Erlent

7 létu lífð í sprengjuárás í Bagdad

Að minnsta kosti 7 létu lífið og rúmlega 20 særðust þegar tvær sprengjur sprungu í Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Fyrri sprengjunni hafi verið komið fyrir í plastpoka nálægt verslun í miðborginni. Vitni segjast hafa séð karlmann flýja af vettvangi skömmu áður en sprengjan sprakk.

Síðari sprengjunni hafði verið komið fyrir í holræsi rétt hjá. Algengt er að andspyrnumenn í Írak sprengi tvær sprengjur á sama svæði með stuttu millibili til að valda sem mestu skaða en oft er lögregla komin á vettvang þegar síðari sprengjan springur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×