Stóra myndin í leikskólamálum Leikskólinn er í senn mikilvæg menntastofnun og gríðarlega þýðingarmikið jöfnunartæki í samfélaginu. Yfir 90% ánægja mælist meðal foreldra á starfi leikskólanna í borginni og langflest börn fá pláss í sínu nærumhverfi. Skoðun 19.1.2026 17:31
Er biðin eftir ofurömmu á enda? Menntakerfi hafa þá sérstöðu að erfitt getur reynst að átta sig á orsakasamhengi. Breyturnar eru margar, jafnt innri sem ytri breytur. Samkvæmt samantekt Pasi Sahlberg skýrast í mesta lagi 40% af breytileika í frammistöðu nemenda af innri þáttum, svo sem námsskipulagi, skólamenningu, aðstöðu og faglegri forystu. Skoðun 19.1.2026 14:32
Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Gunnari Gíslasyni, forstöðumanni Miðstöðvar skólaþróunar við Háskólann á Akureyri, líst ekki á blikuna hvað varðar umræðuna um læsi og lestrarkennslu, en hann segist óttast að verið sé að kynda undir „læsisstríði“. Hann telur það meðal annars vera lykilatriði að efla og auka áherslu á læsi og lesskilning á mið- og unglingastigi, en ekki bara í fyrstu bekkjum grunnskóla. Innlent 19.1.2026 09:11
Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Enn á eftir að ráða í 30,7 stöðugildi í grunnskólum í Reykjavík, 45,8 grunnstöðugildi í leikskólum og 16,9 stöðugildi í frístundaheimilum og sértækum félagsmiðstöðvum í Reykjavík. Flest þeirra stöðugilda sem á eftir að ráða í tilheyra Austurmiðstöð í leik- og grunnskólum og frístundaheimilum. Innlent 16. janúar 2026 07:32
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Persónuvernd hefur verið bent á vinnubrögð rektors Háskólans á Bifröst sem virðist hafa notað gervigreind til að rökstyðja ásakanir um að starfsmenn hafi merkt sig ranglega sem meðhöfunda fræðigreina. Erlendir meðhöfundar greinanna eru sagðir hafa staðfest þátttöku fræðimannanna frá Bifröst. Innlent 15. janúar 2026 22:02
Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Að óbreyttu verður rekstri Heilsuleikskólans Ársólar hætt í sumar eftir að Reykjavíkurborg sagði upp leigusamningi vegna húsnæðis sem hýst hefur starfsemi leikskólans við Völundarhús í Grafarvogi. Foreldrar barna á leikskólanum lýsa miklum áhyggjum og „algjöru áfalli“ enda hafi ríkt almenn ánægja með starfsemi leikskólans og ekki hlaupið að því að fá nýtt leikskólapláss. Pláss er fyrir 54 börn á aldrinum níu mánaða til þriggja ára á leikskólanum samkvæmt upplýsingum á heimasíðu skólans. Innlent 15. janúar 2026 19:02
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Hlutverk kennara hefur tekið miklum breytingum á síðustu árum samhliða sífellt fjölbreyttari nemendahópi. Í dag er ekki lengur gert ráð fyrir að einn kennsluháttur henti öllum, heldur þarf skólastarf að byggjast á sveigjanleika, faglegri greiningu og markvissum stuðningi. Skoðun 15. janúar 2026 18:00
Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Kastljósið beinist þessa dagana að skólamálum í kjölfar yfirlýsinga nýs ráðherra í barna-og menntamálaráðuneytinu um endurskoðun og uppstokkun á skólakerfinu. Það er fagnaðarefni að ráðherrann tali umbúðalaust um þau vandamál sem við blasa og að taka eigi á málunum. Skoðun 15. janúar 2026 17:30
„Við höfum ekkert að fela“ Mennta- og barnamálaráðherra segir ráðuneytið ekkert hafa að fela hvað varði niðurstöður einstakra grunnskóla í samræmdum prófum. Nemendur í grunnskóla taka samræmd próf í fyrsta skipti í fimm ár í vor. Innlent 15. janúar 2026 14:59
Er B minna en 8? Undanfarna mánuði hefur sífellt oftar verið gagnrýnt að gefa börnum einkunn í formi bókstafa í stað tölueinkanna. Sumir halda því fram að bókstafirnir sjálfir standi í vegi fyrir framförum í læsi og námi. En eigum við virkilega að láta umræðuna snúast um það hvort barnið fái 8 eða B? Skoðun 15. janúar 2026 12:31
Fleiprað um finnska leið Nýr mennta- og barnamálaráðherra fór mikinn í Kastljósi RÚV í 13. janúar, meðal annars um finnsku leiðina í lestrarkennslu. Skoðun 15. janúar 2026 11:46
Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Við viljum að leikskólakerfið virki og að það sé í boði fyrir okkur þegar foreldrar ljúka töku fæðingarorlofs. Þetta gekk nokkurn veginn eftir í Kópavogi 2025, meðal annars vegna þess að stórir árgangar voru að útskrifast úr leikskólum og fara í grunnskóla, á meðan minni árgangar eru að koma inn í leikskólana. Skoðun 15. janúar 2026 10:17
Byggjum á því jákvæða! Ég hef starfað í íslensku skólakerfi í um 30 ár, sem kennari og stjórnandi. Ég get ekki orða bundist yfir þeirri umræðu sem nú er uppi um íslenskt skólakerfi, ekki síst í ljósi ummæla nýskipaðs mennta- og barnamálaráðherra í Kastljósi 13. janúar síðastliðinn. Skoðun 15. janúar 2026 10:03
Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Ert þú sama manneskja í dag og þú varst í gær? Samkvæmt bandaríska félagssálfræðingnum Daniel Gilbert nálgumst við framtíðarútgáfuna af sjálfum okkur eins og börnin okkar. Lífið 15. janúar 2026 07:00
Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Félag akademískra starfsmanna við Háskólann á Bifröst (FAB) hefur lýst yfir vantrausti á stjórnsýslu rektors skólans, Margrétar Jónsdóttur Njarðvík. Félagið segir framgöngu rektors, deildarforseta viðskiptadeildar skólans og rannsóknarstjóra í kærumálum gegn þremur starfsmönnum hafa einkennst af ófaglegum vinnubrögðum. Innlent 15. janúar 2026 06:55
Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segist hafa farið bjartari út af fundi með Ingu Sæland mennta- og barnamálaráðherra en hann fór inn á hann. Fundurinn stóð yfir í rúmlega þrjár klukkustundir að hans sögn. Innlent 14. janúar 2026 21:44
Fékk afa sinn með sér á skólabekk Guðni Ágústsson fyrrverandi alþingismaður var ekki lengi að hugsa sig um þegar barnabarn hans bað hann um að koma með sér í íslenskuáfanga í framhaldsskóla og skellti sér með honum í námið. Þeir félagar ætla að skiptast á þekkingu og búast við háum einkunnum. Innlent 14. janúar 2026 20:01
Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Þung orð voru látin falla um mennta- og barnamálaráðherra eftir viðtal um menntamál í gær. Ráðherra var sögð dreifa falsfréttum og þurfa menntun í málaflokknum. Formaður Kennarasambandsins var boðaður á fund í ráðuneytinu í dag. Innlent 14. janúar 2026 19:02
Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Viðtal við Ingu Sæland, nýjan mennta- og barnamálaráðherra, í Kastljósinu í gærkvöldi, hefur valdið verulegri gremju meðal grunnskólakennara landsins. Rangfærslur og fullyrðingar um einkunnakerfi í grunnskólum vekja hneykslan. Hún er meðal annars sögð fremst í upplýsingaóreiðu. Innlent 14. janúar 2026 14:22
Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Það er allt að fara á hliðina í skólamálaumræðunni. Inga Sæland er sögð tala „mannamál“ — og fólk annaðhvort klappar eða froðufellir yfir „popúlisma“. Skoðun 14. janúar 2026 14:02
Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Við þekkjum þetta öll. Það er gott að hittast, ræða saman og deila sögum. Oft heyrum við sömu sögurnar aftur og aftur. Í raun má segja hið sama um umræðuna um framhaldsskólann. Skoðun 14. janúar 2026 11:02
Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Undanfarna áratugi hefur verið unnið eftir hugmyndafræði „skóla án aðgreiningar“ í íslenska menntakerfinu. Hugmyndafræðin var og er falleg og þeir sem stóðu að innleiðingu skóla án aðgreiningar vildu sannarlega vel. Fyrirkomulagið hefur engu að síður ekki gengið nægjanlega vel upp. Skoðun 14. janúar 2026 08:01
Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður Vinstri grænna og fyrrverandi ráðherra, vill meina að Samfylkingin „hljóti að fara að spyrja sig hvort það hafi verið skynsamlegt að koma Flokki fólksins til valda.“ Ummælin lætur hann falla á samfélagsmiðlum í kvöld í framhaldi af Kastljósviðtali við Ingu Sæland í kvöld, en hún tók við embætti mennta- og barnamálaráðherra á dögunum og hefur þegar sætt nokkurri gagnrýni fyrir ummæli sem hún hefur látið falla um skóla- og menntamál síðan ljóst varð að hún tæki við nýju ráðherraembætti. Guðmundur Ingi bætist þannig í hóp þeirra sem gagnrýnt hafa málflutning Ingu síðan hún tók við nýju ráðherraembætti, en ummæli hennar hafa meðal annars mætt gagnrýni úr ranni kennarastéttarinnar. Innlent 13. janúar 2026 22:46
Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Mennta- og barnamálaráðherra segir byrjendalæsisstefnunni hafa verið rutt til rúms hér á landi þrátt fyrir að sýnt hafi verið fram á að hún hefði mistekist annars staðar. Hún vill innleiða þróunarverkefnið Kveikjum neistann í fleiri skólum. Innlent 13. janúar 2026 21:56