Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Lovísa Arnardóttir skrifar 20. september 2025 07:50 Forsætisráðherra Eistlands segir viðbragð NATO ríkjanna verða að vera samhæft og sterkt. Vísir/EPA Eistar hafa óskað eftir því að virkja 4. grein Atlantshafssáttmálans sem kveður á um að ríki geti óskað eftir því að bandalagsríkin ráði ráðum sínum ef eitthvert þeirra telur öryggi sínu ógnað. Eista segja Rússa hafa flogið þremur herþotum inni í flughelgi sína í gær. Þeim var að enda fylgt út af ítölskum flugmönnum F-35 þota á vegum Atlantshafsbandalagsins Þetta er í annað sinn í þessum mánuði sem NATO-þjóð óskar eftir því að virkja 4. grein sáttmálans en Pólland óskaði eftir því að virkja samráð þjóðanna þann 10. september eftir að Rússar flugu herþotum sínum inni í lofthelgi þeirra. Pólland og fleiri ríki virkjuðu greinina þegar Rússar réðust inn í Úkraínu árið 2022. Fram kom í fréttum í gær að rússnesku þoturnar voru í lofthelgi Eista fyrir Finnlandsflóa í tólf mínútur áður en þeim var fylgt út. Stjórnvöld í Eistlandi segja ekkert flugplan hafa verið skráð á rússnesku þoturnar, að slökkt hafi verið á ratsjá þeirra og að flugmennirnir hafi ekki átt í samskiptum við flugumferðarstjórn í Eistlandi. Fimmta sinn sem brotið er á lofthelgi Eista Talsmaður NATO sagði eftir atvikið að þetta væri eitt enn dæmi um kærulausa hegðun Rússa og getu NATO til að bregðast við því. Eistar segja þetta í fimmta sinn sem Rússar brjóta á lofthelgi þeirra á þessu ári. Rússar neita að hafa brotið gegn lofthelgi Eistland en spenna hefur aukist á svæðinu í kjölfar þess að bæði Pólland og Rúmenía sögðu Rússa hafa gert slíkt hið sama. Kristen Michal, forsætisráðherra Eistland, sagði að viðbragð NATO ríkjanna yrði að vera sterkt og sameinað. „Við teljum það nauðsynlegt að eiga í samráði við bandamenn okkar til að tryggja sameiginlega yfirsýn og til að vera sammála um næstu skref,“ er haft eftir honum í frétt BBC. Hann sagði þetta tengjast innrás Rússa í Úkraínu og viðbragði NATO við því. Innrásin gangi ekki eins og Rússar vilji og því séu þau að reyna að draga viðbragð NATO frá Úkraínu til landamæra sinna eigin ríkja. Trump ekki hrifinn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í gær að hann væri ekki hrifinn og að slíkt gæti leitt til vandræða. Varnarmálaráðuneyti Rússa sagði flugmenn á áætluðu flugi og að flugið hafi verið í samræmi við alþjóðlegar reglur um flug og að flugmennirnir hafi ekki farið yfir landamæri annarra ríkja. Flugmennirnir hafi flogið yfir hlutlaust svæði baltneskra ríkja í meira en þriggja kílómetra fjarlægð frá Vaindloo eyju sem tilheyrir Eistlandi. Eistland Pólland Rúmenía Innrás Rússa í Úkraínu Öryggis- og varnarmál NATO Tengdar fréttir Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Fyrrverandi liðsforingi í norska hernum og sérfræðingur í varnar- og öryggisfræðum segist skilja það vel að margir Íslendingar hafi lítinn áhuga á því að setja fjármagn í vopnakaup og þátttöku í stríðsrekstri. 15. september 2025 21:09 NATO eflir varnir í austri Atlantshafsbandalagið hyggst efla varnir sínar í austurhluta Evrópu eftir að 21 rússnesku flygildi var flogið inn í lofthelgi Póllands. 12. september 2025 18:08 Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Vladimír Pútín, kollegi hans í Rússlandi, hafi valdið sér miklum vonbrigðum síðan Trump varð aftur forseti. Það væri vegna þess hve erfitt hefði verið að fá Pútín til að láta af árásum sínum á Úkraínu og semja um frið. 18. september 2025 15:56 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Sjá meira
Þetta er í annað sinn í þessum mánuði sem NATO-þjóð óskar eftir því að virkja 4. grein sáttmálans en Pólland óskaði eftir því að virkja samráð þjóðanna þann 10. september eftir að Rússar flugu herþotum sínum inni í lofthelgi þeirra. Pólland og fleiri ríki virkjuðu greinina þegar Rússar réðust inn í Úkraínu árið 2022. Fram kom í fréttum í gær að rússnesku þoturnar voru í lofthelgi Eista fyrir Finnlandsflóa í tólf mínútur áður en þeim var fylgt út. Stjórnvöld í Eistlandi segja ekkert flugplan hafa verið skráð á rússnesku þoturnar, að slökkt hafi verið á ratsjá þeirra og að flugmennirnir hafi ekki átt í samskiptum við flugumferðarstjórn í Eistlandi. Fimmta sinn sem brotið er á lofthelgi Eista Talsmaður NATO sagði eftir atvikið að þetta væri eitt enn dæmi um kærulausa hegðun Rússa og getu NATO til að bregðast við því. Eistar segja þetta í fimmta sinn sem Rússar brjóta á lofthelgi þeirra á þessu ári. Rússar neita að hafa brotið gegn lofthelgi Eistland en spenna hefur aukist á svæðinu í kjölfar þess að bæði Pólland og Rúmenía sögðu Rússa hafa gert slíkt hið sama. Kristen Michal, forsætisráðherra Eistland, sagði að viðbragð NATO ríkjanna yrði að vera sterkt og sameinað. „Við teljum það nauðsynlegt að eiga í samráði við bandamenn okkar til að tryggja sameiginlega yfirsýn og til að vera sammála um næstu skref,“ er haft eftir honum í frétt BBC. Hann sagði þetta tengjast innrás Rússa í Úkraínu og viðbragði NATO við því. Innrásin gangi ekki eins og Rússar vilji og því séu þau að reyna að draga viðbragð NATO frá Úkraínu til landamæra sinna eigin ríkja. Trump ekki hrifinn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í gær að hann væri ekki hrifinn og að slíkt gæti leitt til vandræða. Varnarmálaráðuneyti Rússa sagði flugmenn á áætluðu flugi og að flugið hafi verið í samræmi við alþjóðlegar reglur um flug og að flugmennirnir hafi ekki farið yfir landamæri annarra ríkja. Flugmennirnir hafi flogið yfir hlutlaust svæði baltneskra ríkja í meira en þriggja kílómetra fjarlægð frá Vaindloo eyju sem tilheyrir Eistlandi.
Eistland Pólland Rúmenía Innrás Rússa í Úkraínu Öryggis- og varnarmál NATO Tengdar fréttir Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Fyrrverandi liðsforingi í norska hernum og sérfræðingur í varnar- og öryggisfræðum segist skilja það vel að margir Íslendingar hafi lítinn áhuga á því að setja fjármagn í vopnakaup og þátttöku í stríðsrekstri. 15. september 2025 21:09 NATO eflir varnir í austri Atlantshafsbandalagið hyggst efla varnir sínar í austurhluta Evrópu eftir að 21 rússnesku flygildi var flogið inn í lofthelgi Póllands. 12. september 2025 18:08 Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Vladimír Pútín, kollegi hans í Rússlandi, hafi valdið sér miklum vonbrigðum síðan Trump varð aftur forseti. Það væri vegna þess hve erfitt hefði verið að fá Pútín til að láta af árásum sínum á Úkraínu og semja um frið. 18. september 2025 15:56 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Sjá meira
Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Fyrrverandi liðsforingi í norska hernum og sérfræðingur í varnar- og öryggisfræðum segist skilja það vel að margir Íslendingar hafi lítinn áhuga á því að setja fjármagn í vopnakaup og þátttöku í stríðsrekstri. 15. september 2025 21:09
NATO eflir varnir í austri Atlantshafsbandalagið hyggst efla varnir sínar í austurhluta Evrópu eftir að 21 rússnesku flygildi var flogið inn í lofthelgi Póllands. 12. september 2025 18:08
Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Vladimír Pútín, kollegi hans í Rússlandi, hafi valdið sér miklum vonbrigðum síðan Trump varð aftur forseti. Það væri vegna þess hve erfitt hefði verið að fá Pútín til að láta af árásum sínum á Úkraínu og semja um frið. 18. september 2025 15:56