Skóla- og menntamál

Skóla- og menntamál

Fréttir af skóla- og menntamálum á Íslandi.

Fréttamynd

Verði að tryggja að á ís­lensku megi alltaf finna svar

Almannarómur safnar nú gögnum frá fyrirtækjum til að efla tungutak tengt ákveðnum atvinnugreinum. Halldór Benjamín Þorbergsson, stjórnarformaður Almannaróms, og Lilja Dögg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Almannaróms, segja ekki sjálfsagt að þau tól sem við notum og tæknin tali íslensku en það sé mikilvægt að svo sé.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Dröfn og Sam­tökin ’78 verð­launuð á degi ís­lenskrar tungu

Dröfn Vilhjálmsdóttir, bókasafns- og upplýsingafræðingur og umsjónarmaður Bókasafns Seljaskóla, er handhafi verðlauna Jónasar Hallgrímssonar í ár. Verðlaunin hlýtur hún fyrir óeigingjart starf sitt við að auka áhuga barna á íslensku menningarumhverfi og stuðla að auknum lestri þeirra á íslensku. Samtökin ‘78 hljóta einnig sérstaka viðurkenningu fyrir nýyrðasmíð og baráttu samtakanna fyrir tilvistarrétti hinsegin fólks innan tungumálsins.

Innlent
Fréttamynd

Má (ég) banna börnum að nota móður­mál í skólanum?

„Allt fólk á jörðinni á sér móðurmál“, sagði Vigdís Finnbogadóttir, velgjörðarsendiherra Sameinuðu þjóðanna í tungumálum, í tilefni Alþjóðadags móðurmála árið 2014 (Mennta- og menningarmálaráðuneytið, 2020). Móðurmál eru hluti af því hver við erum, þau eru hluti af sjálfsmynd fólks. Ég er stolt af móðurmáli mínu og mér líður illa ef einhver talar illa um móðurmálið mitt. Þetta á við um allt fólk og öll tungumál.

Skoðun
Fréttamynd

Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur

Foreldrar í Laugarnesskóla hafa tekið umferðaröryggismál í eigin hendur og mannað gæslu við gangbraut á Reykjavegi þar sem í tvígang hefur verið ekið á börn á leið frá skóla síðasta mánuðinn. Foreldri við skólann segir þær úrbætur sem hafa verið gerðar ekki nógu góðar.

Innlent
Fréttamynd

Kennarar fara með kjara­deilu fyrir Félags­dóm

Félagar í Kennarasambandi Íslands hafa ekki fengið launahækkun samkvæmt ákvæði um launatöfluauka í kjarasamningi sem undirritaður var í nóvember í fyrra. Formaður Kennarasambandsins telur að kennarar eigi fullan rétt á hækkuninni og segir deiluna snúast um orðaleiki, en málinu hefur verið vísað til Félagsdóms.

Innlent
Fréttamynd

Um­deildur skóla­stjóri í leyfi á meðan út­tekt er gerð

Dagný Kristinsdóttir, skólastjóri Víðistaðaskóla í Hafnarfirði, hefur verið send í leyfi á meðan farið verður í úttekt á stjórnunarháttum í skólanum. Tæp þrjú ár eru síðan hún lét af störfum sem skólastjóri Hvassaleitisskóla eftir að fjölmargir kennarar og starfsmenn skólans undirrituðu yfirlýsingu, þar sem þeir lýstu yfir vantrausti á hendur henni.

Innlent
Fréttamynd

Móta stefnu um notkun gervi­greindar

Háskólinn á Akureyri hefur mótað stefnu um ábyrga notkun gervigreindar við skólann. Með stefnunni er viðurkennt að gervigreindin komi til með að vera stór hluti af starfsemi háskólasamfélagsins og vilja þau að hún muni efla starfsemina.

Innlent
Fréttamynd

Borgin hafi gert úr­bætur en sólin sé aðal­vanda­málið

Deildarstjóri hjá Reykjavíkurborg segir gatnamót við Laugarnesskóla standast ítrustu hönnunarviðmið með tilliti til umferðaröryggis en í gær var ekið á barn í annað sinn á skömmum tíma á gatnamótum Kirkjuteigs og Reyjavegar. Hann segir ýmsar úrbætur hafa verið framkvæmdar á síðustu árum.

Innlent
Fréttamynd

Fellaskóli vann Skrekk

Fellaskóli vann Skrekk 2025, hæfileikakeppni grunnskóla í Reykjavík. Atriði nemendanna fjallaði um pressu sem fylgir því að upplifa væntingar annarra.

Lífið
Fréttamynd

Hvatningar­verð­laun gegn ein­elti af­hent á Laugar­vatni

Gunnlaugur Víðir Guðmundsson forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Gleðibankans í Reykjavík hlaut í dag hvatningarverðlaun gegn einelti en hann hefur lagt sig fram af miklum krafti að draga úr einelti og samskiptaerfiðleikum ungs fólks. Um er að ræða verðlaun Heimilis og Skóla en athöfnin fór fram á Laugarvatni í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Fyrir hvað stöndum við?

Það er svo oft rætt um hvað börnin eigi að læra í leikskólanum. En hvað með okkur sem vinnum þar, spyrjum við okkur sjálf nægilega oft: Af hverju er ég hérna? Hvaða gildi vil ég miðla til barnanna?

Skoðun
Fréttamynd

Má bjóða þér ein­elti?

Ég geri ráð fyrir því að allir myndu svara þeirri spurningu neitandi, án umhugsunar. Að sjálfsögðu. Það vill engin mannvera vera lögð í einelti og engin ætti að þurfa að verða fyrir því.

Skoðun
Fréttamynd

Fjöldi gesta á vellinum myndi tak­markast við 5000

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gerir athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar á aðkomuleiðum að Laugardalsvelli vegna skólaþorpsins sem á að reisa við völlinn. Fjöldi gesta á viðburðum á vellinum, hvort sem um ræði knattspyrnuleiki eða tónleika, myndi takmarkast við fimm þúsund manns yrði af breytingunum.

Innlent
Fréttamynd

„Set al­var­legt spurninga­merki við að draga út ein­staka þjóð­erni fólks“

Kennari við íslensku og menningardeild Háskóla Íslands segist ekki skilja á hvaða vegferð dómsmálaráðherra sé með breytingar hennar á fyrirkomulagi námsleyfum. Hún setji alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks og gera það tortryggilegt. Betur færi á því að taka því fagnandi að fólk utan úr heimi vilji læra íslensku.

Innlent
Fréttamynd

Stað­gengill ríkis­lög­reglu­stjóra til starfa í laga­deild HR

María Rún Bjarnadóttir, fyrrverandi staðgengill ríkislögreglustjóra og lögfræðingur embættisins, hefur hafið störf við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Hjá HR mun María Rún meðal annars leiða rannsóknir og kennslu á sviði tækniréttar og stafrænna lagalegra álitaefna að því er fram kemur í tilkynningu frá HR. María Rún lét af störfum hjá ríkislögreglustjóra um mánaðamótin. Ætla má að ekki verði ráðið aftur í stöðu Maríu í ljósi hagræðingaraðgerða hjá embætti ríkislögreglustjóra.

Innlent
Fréttamynd

Skrifin séu ekki til komin vegna fram­boðs í borginni

Nýleg skrif leikarans Þorvaldar Davíðs Kristjánssonar um skólamál og þjónustu við börn og barnafjölskyldur í Reykjavík hafa vakið spurningar um hvort leikarinn góðkunni sé á leið í framboð. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Þorvaldur verið nefndur sem mögulega efnilegur framboðskostur fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík en sjálfur segist leikarinn ekki vera að stefna á framboð.

Innlent
Fréttamynd

Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug

Drengur á grunnskólaaldri var hætt kominn í skólasundi í Dalslaug í Úlfarsárdal í Reykjavík gær þegar hann missti meðvitund á meðan hann var í skólasundi. Brugðist var hratt við og er líðan drengsins góð.

Innlent