

Karol Nawrocki, íhaldssamur sagnfræðingur og frambjóðandi þjóðernissinnaða stjórnarandstöðuflokksins Lög og réttlæti sór í morgun embættiseið sem nýkjörinn forseti Póllands. Sem slíkur hefur hann vald til að hafa áhrif á utanríkisstefnu og beita neitunarvaldi gegn lögum.
Gísli Gottskálk Þórðarson kom hingað til lands ásamt félögum hans í liði Lech Poznan í dag. Hann segir sérstaka tilfinningu að mæta íslensku liði í Evrópukeppni.
Flugvél Play sem skemmdist ill í hagléli yfir Póllandi í byrjun mánaðar er komin úr viðgerð í Katowice. Þannig nýtast níu af tíu vélum flugfélagsins en tíunda vélin er enn í viðgerð, sem hefru tafist vegna langrar biðar eftir varahlutum.
Kanadískt orkufyrirtæki hefur tilkynnt um stóran olíufund um sex kílómetra út af pólska hafnarbænum Świnoujście við Eystrasaltið. Talið er fundurinn sé upp á 200 milljónir olíutunnuígilda og að ríflega 400 milljónir tunna sé að finna á umráðasvæði fyrirtækisins. Það gerir olíufundinn þann stærsta í sögu Póllands og þann stærst í Evrópu síðastliðinn áratug.
Breiðablik spilar í kvöld fjölmennasta leik í sögu félagsins, á útivelli gegn pólsku meisturunum Lech Poznan í undankeppni Meistaradeildarinnar. Halldór Árnason, þjálfari liðsins, segir Blikana ætla að halda í sín gildi, pressa stíft og stefna á sína allra bestu frammistöðu, svo verði bara að koma í ljós hverju það skilar þeim.
Flugvél Play, sem var í leiguflugi fyrir pólska ferðaskrifstofu, var snúið við til lendingar skömmu eftir flugtak frá Katowice í Póllandi eftir að hafa lent í hagléli sem olli töluverðum skemmdum.
Eftir að hafa verið sviptur fyrirliðabandinu hefur Robert Lewandowski tilkynnt að hann muni aldrei spila fyrir núverandi landsliðsþjálfara Póllands, Michal Probierz.
Donald Tusk forsætisráðherra Póllands hyggst leggja fram vantrauststillögu á hendur ríkisstjórn sinni til að renna frekari stoðum undir samstarfið í kjölfar þess að forsetaframbjóðandi stjórnarflokksins laut naumlega í lægra haldi fyrir frambjóðanda stjórnarandstöðunnar.
Karol Nawrocki, sagnfræðingur og fyrrverandi hnefaleikakappi verður næsti forseti Póllands. Þetta varð ljóst í morgun þegar talningu lauk. Hann hlaut rétt tæpt 51 prósent atkvæða og bar því afar nauman sigur úr býtum gegn Rafał Trzaskowski, fyrrverandi borgarstjóra Varsjár.
Formaður utanríkismálanefndar Alþingis segir nýkjörinn forseta Póllands bjóða meira af því sama. Búast megi við því að neitunarvaldinu verði beitt gegn ríkisstjórninni í hitamálum á borð við þungunarrof og hinsegin fólk.
Karol Nawrocki, íhaldssamur sagnfræðingur og frambjóðandi flokksins Lög og réttlæti, er nýr forseti Póllands. Hann vann nauman sigur í forsetakosningunum sem fram fóru í Póllandi um helgina og sigraði Rafal Trzaskowski, fyrrverandi borgarstjóra Varsjár, með 50,89 prósentum atkvæða gegn 49,11.
Pólverjar velja sér nýjan forseta í dag en í morgun hófst önnur umferð forsetakosninganna og er afar mjótt á munum. Formaður utanríkismálanefndar Alþingis segir frambjóðendurna verulega ólíka.
Seinni umferð forsetakosninganna í Póllandi fer fram í dag og stefnir í metkjörsókn í Póllandi. Sex kjörstaðir eru opnir á Íslandi. Þeir opnuðu klukkan sjö og eru opnir til klukkan 21 í kvöld. Kosið er á tveimur stöðum í Reykjavík, í Reykjanesbæ, Ísafirði, Akureyri og á Vík.
Á morgun fer fram seinni umferðin í forsetakosningunum í Póllandi. Þar takast á tveir frambjóðendur með gjörólíkar hugsjónir. Rafal Trzaskowski, frjálslyndur borgarstjóri Varsjár, og Karol Nawrocki, íhaldssamur sagnfræðingur mætast á morgun í kosningum þar sem afar mjótt er á munum.
Úrslitaleikur Sambandsdeildarinnar fer fram í Wroclaw í Póllandi annað kvöld þar sem Chelsea og Real Betis eigast við. Stuðningsmönnum liðanna lenti saman í gær þar sem glös og húsgögn flugu manna á milli.
Stefán Einar Stefánsson blaðamaður á Morgunblaðinu fór til Gdansk í Póllandi með starfsmannafélagi Ísfélagsins, þar sem hann skemmti sér og var skemmtanastjóri í heljarinnar árshátíðarferð.
Frjálslyndur borgarstjóri Varsjár og íhaldssamur sagnfræðingur keppast að öllum líkindum um embætti forseta Póllands eftir fyrri umferð forsetakosninga þar í gær. Lítill munur virðist hafa verið á fylgi frambjóðendanna tveggja.
Alls voru 81.277 erlendir ríkisborgarar skráðir með búsetu hér á landi þann 1. maí síðastliðinn og fjölgaði þeim um 731 einstaklinga frá 1. desember 2024 eða um 0,9 prósent samkvæmt tilkynningu frá Þjóðskrá.
Forsætisráðherra Póllands fullyrðir að útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar hafi vísvitandi kveikt í stærstu verslunarmiðstöð landsins sem brann nærri til grunna í fyrra. Sökudólgarnir eru taldir hafa átt þátt í eldsvoða í nágrannaríkinu Litháen skömmu áður.
Pólskur ráðherra segir rússnesk stjórnvöld nú há fordæmalausa herferð til þess að hafa áhrif á forsetakosningar síðar í þessum mánuði. Afskiptin felist meðal annars í upplýsingahernaði og tölvuárásum á innviði landsins.
Íslenskt samfélag hefur í gegnum tíðina notið góðs af þeim fjölmörgu Pólverjum sem hafa flust hingað til lands, unnið hörðum höndum og lagt sitt af mörkum til samfélagsins. En stundum virðist eins og við gleymum að meta það sem þeir gera – eða verra, lítum niður á þá. Það er bæði ósanngjarnt og vanþakklátt.
Forseti Póllands hefur staðfest umdeild lög sem veita stjórnvöldum tímabundna heimild til þess að svipta fólk sem kemur yfir landamærin frá Belarús réttinum til að sækja um hæli. Mannréttindasamtök mótmæltu frumvarpinu en pólska stjórnin sakar Belarús um að nota fólksflutninga sem vopn í óhefðbundnum hernaði gegn Póllandi.
Maltneskt dótturfélag flugfélagsins Play hefur auglýst í lausar stöður flugliða, svokallaðra fyrstu freyja. Launin sem boðið er upp á eru 217 þúsund krónur á mánuði og veikindadagar eru fimm á ári. Ekki er um að ræða flugliða sem fljúga til og frá Íslandi.
Yfirvöld í Eistlandi, Lettlandi, Litháen og Póllandi hafa lagt til að ríkin dragi sig frá Ottawa-sáttmálanum, sem bannar notkun jarðsprengja sem hannaðar eru gegn fótgönguliði. Líklegt er að þessari tillögu verði framfylgt en varnarmálaráðherra ríkjanna segja öryggisástandið í Austur-Evrópu vera gerbreytt.
Litháískir saksóknarar saka rússneska leyniþjónustuna um að hafa kveikt í Ikea verslun í höfuðborg Litháen. Saksóknararnir kalla verknaðinn hryðjuverk.
Andrzej Duda, forseti Póllands, hefur ítrekað vilja pólskra stjórnvalda til að heimila Bandaríkjamönnum að koma upp kjarnavopnum í landinu.
Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði Póllandi að þakka fyrir sig í nýrri færslu á samfélagsmiðlinum X og að enginn hefði hótað að loka á tengingu Úkraínumanna við Starlink netþjónustuna.
Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, segir að allir pólskir menn muni fá umfangsmikla herþjálfun og að Pólland þurfi að hafa aðgang að háþróuðum vopnum. Þar á meðal kjarnorkuvopnum.
Samtökin Abortion Dream Team opna á morgun þungunarrofsmiðstöð í Varsjá í Póllandi, steinsnar frá þinghúsinu. Þrátt fyrir loforð stjórnvalda er þungunarrof enn bannað í landinu.
Pólsk kona sem hefur haldið því fram að hún sé Madeleine McCann, bresk stúlka sem hvarf árið 2007 úr fjölskyldufríi á Portúgal, er grunuð um umsáturseinelti sem beinist að McCann-fjölskyldunni.