Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. september 2025 11:58 Albert Jónsson, sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum. Vísir/Vilhelm Pólverjar hafa ekki verið nær stríði frá seinni heimstyrjöld segir forsætisráðherra landsins eftir að rússneskir drónar voru skotnir niður í lofthelgi þeirra í nótt. Sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum segir mögulegt að Rússar séu að láta reyna á staðfestu og einungu innan Atlantshafsbandalandsins. Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, segir að nítján rússneskum drónum hafi verið flogið inn í pólska lofthelgi í nótt og að fjórir hafi verið skotnir niður. Á blaðamannafundi í morgun benti hann á að þetta sé í fyrsta sinn sem rússneskir drónar eru skotnir niður yfir NATO-ríki. Atvikið sé litið mjög alvarlegum augum og þjóðin hafi raunar ekki verið nær stríði frá seinni heimstyrjöld. Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, kallaði ríkisstjórn sína auk fulltrúa hersins saman í morgun í kjölfar atburða næturinnar.vísir/AP Stjórnvöld í Rússlandi hafa enn ekki tjáð sig efnislega um málið. Albert Jónsson, sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum, segir of snemmt að segja hvort um viljaverk hafi verið að ræða og þá mögulegar afleiðingar. „Ef þetta er viljandi þá vaknar auðvitað spurningin hvað Rússum gengur til. Er hugsanlega verið að prófa viðbrögð og staðfestu Póllands og NATO líka, ekki síst þá pólitísk viðbrögð og hvort það megi lesa eitthvað nýtt um einingu eða óeiningu innan bandalagsins,“ segir Albert. „Viðbrögðin á þessu stigi benda til þess að það sé óljóst hvort þetta sé viljandi eða óvart og enn sem komið er eru það getgátur. En það sem eru ekki getgátur er að þetta mál er enn ein birtingarmynd þess hversu óvæginn og harðneskjulegur stríðsrekstur Rússa í Úkraínu er og áhættusamur auðvitað.“ Hann bendir á að bein árás á NATO-ríki myndi þó hafa annan og lengri aðdraganda og telur útilokað að NATO bregðist við með hernaðarlegum hætti þó svo að ekki hafi verið um mistök eða bilun í búnaði að ræða. Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO, fordæmir atvikið og segir framgöngu Rússa vítaverða.vísir/AP Ráðamenn í Evrópu hafa sent frá sér harðorðaðar yfirlýsingar í morgun og Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO segir atvikið vítavert, hvort sem um vilja- eða óviljaverk sé að ræða. Pólverjar hafa kallað eftir því að fjórða grein Atlantshafssáttmálans verði virkjuð en hún felur í sér formlegt samráð bandalagsríkja telji ríki að friðhelgi þeirra sé ógnað. „Það eru þá formleg viðbrögð og undirstrika alvarleika þess, hver svo sem ástæðan er, að það rata drónar inn í NATO-ríki. Það er full ástæða fyrir bandalagið til að undirstrika að það er ekki í lagi,“ segir Albert. Pólland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Rússland NATO Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, segir að nítján rússneskum drónum hafi verið flogið inn í pólska lofthelgi í nótt og að fjórir hafi verið skotnir niður. Á blaðamannafundi í morgun benti hann á að þetta sé í fyrsta sinn sem rússneskir drónar eru skotnir niður yfir NATO-ríki. Atvikið sé litið mjög alvarlegum augum og þjóðin hafi raunar ekki verið nær stríði frá seinni heimstyrjöld. Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, kallaði ríkisstjórn sína auk fulltrúa hersins saman í morgun í kjölfar atburða næturinnar.vísir/AP Stjórnvöld í Rússlandi hafa enn ekki tjáð sig efnislega um málið. Albert Jónsson, sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum, segir of snemmt að segja hvort um viljaverk hafi verið að ræða og þá mögulegar afleiðingar. „Ef þetta er viljandi þá vaknar auðvitað spurningin hvað Rússum gengur til. Er hugsanlega verið að prófa viðbrögð og staðfestu Póllands og NATO líka, ekki síst þá pólitísk viðbrögð og hvort það megi lesa eitthvað nýtt um einingu eða óeiningu innan bandalagsins,“ segir Albert. „Viðbrögðin á þessu stigi benda til þess að það sé óljóst hvort þetta sé viljandi eða óvart og enn sem komið er eru það getgátur. En það sem eru ekki getgátur er að þetta mál er enn ein birtingarmynd þess hversu óvæginn og harðneskjulegur stríðsrekstur Rússa í Úkraínu er og áhættusamur auðvitað.“ Hann bendir á að bein árás á NATO-ríki myndi þó hafa annan og lengri aðdraganda og telur útilokað að NATO bregðist við með hernaðarlegum hætti þó svo að ekki hafi verið um mistök eða bilun í búnaði að ræða. Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO, fordæmir atvikið og segir framgöngu Rússa vítaverða.vísir/AP Ráðamenn í Evrópu hafa sent frá sér harðorðaðar yfirlýsingar í morgun og Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO segir atvikið vítavert, hvort sem um vilja- eða óviljaverk sé að ræða. Pólverjar hafa kallað eftir því að fjórða grein Atlantshafssáttmálans verði virkjuð en hún felur í sér formlegt samráð bandalagsríkja telji ríki að friðhelgi þeirra sé ógnað. „Það eru þá formleg viðbrögð og undirstrika alvarleika þess, hver svo sem ástæðan er, að það rata drónar inn í NATO-ríki. Það er full ástæða fyrir bandalagið til að undirstrika að það er ekki í lagi,“ segir Albert.
Pólland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Rússland NATO Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira