Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bæjarráð Akureyrar hefur óskað eftir fundi með háskólaráðherra og rektor Háskólans á Akureyri til að óska eftir því að sameinaður háskóli Bifrastar og Akureyrar verði kenndur við Akureyri. Nafnið sé ekki aðeins tilfinningamál heldur hagsmunamál fyrir sveitarfélagið að mati formanns bæjarstjórnar. Hann stingur upp á því að skólinn verði kenndur bæði við Akureyri og Bifröst. Innlent 15.9.2025 13:11
Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Undanfarið hefur verið mikið rætt um námsmat í grunnskólum og nýtt námsmatskerfi - Matsferil. Umræðan hefur þó að mestu farið fram á vettvangi stjórnvalda og sveitarfélaga – en hvar eru samtölin við fagfólkið sem vinnur í skólastofunum? Hvar eru raddir kennara og skólastjóra sem þekkja starfið best? Skoðun 15.9.2025 11:32
Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Síðustu misseri hefur verið mikil umræða um menntamál á Íslandi sem ég tel vera afar jákvætt og fagna mjög. Við getum öll verið sammála um að það sé nauðsynlegt að ígrunda reglulega hvað gengur vel og hvað má betur fara í menntamálum. Skoðun 15.9.2025 10:33
Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent 14.9.2025 21:02
Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Það er ákall í samfélaginu um að efla kennslu íslensku sem annars máls og mikilvægt að auka samstarf og efla íslensku sem annað mál sem sérstaka faggrein. Íslendingar þurfi í auknum mæli að gefa fólki tækifæri og sýna þolinmæði gagnvart þeim sem eru að læra, eða vilja læra tungumálið. Þetta segir Ingibjörg Sigurðardóttir, aðjúnkt við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri. Innlent 11. september 2025 08:45
Hafa börn frjálsan vilja? Í starfi mínu sem kennari hef ég oft velt því fyrir mér hvert hlutverk mitt sé í lífi barnanna sem ég kenni. Ég kenni þeim lestur og stærðfræði, málfræði og sögu en stundum spyr ég sjálfan mig, hvað meira er ég að kenna? Og hvað ætti ég að kenna meira? Skoðun 11. september 2025 06:00
Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Tafir hjá Útlendingastofnun og Háskóla Íslands hafa komið í veg fyrir að tugir erlendra nemenda gætu hafið nám við skólann í haust. Alþjóðafulltrúi segir háskólann ekki jafn samvinnuþýðan í ár og áður. Innlent 10. september 2025 22:56
Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Halla Hrund Logadóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hyggst leggja fram breytingartillögu við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Hún segir að þjóðin öll muni nú og til lengri tíma njóta góðs af því ef ríkisstjórnin fjárfestir í íslenskri tungu og íslenskukennslu því tungumálið sé einn af mikilvægustu innviðum samfélagsins sem huga verði að. Innlent 10. september 2025 17:21
Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Umræðan um námsmat í grunnskólum á Íslandi hefur lengi verið föst í tveimur andstæðum sjónarmiðum. Annars vegar eru þeir sem telja að próf eigi ekki heima í skólastarfi, þar sem þau valdi streitu og dragi úr gleði og sköpun. Hins vegar eru þeir sem vilja endurvekja samræmd próf til að tryggja einsleita og hlutlæga mælingu á frammistöðu. Skoðun 10. september 2025 10:32
Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? „Borgar sig að vanmeta menntun?“ er yfirskrift málþings sem BHM hefur boðað til og fer fram í Grósku milli klukkan 15 og 17 í dag. Tilefnið er útgáfa nýrrar skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um virði háskólamenntunar sem unnin var fyrir BHM. Hægt verður að fylgjast með málþinginu í beinu streymi. Viðskipti innlent 9. september 2025 14:31
Borgar sig að vanmeta menntun? Í dag verður gefin út skýrsla Hagfræðistofnunar HÍ um virði háskólamenntunar. Þetta er í annað sinn sem stofnunin vinnur slíka skýrslu fyrir BHM og bætir nýja skýrslan umtalsvert við þekkingu okkar og dýpkar skilning á þessum mikilvæga þætti í starfsumhverfi háskólamenntaðra stétta. Skoðun 9. september 2025 12:17
Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ný aðgerðaáætlun í menntamálum frá mennta- og barnamálaráðuneytinu er metnaðarfullt skjal og vel upp sett. Fyrir árslok 2027 á að hrinda í framkvæmd samtals 21 aðgerð í 111 liðum eða einum slíkum aðgerðalið á viku, að frátöldum sumar- og jólaleyfum. Skoðun 9. september 2025 11:30
Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Það er fagnaðarefni að yfir 70 prósent skóla hafa sett reglur um notkun farsíma innan skólanna. Börnin ganga nú inn í skólastofuna án farsíma sinna eða með slökkt á þeim í skólatösku. Það er almennt mat kennara og þeirra barna sem rætt hefur verið við um farsímabann í skólum að félagsleg samskipti hafi aukist. Börnin tali meira saman og leiki sér meira saman á skólalóðinni. Skoðun 9. september 2025 08:00
Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Fyrsti skóladagurinn í Kvikmyndaskóla Íslands fór fram í dag í nýju húsnæði. Nýr rekstraraðili segir gleðiefni að skólanum hafi verið bjargað eftir gjaldþrot í vor og nemendur segjast himinlifandi með nýja aðstöðu, gjaldþrotið hafi verið mikil rússíbanareið. Innlent 8. september 2025 21:02
Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Árið er 2025. Fjórðungur aldar er liðinn frá því að fyrsta stórátakið í lestri hófst á Íslandi og þjóðin hefur margsinnis verið minnt á mikilvægi læsis og lesskilnings. Læsi í víðum skilningi er nátengt samskiptum okkar við aðra. Skoðun 8. september 2025 15:30
Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, hefur lagt til að skrásetningargjöld í opinbera háskóla á Íslandi geti orðið allt að 100 þúsund krónur fyrir skólaárið. Skrásetningargjöldin eru 75 þúsund krónur í dag og hafa verið óbreytt frá árinu 2014. Samþykki Alþingi tillöguna kæmi hún til framkvæmda á næsta ári. Innlent 8. september 2025 15:15
Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Silja Bára Ómarsdóttir rektor Háskóla Íslands segir enga stefnubreytingu hafa orðið innan háskólans og reglur ekki verið hertar hvað varðar alþjóðlega nemendur. Hluti nemenda sem eru enn að bíða eftir dvalarleyfi til náms hefur fengið tilkynningu um að inntaka þeirra hafi verið afturkölluð vegna skorts á dvalarleyfi. Umsóknum fjölgaði um 40 prósent á milli ára. Innlent 8. september 2025 14:22
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Félag læsisfræðinga á Íslandi (FLÍS) fagnar um þessar mundir fimm ára afmæli. Félagið var stofnað með þá hugsjón að tengja saman fólk með menntun í læsisfræðum og skapa vettvang til að efla þekkingu og umræðu um læsi á Íslandi. Félagið er einnig aðili að evrópskum og alþjóðlegum samtökum læsisfræðinga. Skoðun 7. september 2025 12:02
Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Labubu bangsarnir vinsælu eru ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla, en skólastjóri segir að bangsarnir hafi verið farnir að valda miklum leiðindum og metingi meðal barna í skólanum. Foreldrar hafa tekið mjög vel í regluna. Innlent 7. september 2025 11:40
Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Árið 2016 fullgilti Ísland samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Með því skuldbundu stjórnvöld sig til að tryggja að fatlað fólk, þar á meðal börn, njóti allra mannréttinda sinna til jafns við aðra. Þar er menntun meðal lykilréttinda. Skoðun 5. september 2025 17:31
Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að hefja innkaupaferli vegna framkvæmda í Korpuskóla. Ætlunin er að Korpuskóli taki við nemendum úr Klettaskóla, þar sem færri komast að en vilja. Innlent 5. september 2025 14:38
Tölur segja ekki alla söguna Á Íslandi höfum við lengi verið vön því að mæla námsárangur með tölum. Það gleymist hins vegar oft að tölur mæla ekki aðeins árangur. Þær móta líka sjálfsmynd, væntingar og hugmyndir okkar um gildi einstaklingsins. Skoðun 5. september 2025 09:32
Skólinn er ekki verksmiðja Á borgarstjórnarfundi á þriðjudaginn lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram tillögur sem kalla eftir endurkomu námsmatskerfa fortíðarinnar. Þeir vilja endurvekja samræmd próf og einkunnarskalann 1-10. Kerfi sem raðar, mælir og flokkar börnin okkar eftir tölum. Eins og þau séu framleiðsluvörur á færibandi. Skoðun 5. september 2025 09:02
Þreytt og drullug börn Það er líklega ekkert eins vel til þess fallið að efla seiglu og þrautseigju hjá ungu fólki eins og að fara í tjaldútilegu. Því miður er staðan þannig í dag að mjög mörg börn fara á mis við þessa upplifun. Bæði vegna hraðans í þjóðfélaginu og breyttra áhersla. Mörg fá að fara með pabba og mömmu í ferð í hjólhýsið eða jafnvel til Tene sem er auðvitað gefandi líka en ekki alveg það sama. Skoðun 4. september 2025 11:04
Fjölbreytt námsmat Undanfarið hefur verið fjallað um nýtt samræmt mælitæki Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu (MMS), ekki síst eftir að frumvarp um nýtt námsmat var samþykkt í sumar. Nafn mælitækisins er Matsferill sem er safn mælitækja fyrir skóla til að mæla og meta námsframvindu barna. Skoðun 4. september 2025 10:03