Heilbrigðismál

Fréttamynd

Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en já­kvætt að þeir séu loks edrú

Þrjár mæður sem eiga syni á meðferðarheimilinu Healing Wings í Suður-Afríku segja það hafa verið mikinn létti að koma sonum sínum í meðferðina. Þær eru allar sammála um að þetta hafi verið síðasta úrræði en eru sannfærðar um að þeir fái aðstoð þarna. Einn drengurinn, sonur Maríu Eiríksdóttur, er búinn að vera í þrjá mánuði og hefur beðið um að fá að vera í tólf. Synir Jóhönnu Eivinsdóttur og Ingibjargar Einarsdóttur eru búnir að vera í um mánuð og þær fá að tala við þá í fyrsta sinn síðar í dag.

Innlent
Fréttamynd

Reykja­lundur á tíma­mótum

Í ár fagnar Reykjalundur 80 ára afmæli en frá árinu 1945 hefur þessi einstaka stofnun verið einn af burðarásum íslenskrar endurhæfingarþjónustu.

Skoðun
Fréttamynd

Ó­sam­mála lækni og greiðir fyrir að­gerðina sjálfur

Tomasz Bereza er ósáttur við það að Sjúkratryggingar Íslands taki ekki þátt í að greiða aðgerð sem hann ætlar að fara í vegna rofs á hljóðhilmu og heilahimnubólgu fyrir um þremur árum. Háls-, nef- og eyrnalæknir á Íslandi er ekki sannfærður um að aðgerðin geri gagn og vill ekki framkvæma aðgerðina. Tomasz ætlar því til Póllands og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur.

Innlent
Fréttamynd

Ekki lengur von­laust til­felli sem enginn hefur trú á

Tuttugu og tveggja ára karlmaður sem nýlega hóf lyfjameðferð vegna áralangrar misnotkunar á ópíóíðum segir þjónustu Reyks hafa bjargað lífi sínu og óttast að ef henni verði lokað muni fjölmargir deyja. Hann hefur nýtt sér þjónustuna vikulega á þessu ári og er edrú í dag. 

Innlent
Fréttamynd

Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar

Hanna Guðrún Halldórsdóttir segir engan hafa vitað hvað hrjáði hana sem barn. Hún fékk loks greiningu á unglingsaldri en ekki rétta meðferð fyrr en fyrir tíu árum. Þá hafði hún lent á vegg og ekki farið út úr húsi án fylgdar. Hún segist ekki óska sínum versta óvini að ganga í gegnum áráttu- og þráhyggjuröskun.

Innlent
Fréttamynd

Fékk út­skýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum

Helena Karen Árnadóttir þróaði snemma með sér erfitt samband við mat. Það sem öðrum fannst sjálfsagt að borða, eins og fiskur, kjöt og grænmeti, var henni líkamlega ógerlegt að koma niður. Þrátt fyrir að leitað hafi verið ýmissa ráða til að fá hana til að borða gekk ekkert upp og í gegnum árin var mataræði hennar afar einhæft.

Lífið
Fréttamynd

Brosið fer ekki af Hrunamönnum

Brosið fer ekki af íbúum á Flúðum og í sveitunum þar í kring því nú er búið að opna nýja og glæsilega heilsugæslustöð á staðnum þar sem ellefu vinna, þar af þrír fastráðnir læknar.

Innlent
Fréttamynd

Tvö ár í stofu­fangelsi

Laufey Rut Ármannsdóttir hefur undanfarin tvö ár verið á biðlista eftir gjafanýra, eftir að fyrra gjafanýra hennar hætti að virka. Skert nýrnastarfsemi hefur haft gífurleg áhrif á lífsgæði Laufeyjar og fjölskyldu hennar en á dögunum greip hún til þess ráðs að leita á náðir samfélagsmiðla í von um að finna gjafa.

Lífið
Fréttamynd

Skilin eftir á SAk

Hjúkrunarfræðingar skrifuðu undir kjarasamning í lok árs 2024. Þar sem samið var um nýja launatöflu þá þurfti að endurskoða alla stofnanasamninga. Nú hafa 8 af hverjum 10 hjúkrunarfræðingum fengið slíkan samning. Fáar stofnanir á landsbyggðinni sitja hins vegar eftir þar sem ekki hefur ekki verið gengið frá þessum síðari hluta kjarasamnings.

Skoðun
Fréttamynd

Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjól­bein­ótt vegna beinkramar

Barnalæknir hefur á síðasta áratug greint tíu börn á aldrinum 18-27 mánaða með beinkröm, sjúkdóm sem Ísland hafði á sínum tíma náð að útrýma. Hún segir íslensk börn almennt fá allt of lítið af D-vítamíni. Fáar sólarstundir hér á landi bæti síðan gráu ofan á svart.

Innlent
Fréttamynd

„Við vorum komin með súrefniskúta heim“

Móðir drengs sem lést eftir áralanga baráttu við krabbamein segir mikilvægt að grípa foreldra langveikra barna betur og fyrr. Foreldrarnir séu undir miklu álagi, standi vaktina allan sólarhringinn og séu margir hverjir að bugast.

Innlent
Fréttamynd

Ís­lenskir ung­lingar veðja næst mest í Evrópu

Ungmenni á Íslandi veðja næst mest allra í Evrópu, samkvæmt ESPAD-könnuninni sem mældi spilun meðal 15–16 ára nemenda í 37 löndum. Alls segjast 41% íslenskra ungmenna hafa veðjað fyrir peninga á síðustu 12 mánuðum, sem er næsthæsta hlutfallið í Evrópu – aðeins Ítalía er hærri með 45%. Erlend fyrirtæki markaðssetja sig grimmt hér á landi og nota til þess þekkta Íslendinga tengda íþróttaumfjöllun.

Innlent
Fréttamynd

For­eldrar lang­veikra barna ein­angruð og endi jafn­vel sem ör­yrkjar

Árný Ingvarsdóttir, framkvæmdastjóri Umhyggju, segir hóp foreldra langveikra barna alls konar og reynsla þeirra ólík en það sem þau eiga sameiginlegt er að þau standa öll „fjórðu vaktina“. Hún segir of algengt að foreldrar þessara barna lendi í örmögnun eða endi jafnvel sem öryrkjar þegar börnin eru orðin fullorðin.

Innlent
Fréttamynd

Þúsundir hafi orðið af milljónum

Bætur fyrir líkamstjón samkvæmt skaðabótalögum hafa ekki verið uppfærðar í 26 ár og halda ekki lengur í við launaþróun á vinnumarkaði. Fyrir vikið hafa þúsundir slasaðra einstaklinga fengið bætur sem endurspegla ekki raunverulegt fjártjón þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Kyngdi stoltinu og fjöl­margir buðu fram nýra

Guðmundur Elvar Orri Pálsson hefur verið með nýrnasjúkdóm frá unglingsaldri. Nýrun hans eru nú að komast á lokastig og því auglýsti hann nýlega eftir nýrnagjafa. Hann segir viðbrögðin hafa verið mikil og hann orðinn vongóður um að hann finni réttan gjafa.

Lífið
Fréttamynd

Tveir fá heila­blóð­fall á hverjum degi á Ís­landi

Að jafnaði fá tveir einstaklingar heilablóðfall hér á landi á hverjum degi en slag eins og það er kallað er skerðing á heilastarfsemi, sem verður vegna truflunar á blóðflæði til heila. Eftir hádegi í dag verður gestum í Kringlunni og á Glerártorgi á Akureyri boðið að mæta í ókeypis blóðþrýstingsmælingu vegna alþjóðlega Slagdagsins.

Innlent
Fréttamynd

Reyna að lokka ís­lenska lækna heim

Íslenskur starfshópur hélt til Svíþjóðar og Danmerkur til að kynna íslenskum læknum sem starfa erlendis fyrir íslenskum starfsaðstæðum. Starfshópurinn var skipaður af heilbrigðisráðherra með það að markmiði að lokka íslenska lækna heim.

Innlent
Fréttamynd

„Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru al­gjört hel­víti“

Steinunn Gestsdóttir, prófessor í sálfræði, veiktist af Covid í upphafi faraldurs og hefur allt frá þeim tíma glímt við langvinnt Covid. Hún segir fyrstu þrjú árin hafa verið helvíti og telur fólk með slík veikindi þurfa betri stuðning. Friðbjörn Sigurðsson, blóð- og krabbameinslæknir, segir nauðsynlegt að rannsaka sjúkdóminn betur.

Innlent
Fréttamynd

Saman getum við komið í veg fyrir slag

Á hverju ári fá um fimm hundruð Íslendinga slag – það er blóðtappa í eða blæðingu frá heilaslagæð - sjúkdóm sem getur á örfáum mínútum breytt lífi einstaklings og fjölskyldu til frambúðar.

Skoðun
Fréttamynd

Halla leiðir krabbameinsráð ráð­herra

Alma D. Möller heilbrigðisráðherra hefur sett á fót krabbameinsráð sem gegna mun hlutverki samráðsvettvangs um framkvæmd krabbameinsáætlunar. Skipun ráðsins er liður í aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum sem samþykkt var á Alþingi í júní síðastliðnum. Enginn fulltrúi frá Ljósinu á sæti í ráðinu.

Innlent
Fréttamynd

Erfitt að segja til um við­brögð við nýjum far­aldri miðað við Covid-viðbrögð

Kári Stefánsson, stofnandi Íslenskrar erfðagreiningar, segir erfitt að sjá fyrir hvort hægt er að gera upp Covid-heimsfaraldur fyllilega og áhrif faraldursins á samfélagið allt. Hann segir viðbrögðin hafa tekið mið af útliti veirunnar þegar faraldurinn var í gangi og að þau hefðu ekki getað verið öðruvísi á þeim tíma. Aðgerðir hafi tekið mið af góðum gögnum. 

Innlent
Fréttamynd

„Þú þarft ekki að skilja, bara virða“

Dagur vitundarvakningar um POTS og Dysautonomia awareness month. Í dag er alþjóðlegur vitundardagur POTS (Postural Orthostatic Tachycardia Syndrome), sem er eitt af fjölmörgum heilkennum sem fellur undir regnhlíf ósjálfráðra taugakerfisraskana sem kallast Dysautonomia.

Skoðun
Fréttamynd

Þetta er ekki töl­fræði, heldu líf fólks

Ef þú vilt skilja samfélagið, þarftu ekki að lesa langar skýrslur eða fjárlög. Það dugar að staldra við þar sem fólk vinnur með fólki, í leikskólum, á hjúkrunarheimilum, á spítölum og í heimahjúkrun. Þar birtist raunveruleikinn, í augnaráði barns sem bíður, í þreytu starfsfólks sem stendur á vakt í úreltri byggingu, eða í rödd kvenna sem þurfa enn að minna þjóðina á að jafnrétti sé ekki unnið verk.

Skoðun