður samtaka bandarískra múslima að viðræður við sendiherrann hefðu verið á jákvæðum nótum og uppbyggilegar.

Mikilvægt væri að koma á viðræðum milli helstu trúarleiðtoga. Hann sagðist ekki geta lagt blessun sína yfir ofbeldi trúbræðra sinna og lagði áherslu á að múslimar ættu ekki að bregðast við á þann hátt sem þeir hafi gert síðustu daga. Hann vildi fordæma þau viðbrögð líkt og skopmyndirnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×