Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Nemendur í Réttarholtsskóla tóku sig saman og skipulögðu handboltamót í skólanum. Þeir fengu þaulreyndan handboltamann til að sjá um dómgæslu á mótinu og eru bjartsýnir fyrir hönd íslenska landsliðsins á Evrópumótinu Innlent 26.1.2026 23:17
Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Húsið að Hagamel 55 sem um áratuga skeið hefur hýst starfsemi leikskólans Vesturborgar hefur kvatt götuna. Undanfarna daga hafa vinnuvélar unnið við að rífa húsið sem er 101 árs gamalt en tökumaður Sýnar leit þar við. Innlent 26.1.2026 17:11
Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Umræða um skóla án aðgreiningar hefur á undanförnum misserum einkennst af vaxandi efasemdum og jafnvel uppgjöf. Bent er á raunverulegar áskoranir í skólakerfinu: álag á kennara, skort á stuðningi, flóknar og fjölbreyttar þarfir nemenda og kerfi sem nær ekki að mæta þeim með fullnægjandi hætti. Þessar áhyggjur eru skiljanlegar og þær ber að taka alvarlega. Skoðun 26.1.2026 17:01
Kristinn Svavarsson er látinn Kristinn Svavarsson, kennari og saxófónleikarinn sem gerði garðinn frægan með hljómsveitinni Mezzoforte, er látinn 78 ára að aldri. Tónlist 22. janúar 2026 22:04
Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Sú óvænta staða kom upp í undankeppni Gettu betur að lið Kvennaskólans og Menntaskólans í Reykjavík kepptu á móti hvort öðru tvisvar í röð. Kvenskælingar, sem töpuðu báðum umferðum, eru svekktir en gömul Gettu betur-kempa segir að óheppni og „feil í kerfinu“ hafi valdið þessum tvöfalda tjarnarslag. Lífið 22. janúar 2026 19:09
Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Öllum almenningi er ljóst að endurræsa þarf menntakerfið. 40% nemenda eru ekki með grunnfærni í lesskilningi eftir 10 ára skyldunám og 2–3 ár í leikskóla. Kerfið er dýrt en skilar langt frá því þeim árangri sem börnin okkar eiga rétt á. Skoðun 22. janúar 2026 09:45
Lestrarkennsla íslenskra barna Eftir áratuga fjarveru frá Íslandi fylgist ég ekki mikið með, en einstöku mál vekja athygli mína. Nú síðast umræða um lestrargetu íslenskra barna. Skoðun 21. janúar 2026 11:15
Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Undanfarna daga hefur umræðan sérstaklega snúist um menntamál. Það er eðlilegt, menntun snertir okkur öll og allir mega hafa skoðun á henni. En þegar umræðan verður einhliða svartsýn missum við sjónar á heildarmyndinni. Við gleymum því að í menntakerfinu eru ekki aðeins áskoranir, heldur einnig vel menntað fólk sem mætir nemendum af fagmennsku, nemendur sem blómstra og skólasamfélög sem vinna kraftaverk við krefjandi aðstæður. Skoðun 21. janúar 2026 10:17
Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Sex starfsmönnum mennta- og barnamálaráðuneytisins hefur verið sagt upp störfum. Frá þessu er greint í tilkynningu frá ráðuneytinu. Þar segir að ráðherra hafi innleitt nýtt skipurit og verklag í kjölfar mats á hlutverki og verkefnum ráðuneytisins. Markmið breytinganna sé að styrkja faglega stjórnsýslu, skýra ábyrgð og umboð, bæta ákvarðanatöku og tryggja að ráðuneytið sé enn betur í stakk búið til að sinna lögbundnu hlutverki sínu. Innlent 21. janúar 2026 09:32
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Í fyrstu fannst mér oggulítið sætt þegar reynsluboltar í kennaraliði landsins klöppuðu reiðum kollegum sínum á axlirnar og sögðu þeim að láta ekki hugfallast þótt nýi menntamálaráðherrann léti svona, best væri að tækla hann eins og baldinn nemanda. Skoðun 20. janúar 2026 09:32
Stóra myndin í leikskólamálum Leikskólinn er í senn mikilvæg menntastofnun og gríðarlega þýðingarmikið jöfnunartæki í samfélaginu. Yfir 90% ánægja mælist meðal foreldra á starfi leikskólanna í borginni og langflest börn fá pláss í sínu nærumhverfi. Skoðun 19. janúar 2026 17:31
Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Þegar rætt er um menntamál er oft talað eins og skólinn sé eitthvað sem megi laga með einföldum aðgerðum. Skipta um reglur, breyta mati, setja ný markmið og þá hljóti allt að falla í réttan farveg. Í slíkri umræðu gleymist oft það sem skiptir mestu máli, kennslan sjálf og þeir sem sinna henni dag eftir dag. Skólinn er ekki abstrakt kerfi, hann er lifandi vinnustaður þar sem faglegar ákvarðanir eru teknar í sífellu. Skoðun 19. janúar 2026 15:03
Er biðin eftir ofurömmu á enda? Menntakerfi hafa þá sérstöðu að erfitt getur reynst að átta sig á orsakasamhengi. Breyturnar eru margar, jafnt innri sem ytri breytur. Samkvæmt samantekt Pasi Sahlberg skýrast í mesta lagi 40% af breytileika í frammistöðu nemenda af innri þáttum, svo sem námsskipulagi, skólamenningu, aðstöðu og faglegri forystu. Skoðun 19. janúar 2026 14:32
Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Gunnari Gíslasyni, forstöðumanni Miðstöðvar skólaþróunar við Háskólann á Akureyri, líst ekki á blikuna hvað varðar umræðuna um læsi og lestrarkennslu, en hann segist óttast að verið sé að kynda undir „læsisstríði“. Hann telur það meðal annars vera lykilatriði að efla og auka áherslu á læsi og lesskilning á mið- og unglingastigi, en ekki bara í fyrstu bekkjum grunnskóla. Innlent 19. janúar 2026 09:11
Krafa um árangur í menntakerfinu Eitt af mikilvægustu verkefnum íslensks samfélags er að tryggja að öll börn fái tækifæri til að stunda menntun og ná árangri í faglegu og öruggu umhverfi. Ég trúi því heilshugar að öll börn geti náð árangri í námi ef við gerum væntingar til þeirra og þau fá verkefni og stuðning við hæfi frá heimili og skóla. Skoðun 19. janúar 2026 08:00
Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórn Félags akademískra starfsmanna Bifrastar (FAB) segir að stjórnendur bifrastar, þar með talið rektor, byggi á því fyrir stjórn skólans að ekki hafi verið staðið rétt að málunum á fundi félagsins á miðvikudag þegar vantrausti var lýst yfir á yfirstjórn skólans. FAB segir ekkert til í þeim málflutningi. Innlent 18. janúar 2026 15:57
Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, stofnandi Köru Connect, segir stjórnvöld hafa verið í blindflugi í menntamálum í rúman áratug. Allir mælikvarðar hafi verið á niðurleið frá árinu 2012 og á sama tíma og önnur lönd í svipaðri stöðu hafi komið sér á strik hefur Íslendingum ekkert tekist að spyrna fótum. Innlent 18. janúar 2026 14:58
Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Íþróttakennari til 25 ára segir þátttöku barna í skólaleikfimi hafa dregist mjög saman á undanförnum árum. Almenn vanlíðan meðal nemenda hafi aukist og dæmi eru um að börn hafi verið í skólanum hans í nokkurn tíma án þess að hafa mætt í íþróttatíma. Innlent 18. janúar 2026 12:35
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Góðir Íslendingar. Tilgangur þessa pistils er ekki að skamma, heldur að varpa ljósi á þá flóknu og oft vanmetnu ábyrgð sem kennarar bera og að minna á að menntun barna er sameiginlegt verkefni heimila og skóla Skoðun 18. janúar 2026 08:01
Veit Inga hvað hún syngur? Byrjum á að slá þessu föstu: Það er enginn málaflokkur þýðingarmeiri í íslensku samfélagi en uppvöxtur, þroski og menntun barnanna okkar. Það er alveg sama hvað okkur tekst vel til á öðrum sviðum – ef okkur mistekst þarna er allt annað unnið fyrir gýg . Skoðun 17. janúar 2026 07:30
Gagnrýnin hugsun skipti máli Mál rektors Bifrastar er nú til formlegrar skoðunar hjá Persónuvernd. Gervigreind var nýtt til að meta réttmæti höfundarstöðu þriggja starfsmanna skólans. Sérfræðingur í tæknirétti segir mikilvægt að beita gagnrýnni hugsun við notkun gervigreindar og að mannleg dómgreind þurfi að koma að íþyngjandi ákvörðunum. Innlent 16. janúar 2026 20:03
Í gamla daga voru allir læsir Þegar ég byrjaði að kenna 1997 var umfjöllun um unglinga yfirleitt neikvæð. Hópslagsmál, hnífaburður, heimagerðar flugeldasprengjur á klósettum, íkveikjur, drykkja, skemmdarverk og almennar óspektir voru daglegt brauð, samkvæmt blöðunum. Skoðun 16. janúar 2026 12:32
Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Enn á eftir að ráða í 30,7 stöðugildi í grunnskólum í Reykjavík, 45,8 grunnstöðugildi í leikskólum og 16,9 stöðugildi í frístundaheimilum og sértækum félagsmiðstöðvum í Reykjavík. Flest þeirra stöðugilda sem á eftir að ráða í tilheyra Austurmiðstöð í leik- og grunnskólum og frístundaheimilum. Innlent 16. janúar 2026 07:32
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Persónuvernd hefur verið bent á vinnubrögð rektors Háskólans á Bifröst sem virðist hafa notað gervigreind til að rökstyðja ásakanir um að starfsmenn hafi merkt sig ranglega sem meðhöfunda fræðigreina. Erlendir meðhöfundar greinanna eru sagðir hafa staðfest þátttöku fræðimannanna frá Bifröst. Innlent 15. janúar 2026 22:02