Erlent

Kosningar á Haiti

Stuðningsmenn forsetaframbjóðandans, Rene Preval.
Stuðningsmenn forsetaframbjóðandans, Rene Preval. MYND/AP

Íbúar á Haítí ganga að kjörborðinu á morgun og kjósa sér forseta og þing. Um 30 sækjast eftir forsetaembættinu og mörg hundruð manns ætla sér á þing.

Öryggisgæsla í landinu er mikil og annast 9 þúsund friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna kosningaeftirlit. Aristide, fyrrverandi forset landsins, hraktist frá völdum í blóðugri uppreisn fyrir 2 árum og er hann nú í útlegð í Suður-Afríku.

Þetta eru fyrstu kosningar í landinu síðan þá og líklegt er talið að Rene Preval, sem var forseti landsins á árunum 1996 til 2001, fari með sigur af hólmi. Fái engin forsetaframbjóðenda hreinann meirihluta á morgun verður kosið milli tveggja efstu í mars.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×