Sveitarfélagið Hornafjörður

Mikilvægasta stundin í dag
Mögulegt er að hámarksrennsli hafi runnið undan Grímsvötnum í nótt. Ef svo er mun flóðatoppurinn ná til Gígjukvísla seinna í dag. Enn sjást engin merki um aukna skjálftavirkni í Grímsvötnum.

Íshellan sigið um fimmtán metra
Íshellan í Grímvötnum hefur sigið um fimmtán metra síðan hlaup hófst fyrr í vikunni. Rennsli hefur enn ekki náð hámarki við brúna á þjóðvegi 1. Enn sjást engin merki um gosóróa í eldstöðinni.

Rennslið enn að aukast í Gígjukvísl
Rennsli hefur haldið áfram að aukast í Gígjukvísl og hefur íshellan í Grímsvötnum nú lækkað um þrettán metra frá því að hlaup hófst fyrr í vikunni.

Áfram búist við að rennsli nái hámarki síðdegis eða í nótt
Sérstæðingar Veðurstofunnar gera enn ráð fyrir að rennsli í Gígjukvísl muni ná hámarki seinnipartinn í dag eða næstu nótt. Rennslið er nú komið í 350 rúmmetra á sekundu og er ráð fyrir gert að það verði 500 rúmmetrar á sekúndu þegar rennslið nær hámarki.

Vatnsyfirborð í Gígjukvísl hækkað um rúma þrjátíu sentimetra
Yfirborð Gígjukvíslar hefur hækkað um 30 til 35 sentimetra vegna hlaupsins úr Grímsvötnum en reiknað er með að rennslið nái hámarki síðar í dag. Íshellan hefur sigið um ellefu metra samkvæmt mælingum Veðurstofunnar.

Rennslið nær hámarki á fimmtudagskvöld
Rennslið úr Grímsvötnum mun ná hámarki annað kvöld eða aðfaranótt föstudags. Áfram er reiknað með því að hámarksrennsli verði um 500 rúmmetrar á sekúndu. Rennslið við brúna yfir Gígjukvísl mun jafnast á við mikið sumarrennsli.

Sigið heldur áfram en enn engin merki aukið rennsli í Gígjukvísl
Íshellan í Grímsvötnum heldur áfram að síga og hefur nú lækkað um sjö metra á síðustu dögum. Engin merki eru þó um að rennsli hafi aukist í Gígjukvísl.

Brjálað að gera á Höfn
Hornfirðingar fengu heldur betur að finna fyrir lægðinni sem gekk yfir landið í gær. Appelsínugul viðvörun var í gildi á suðausturlandi en 40 björgunarsveitarmenn tóku þátt í aðgerðunum, sem gengu vel.

Fundu nostalgíska Svalafernu við Skaftafellsheiði
Landvörður í Vatnajökulsþjóðgarði fann Svalafernu í austurbrekkum Skaftafellsheiðar fyrir stuttu. Fernan var tóm en landvörðurinn hefði líklegast ekki viljað drekka úr henni ef hún væri full, enda er fernan frá árinu 1986.

Fyrstu drög að nýjum miðbæ á Höfn í Hornafirði
Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar, greindi í dag frá fyrstu drögum að uppbyggingu nýs miðbæjar á Höfn í Hornafirði. Útgerðarfyrirtækið Skinney-Þinganes stendur að baki verkefninu í samstarfi við Batteríið arkitekta sem hönnuðu meðal annars nýja miðbæinn á Selfossi.

Skrautleg ferð víkingaskips á sýningarstað í Hornafirði
Víkingaskip, sem smíðað var í Brasilíu eftir norska Gaukstaðaskipinu, hefur eftir skrautlegt ferðalag, meðal annars niður Jökulsá á Breiðamerkursandi, fengið dvalarstað undir Horni við Hornafjörð þar sem það verður hluti af víkingaþorpi.

Hjúkrunarheimilið verður að veruleika!
Áskoranir hjúkrunarheimilisins Skjólgarðs á Höfn í Hornafirði hafa verið ærnar undanfarin ár og löngu ljóst að húsnæðið er ábótavant og tímabært að ráðast í stækkun hjúkrunarheimilisins.

Hornfirðingar una ekki úrskurði innviðaráðuneytisins
Hornfirðingar ætla ekki að una úrskurði innviðaráðuneytisins sem segir að sveitarfélagið hafi brotið lög þegar lóðarhöfum einum við Hagaleiru var synjað um að fá gatnagerðargjöld felld niður.

Hvalfjarðargöng með helming allrar umferðar um jarðgöng
Hvalfjarðargöng yrðu megingjaldstofn boðaðra jarðgangatolla stjórnvalda enda er umferð um þau álíka mikil og í öllum öðrum göngum hérlendis til samans. Sérfróðir menn áætla að gjaldið þyrfti að vera um helmingur af því meðalgjaldi sem var í Hvalfjarðargöngum.

Framkvæmdir við nýjan hringveg þvert yfir Hornafjörð hefjast með haustinu
Vegagerðin og Ístak hafa skrifað undir 6,3 milljarða króna verksamning um gerð nýs vegar þvert yfir Hornafjörð, sem styttir hringveginn um tólf kílómetra. Samningurinn markar tímamót því hann er sá fyrsti á grundvelli laga um samvinnuverkefni, en í því felst einkafjármögnun og að vegfarendur greiði vegtoll.

Lind Draumland er nýr skólameistari FAS
Lind Draumland Völundardóttir er nýr skólameistari Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, skipaði Lind Draumland Völundardóttur í embættið til fimm ára frá 1. ágúst.

Gisting úti á Fjallsárlóni
Á Fjallsárlóni er nú hægt að bóka ævintýraferð sem inniheldur siglingu um lónið og eftir hana er dvalið í húsbát á lóninu. Eigandi húsbátanna segir fólk ekki þurfa að hafa áhyggjur af kulda.

Loka þjóðveginum á kafla í Öræfasveit
Verið er að loka þjóðvegi 1 milli Reynivalla og Freysness í Öræfasveit vegna hvassviðris, að sögn lögreglunnar á Suðurlandi.

Göngugarparnir á leið til Hafnar þar sem kjötsúpa bíður þeirra
Fjórtán göngugarpar, sem hófu göngu niður af Hvannadalshnjúki síðdegis í gær en óskuðu eftir aðstoð björgunarsveita, eru komnir inn í hlýja bíla og eru á leið til Hafnar, þar sem kjötsúpa bíður þeirra.

Sigurjón ráðinn bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar
Sigurjón Andrésson, ráðgjafi hjá Góðum samskiptum og verkefnastjóri hjá Sveitarfélaginu Ölfusi, hefur verið ráðinn bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar.