Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Árni Sæberg skrifar 15. október 2025 13:41 Nýi miðbærinn mun rísa við höfnina á Höfn. Vísir/Vilhelm Sveitarfélagið Hornafjörður og þróunarfélagið Landsbyggð hafa gert samkomulag um alhliða uppbyggingu á nýju miðbæjarsvæði á Höfn. Útgerðin Skinney-Þinganes hafði frumkvæði að því að kanna möguleika á uppbyggingu miðbæjarins og á nú í viðræðum við Landsbyggð um þátttöku í verkefninu. Landsbyggð er í eigu Kristjáns Vilhelmssonar, sem kenndur er við Samherja, og Leós Árnasonar. Í fréttatilkynningu frá sveitarfélaginu segir að samkvæmt samkomulaginu muni Landsbyggð vinna heildarskipulag fyrir svæðið á eigin kostnað, í nánu og virku samráði við sveitarfélagið, íbúa, rekstraraðila og aðra hagsmunaaðila. Leggja áherslu á gagnsæi Markmiðið sé að skapa lifandi og aðlaðandi miðbæ þar sem mannlíf, þjónusta, menning, íbúðir og opin svæði mætast og endurspegla sérkenni Hornafjarðar. Verkefnið marki jafnframt upphaf að nýrri og heildstæðri þróun miðbæjarins, þar sem áhersla verði lögð á staðaranda, sjálfbæra hönnun og tengsl við sjávarsíðuna og höfnina. Sveitarfélagið og Landsbyggð leggi ríka áherslu á opið og gagnsætt ferli, með kynningarfundum og íbúakosningu eða rafrænni kosningu áður en endanlegt skipulag verður samþykkt. „Hér er á ferðinni einstakt tækifæri til að þróa og móta hjarta bæjarins, stað sem endurspeglar kraftinn og þau sérkenni sem Hornafjörður býr yfir. Með samstarfinu við Landsbyggð fáum við öflugan þróunaraðila í lið með okkur sem hefur áður staðið að slíkri uppbyggingu með góðum árangri, eins og nýi miðbærinn á Selfossi ber glöggt vitni um. Við munum leggja mikla áherslu á gagnsæi og lýðræðislega þátttöku íbúa með kynningarfundum og opnu samtali um skipulagið og þróun þess,“ er haft eftir Sigurjóni Andréssyni, bæjarstjóra Hornafjarðar. Einstakt bæjarstæði „Við erum þakklát fyrir það traust sem okkur er sýnt og hlökkum til að takast á við þetta spennandi verkefni. Höfn er einstakt bæjarstæði með gríðarleg tækifæri. Við munum vinna náið með sveitarfélaginu, íbúum og öðrum lóðarhöfum og leggjum áherslu á að finna og rækta staðarandann við hönnun miðbæjarins. Markmiðið er að skapa lifandi og heillandi miðbæ þar sem samfélagið allt getur átt hlut að máli,“ er haft eftir Guðjóni Auðunssyni, stjórnarformanni Landsbyggðar Fyrirtækið Skinney-Þinganes hf. hafi átt frumkvæði að því að kanna möguleika á uppbyggingu miðbæjarins og eigi nú í viðræðum við Landsbyggð um þátttöku í verkefninu. Áhugi þess og framtak sé mikilvægur þáttur í þeirri sameiginlegu sýn sem nú sé að mótast. Samkomulagið marki upphaf að umfangsmiklu samstarfsverkefni, sem muni móta nýjan miðbæ Hafnar í Hornafirði til næstu áratuga og skapa ný tækifæri fyrir samfélagið, atvinnulíf og gesti. Áhersla verði lögð á að tryggja áframhaldandi aðgengi almennings að höfninni og að nýr miðbær verði hannaður í sátt við umhverfið og sögulegt samhengi staðarins. Framkvæmdir séu áætlaðar í áföngum og stefnt að því að kynna fyrstu tillögur á opnum fundum með íbúum á næstu mánuðum. Vinna þegar að uppbyggingu á Selfossi Landsbyggð sé þróunar- og fasteignafélag sem sérhæfir sig í endurreisn og uppbyggingu bæjarkjarna utan höfuðborgarsvæðisins. Félagið standi að uppbyggingu nýs miðbæjar á Selfossi, sem hafi vakið mikla athygli fyrir hönnun, staðaranda og fjölbreytt mannlíf. Verkefnið á Höfn sé hluti af heildarstefnu Landsbyggðar um að styrkja byggð og skapa lifandi miðbæi í þéttbýlisstöðum víða um land, sem endurspegla sérkenni hverrar byggðar og stuðla að sjálfbærni, atvinnulífi og auknum lífsgæðum. Sveitarfélagið Hornafjörður Byggingariðnaður Skipulag Mest lesið Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá sveitarfélaginu segir að samkvæmt samkomulaginu muni Landsbyggð vinna heildarskipulag fyrir svæðið á eigin kostnað, í nánu og virku samráði við sveitarfélagið, íbúa, rekstraraðila og aðra hagsmunaaðila. Leggja áherslu á gagnsæi Markmiðið sé að skapa lifandi og aðlaðandi miðbæ þar sem mannlíf, þjónusta, menning, íbúðir og opin svæði mætast og endurspegla sérkenni Hornafjarðar. Verkefnið marki jafnframt upphaf að nýrri og heildstæðri þróun miðbæjarins, þar sem áhersla verði lögð á staðaranda, sjálfbæra hönnun og tengsl við sjávarsíðuna og höfnina. Sveitarfélagið og Landsbyggð leggi ríka áherslu á opið og gagnsætt ferli, með kynningarfundum og íbúakosningu eða rafrænni kosningu áður en endanlegt skipulag verður samþykkt. „Hér er á ferðinni einstakt tækifæri til að þróa og móta hjarta bæjarins, stað sem endurspeglar kraftinn og þau sérkenni sem Hornafjörður býr yfir. Með samstarfinu við Landsbyggð fáum við öflugan þróunaraðila í lið með okkur sem hefur áður staðið að slíkri uppbyggingu með góðum árangri, eins og nýi miðbærinn á Selfossi ber glöggt vitni um. Við munum leggja mikla áherslu á gagnsæi og lýðræðislega þátttöku íbúa með kynningarfundum og opnu samtali um skipulagið og þróun þess,“ er haft eftir Sigurjóni Andréssyni, bæjarstjóra Hornafjarðar. Einstakt bæjarstæði „Við erum þakklát fyrir það traust sem okkur er sýnt og hlökkum til að takast á við þetta spennandi verkefni. Höfn er einstakt bæjarstæði með gríðarleg tækifæri. Við munum vinna náið með sveitarfélaginu, íbúum og öðrum lóðarhöfum og leggjum áherslu á að finna og rækta staðarandann við hönnun miðbæjarins. Markmiðið er að skapa lifandi og heillandi miðbæ þar sem samfélagið allt getur átt hlut að máli,“ er haft eftir Guðjóni Auðunssyni, stjórnarformanni Landsbyggðar Fyrirtækið Skinney-Þinganes hf. hafi átt frumkvæði að því að kanna möguleika á uppbyggingu miðbæjarins og eigi nú í viðræðum við Landsbyggð um þátttöku í verkefninu. Áhugi þess og framtak sé mikilvægur þáttur í þeirri sameiginlegu sýn sem nú sé að mótast. Samkomulagið marki upphaf að umfangsmiklu samstarfsverkefni, sem muni móta nýjan miðbæ Hafnar í Hornafirði til næstu áratuga og skapa ný tækifæri fyrir samfélagið, atvinnulíf og gesti. Áhersla verði lögð á að tryggja áframhaldandi aðgengi almennings að höfninni og að nýr miðbær verði hannaður í sátt við umhverfið og sögulegt samhengi staðarins. Framkvæmdir séu áætlaðar í áföngum og stefnt að því að kynna fyrstu tillögur á opnum fundum með íbúum á næstu mánuðum. Vinna þegar að uppbyggingu á Selfossi Landsbyggð sé þróunar- og fasteignafélag sem sérhæfir sig í endurreisn og uppbyggingu bæjarkjarna utan höfuðborgarsvæðisins. Félagið standi að uppbyggingu nýs miðbæjar á Selfossi, sem hafi vakið mikla athygli fyrir hönnun, staðaranda og fjölbreytt mannlíf. Verkefnið á Höfn sé hluti af heildarstefnu Landsbyggðar um að styrkja byggð og skapa lifandi miðbæi í þéttbýlisstöðum víða um land, sem endurspegla sérkenni hverrar byggðar og stuðla að sjálfbærni, atvinnulífi og auknum lífsgæðum.
Sveitarfélagið Hornafjörður Byggingariðnaður Skipulag Mest lesið Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira