Í takt við það sem verið hefur Breyttar innritunarreglur í framhaldsskóla fela ekki í sér hugmyndafræðilega breytingu að mati Guðjóns Hreins Haukssonar formanns Félags framhaldsskólakennara. Hann segir þær í raun staðfesta það sem iðkað hefur verið áratugum saman að skólinn sé fyrir alla. Innlent 15.12.2025 14:44
Hundrað doktorsgráður Á árinu 2025 lauk hundraðasti neminn doktorsgráðu við Háskólann í Reykjavík (HR). Við tímamót sem þessi er vert er að staldra við og velta því upp hvað það er sem gerir háskóla að háskóla. Skoðun 15.12.2025 10:47
Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Innlent 10.12.2025 14:08
Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Ég er grunnskólakennari og vinn á hverjum degi með mikilvægustu íbúum Reykjavíkur: börnunum okkar. Veruleiki þeirra hefur breyst mikið síðustu ár – ekki bara síðan ég var sjálfur í þeirra sporum heldur líka síðan ég byrjaði að kenna! Skoðun 10. desember 2025 09:32
Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Líf Magneudóttir, formaður stýrihóps um leikskólaleiðina og oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, segir stýrihópinn enn að vinna úr umsögnum um Reykjavíkurleiðina svokölluðu. Líf segir hópinn stefna á að kynna breytingar Reykjavíkurleiðinni eftir áramót. Innlent 10. desember 2025 06:30
Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Háskólanum á Akureyri barst tilkynning í október um lokaðan Snapchat-hóp lögreglunema á öðru ári við skólann, þar sem þeir eiga að hafa dreift óviðeigandi myndum af líkamspörtum bekkjarsystra sinna. Málið er til rannsóknar hjá fagráði háskólans á Akureyri, en embætti Ríkislögreglustjóra bíður niðurstöðu þeirrar vinnu áður en ákvörðun verður tekin um næstu skref. Innlent 9. desember 2025 18:37
Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum, ME, gagnrýnir í opnu bréfi að ekki eigi að framlengja skipun skólameistarans og að mennta- og barnamálaráðuneytið hafi hvorki haft samráð við nefndina þegar ákvörðun var tekin um að framlengja ekki skipun skólameistarans, Árna Ólasonar, né um víðtækar skipulagsbreytingar á framhaldsskólakerfinu. Innlent 9. desember 2025 13:16
Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Nú fer að líða að jólum og skólarnir fara bráðum í verðskuldað frí. Það er mikilvægt að staldra reglulega við og þakka kennurum og öllu starfsfólki skólanna fyrir ómetanlegt starf. Á hverjum einasta degi treystum við þeim fyrir börnunum okkar og það er ekki sjálfsagt. Skoðun 9. desember 2025 06:31
Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Menntamálaráðherra bað skólameistara afsökunar á fundi sínum með Skólameistarafélagi Íslands nú í morgun vegna orðræðu um skólameistara í kjölfar frétta af því að skipunartími skólameistara verði ekki framlengdur hér eftir. Þá hét hann frekara samráði um fyrirhugaðar breytingar á framhaldsskólastigi. Innlent 8. desember 2025 15:39
Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að Hafnarfjarðarbær hafi brotið gegn stjórnsýslulögum með því að afturkalla ráðningu Óskars Steins Ómarssonar stjórnmálafræðings í stöðu deildarstjóra tómstundamiðstöðvar Hraunvallaskóla, þremur vikum eftir að hann var ráðinn. Óskar Steinn telur að gagnrýni hans í garð kjörinna fulltrúa bæjarins hafi orðið til þess að hætt var við ráðninguna og segir gott að geta skilað skömminni til síns heima, í ráðhús Hafnarfjarðar. Innlent 8. desember 2025 14:41
Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Stjórnvöld verða að bregðast við þegar í stað og opna á samtöl við stjórnvöld á hinum Norðurlöndunum um nýtt samráðskerfi varðandi nám sérgreinalækna, ellegar verður innan tíðar skortur á læknum í ákveðnum sérgreinum hér á landi. Þetta segir formaður Læknafélagsins sem segir ugg í læknastéttinni vegna stöðunnar. Innlent 8. desember 2025 12:00
Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Kennslustjóri sérnáms segir hættu á að skortur verði á læknum í ákveðnum sérgreinum bregðist stjórnvöld ekki við breyttum reglum í Svíþjóð og Noregi. Hann hefur miklar áhyggjur af stöðunni. Innlent 7. desember 2025 14:02
Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Formaður Skólameistarafélags Íslands segir vendingar síðustu daga hafa fengið skólameistara víðs vegar um landið til að íhuga stöðu sína. Félagið á fund með mennta- og barnamálaráðherra og krefst formaðurinn skýringa á boðuðum breytingum sem voru rökstuðningur ráðherrans fyrir því að auglýsa tvö embætti skólameistara laus til umsóknar. Innlent 6. desember 2025 16:56
Framtíðarsýn Ég er svo heppinn að framtíðin hefur alltaf staðið mér ljóslifandi fyrir hugskotssjónum. Eftir að hefðbundnum æskuhugmyndum um að verða lögga eða slökkviliðsmaður sleppti var ég lengi harðákveðinn í að verða rafeindavirki. Skoðun 6. desember 2025 08:30
Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Íbúar í Laugardal ætla að koma upp eigin ljósastýringarbúnaði við gatnamót í dalnum þar sem þrisvar sinnum hefur verið ekið á börn í haust. Þau gagnrýna borgina fyrir seinagang en borgin segir íbúana með engin leyfi til gjörningsins. Innlent 5. desember 2025 23:00
„Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Formaður Flokks fólksins furðar sig á því að lögmaður skólameistara Borgarholtsskóla vilji leiða sig og forsætisráðherra fyrir dóm í tengslum við þá ákvörðun menntamálaráðherra að auglýsa stöðu skólameistarans lausa til umsóknar. Innlent 5. desember 2025 18:50
Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Skólameistari Menntaskólans á Egilsstöðum segist hafa heyrt í útvarpsfréttum í dag að til stæði að auglýsa stöðu hans. Hann segir leikrit í gangi en hann sé ekki farinn að gráta. Of mikið sé að gera í skólanum. Innlent 5. desember 2025 17:24
Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Mennta- og barnamálaráðherra segir tilviljun hafa ráðið því að skólastjóri Borgarholtsskóla hafi verið fyrstur í röð framhaldsskólastjóra að fá þau tíðindi að starf hans yrði auglýst. Hann hafnar því með öllu að ákvörðunin tengist Ingu Sæland eða gagnrýni skólastjórans. Hann þrái þvert á móti gagnrýni og hugmyndir. Innlent 5. desember 2025 12:27
Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Lögmaður Ársæls Guðmundssonar, skólameistara Borgarholtsskóla, hefur óskað eftir því að fá að leiða forsætisráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra og sex aðstoðarmenn ráðherra fyrir dóm sem vitni í svokölluðu vitnaleiðslumáli. Það er gert til þess að leita sönnunar um atvik í tengslum við ákvörðun menntamálaráðherra um að auglýsa embætti Ársæls laust til umsóknar. Innlent 5. desember 2025 11:42
Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Stundum velti ég því fyrir mér hvernig daglegt umhverfi bæjarstjórnar lítur út í samanburði við raunveruleikann sem fjölskyldur í Vestmannaeyjum búa við. Þeir mæta til starfa í einu glæsilegasta stjórnsýsluhúsi landsins, leggja bílnum fyrir framan nýuppgert hús sem kostaði verulegar fjárhæðir og ganga inn á parket sem minnir helst á innlit í þáttum á borð við Grand Designs. Þar hengja þeir yfirhafnir sínar á snaga sem kosta meira en flestir nenna að lesa verðið á. Skoðun 5. desember 2025 09:02
Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Íbúar í Laugardal í Reykjavík stefna á að setja upp umferðarljós við gatnamót Kirkjuteigs og Reykjavegar þar sem keyrt hefur verið á þrjú börn í haust. Fyrst eitt barn á hjóli í september og svo tvö börn, annað á hjóli, í október. Laugarnesskóli er rétt fyrir ofan gatnamótin og börnin labba þarna yfir götuna til að komast í til dæmis skólasund og tómstundir eða á leið sinni heim. Innlent 5. desember 2025 08:43
Hættuleg hegðun Eftir 40 ára farsælt starf með ungmennum fær Ársæll Guðmundsson skólameistari Borgarholtsskóla sparkið. Hann hefur helgað líf sitt að því að bæta líf ungs fólks og hvergi slegið af á sinni starfsævi, það gera hugsjónarmenn. Skoðun 5. desember 2025 07:46
Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Ársæll Guðmundsson skólameistari Borgarholtsskóla segir það algjörlega ótvírætt að enginn nemandi hafi hætt í skólanum vegna skómálsins svokallaða. Skýringar ráðherra um kerfisbreytingar séu óskiljanlegar og gagnrýni Ársæls á stjórnvöld hafi legið ákvörðuninni til grundvallar. Innlent 4. desember 2025 20:39
Hafi engin afskipti haft af málinu Inga Sæland félagsmálaráðherra segist ekki hafa beitt sér á neinum tímapunkti í máli Ársæls Guðmundssonar skólameistara Borgarholtsskóla. Hún hafi hvorki átt í samskiptum við samráðherra sína um málið, né beri hún nokkurn kala til hans. Innlent 4. desember 2025 18:57