Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Formaður Eflingar heimsótti í morgun nokkra leikskóla í Reykjavík þar sem hún kynnti könnun félagsins á afstöðu starfsfólks leikskóla til breytinga á gjaldskrá leikskóla. Hún segir breytingar muni henta félagsmönnum Eflingar, ekki bara starfsfólki. Hún segist undrast málflutning annarra verkalýðsfélaga vegna málsins. Innlent 15.10.2025 12:00
Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Eins og þjóð veit eru svo gott sem engar samræmdar árangursmælingar í íslenskum grunnskólum. Á þriggja ára fresti berast þó PISA niðurstöðurnar og yfirvöldum kemur alltaf á óvart að þær versni. Ekki dettur þeim í hug að fara upp úr hjólfarinu. Í staðinn er sömu stefnu og sömu sýn haldið og vonast eftir betri útkomu næst, á kostnað barnanna okkar. Skoðun 15.10.2025 11:00
Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins Formaður Kennarasambandsins kallar eftir heildstæðri umræðu um framtíð menntamála á Íslandi og telur tilefni til að halda þjóðfund um málið. Framtíð landsins sé þegar í mótun innan menntakerfisins og því sé ærið tilefni til að þjóðin eigi samtal um hvernig móta megi framtíðina í sameiningu, einkum í ljósi þeirra áskorana sem blasi við í menntakerfinu. Innlent 15.10.2025 09:02
Fálmandi í myrkrinu? Eins og flestir sem fylgjast með fréttum vita, þá var nýlega tekið margfrægt viðtal við núverandi (og nýjan) menntamálaráðherra, Guðmund Inga Kristinsson, um nýjar hugmyndir um nýtt stjórnsýslustig fyrir framhaldsskólakerfið. Á Ísland eru nú 27 ríkisreknir framhaldsskólar, en umrætt viðtal var á RÚV, í Kastljósinu. Skoðun 12. október 2025 15:31
Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Í tilefni umræðu síðustu daga um veika stöðu verka Halldórs Laxness og Íslendingasagna í framhaldsskólum langar mig fyrir hönd íslenskudeildar í Fjölbrautaskólanum við Ármúla að koma nokkrum atriðum á framfæri. Skoðun 11. október 2025 07:30
Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir, sérfræðingur á mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar, segir leiðbeiningaskjal um barnaafmæli sem finna má á heimasíðu borgarinnar ekki gert til að stýra því hvernig foreldrar halda afmælisveislur. Það hafi verið ákall um viðmið sem léttu undir með foreldrum og tryggðu að afmælisveislur væru ekki útilokandi. Innlent 10. október 2025 17:31
Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Leikskólar eru ekki aðeins þjónusta fyrir vinnandi foreldra — þeir eru samfélagslegar stofnanir þar sem börn okkar dvelja á viðkvæmum mótunarárum. Þess vegna verðum við að ræða leikskólamál út frá velferð barna og starfsfólks, ekki eingöngu út frá hagkvæmni eða hugmyndafræði. Skoðun 10. október 2025 14:16
Kópavogsmódelið Mönnunarvandi leikskólanna er ekkert leyndarmál og hefur aukist á undanförnum árum. Það þurfti eitthvað að gerast og eitthvað að breytast. Kópavogsbær reið á vaðið með Kópavogsmódelinu þar sem vilji var til að setja barnið í fyrsta sæti og bæta starfsaðstæður kennara. Skoðun 10. október 2025 13:30
Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, hefur skipað Kristján Arnar Ingason í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosfellsbæ til fimm ára frá 1. desember næstkomandi. Innlent 10. október 2025 13:12
„Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Menntamálaráðherra segist munu taka til skoðunar hvort framhaldsskólanemar séu í minna mæli en áður látnir lesa skáldsögur eftir Halldór Laxness og Íslendingasögur. Það sé hið sorglegasta mál ef satt reynist, en hann muni ekki gefast upp á að koma menntamálum í gott horf. Innlent 10. október 2025 12:20
Hvað er í gangi? Frumvarp um framhaldsskóla liggur fyrir þinginu. Þar kennir ýmissa grasa margt gott en einnig ýmislegt sem er beinlínis veikir skólana, dregur úr sérkennum og sérhæfingu hvers skóla og minnka möguleika nemenda að velja skóla sem kemur sem mest til móts við áhuga og metnað þeirra. Skoðun 10. október 2025 09:01
Lausnir í leikskólamálum Skipulag leikskóla hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu og sitt sýnist hverjum um hvaða leið sé best að fara. Sveitarfélög leita að réttu formúlunni til að samræma hagsmuni barna, starfsmanna og foreldra. Misjafnlega vel gengur að manna leikskólana og keppast sveitarfélögin um að ná í það fagfólk sem er á vinnumarkaði. Skoðun 10. október 2025 08:45
Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Sama dag og Varða, rannsóknastofnun vinnumarkaðarins, kynnti niðurstöður nýrrar rannsóknar um Kópavogsmódelið í leikskólamálum steig Reykjavíkurborg fram með tillögur sem byggja á sömu hugmyndafræði. Í henni felst að takast skuli á við áskoranir leikskólanna með því að fækka dvalarstundum barna og það skuli gert með verðstýringu. Skoðun 10. október 2025 08:01
Vegferð menntunar Menntun er ferðalag, vegferð sem endurspeglar það samfélag sem við viljum byggja. Hvert skref sem við stígum í átt að betra skólastarfi segir okkur í raun hver við viljum vera sem þjóð. Það sem gerist innan skólanna er ekki aðeins spegill samfélagsins, heldur mótar það líka framtíð þess. Skoðun 10. október 2025 07:02
Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Rithöfundur og barnabarn Halldórs Laxness syrgir það að bækur hans séu á útleið úr menntaskólum. Hún veltir því fyrir sér hvort bókalestur megi ekki vera krefjandi, sérstaklega í ljósi þess að íslenskan sé á undanhaldi. Innlent 9. október 2025 21:32
Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Það vakti athygli mína í sumar þegar Hafnarfjarðarbær birti tilkynningu á heimasíðu sinni um að samið hefði verið við fyrirtækið Í-mat ehf. um skólamáltíðir fyrir alla leik- og grunnskóla bæjarins og frístundaheimilin í bænum. Góðar fréttir enda mikilvægt að börnum sé boðið upp á hollan og góðan mat í skólum að kostnaðarlausu fyrir foreldra. Skoðun 9. október 2025 18:01
Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? „Það er náttúrulega skandall, að mínu mati, að fólk geti almennt útskrifast með stúdentspróf án þess að lesa bók eftir Halldór Laxness.“ Innlent 9. október 2025 16:44
Menntakerfi í fremstu röð Sem foreldri þriggja barna á grunnskólaaldri viðurkenni ég að maður á það til að setja athyglina í það sem maður vill bæta í umhverfi barnanna sinna. Ég hef beitt mér fyrir því að skólalóð grunnskólans verði bætt, að boðið verði upp á faglegt frístundastarf fyrir 5.-7. bekk og að börnin okkar fái holla og góða næringu í skólanum. Skoðun 9. október 2025 13:45
Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Yfirgnæfandi meirihluti landsmanna er hlynntur einkunnagjöf í tölustöfum frekar en með bókstöfum samkvæmt nýrri könnun. Innan við þrír af hverjum hundrað eru hrifnir af því að einkunnir í íslenskum skólum séu birtar í bókstöfum. Nemendur sem hafa kynnst hvoru tveggja telja sumir að bókstafirnir séu betri á meðan öðrum þykja tölustafir nákvæmari og sanngjarnari. Innlent 8. október 2025 21:01
Reykjavíkurmódel á kvennaári Það þarf þorp til að ala upp barn. Í rúm 30 ár hefur þorpið Reykjavík lagt sig fram um að búa börnum almennileg skilyrði, eða allt frá því að Reykjavíkurlistinn ákvað að bjóða öllum börnum upp á leikskóla árið 1994. Skoðun 8. október 2025 16:00
Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Baráttan gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni hefur orðið öflugri á síðustu árum. Innan skólanna hefur ítrekað borist ákall um róttækar aðgerðir til að vernda börn og ungmenni. Skoðun 8. október 2025 07:01
Hefur þú heyrt þetta áður? Langir biðlistar, börn sem komast ekki inn, leikskólar undirmannaðir og undir miklu álagi. Skoðun 7. október 2025 15:01
Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Rúmlega helmingi landsmanna finnst sumarfrí grunnskólanema vera hæfilega langt á meðan þriðjungur telur það vera of langt og 16 prósent of stutt. Marktækt fleiri körlum en konum finnst sumarfríið vera of stutt en 35 prósentum þeirra finnst það of stutt og 31 prósent kvenna. Tuttugu prósent karla vilja lengja það en aðeins tólf prósent kvenna. Innlent 7. október 2025 11:04
„Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Elva Björk Haraldsdóttir, foreldri barns á Múlaborg, gagnrýnir verklag, upplýsingaflæði og ábyrgðarleysi borgaryfirvalda vegna rannsóknar lögreglu á kynferðisbroti starfsmanns leikskólans. Hún kallar eftir skýrara verklagi og að einhver taki skýra ábyrgð. Innlent 6. október 2025 13:33