Evrópusambandið

Macron eykur forskot sitt á Le Pen
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, virðist vera að stinga Marine Le Pen, mótframbjóðanda hans í forsetakosningunum, af samkvæmt könnunum. Frakkar kjósa á milli þeirra á sunnudaginn næstkomandi.

Umsóknarferli Úkraínu um aðild að ESB farið af stað
Sérfræðingur í innanríkisráðuneyti Úkraínu greindi frá því í kvöld á samfélagsmiðlinum Telegram að Úkraína hefði hafið umsóknarferli um aðild að Evrópusambandinu.

Skoða meint misferli Le Pen viku fyrir kosningar
Saksóknarar í Frakklandi segja að þeir séu nú að fara yfir skýrslu þar sem Marine Le Pen og aðrir flokksmeðlimir í Franska þjóðarflokknum eru sökuð um að hafa misnotað fjármuni Evrópusambandsins.

Sjálfskaparvíti og dómgreindarleysi
Fyrir mánuði síðan flutti Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, ræðu á þingi þess þar sem hann sagði að sambandið hefði í raun gert hernaðaruppbyggingu Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, mögulega sem og hernað hans í Úkraínu með kaupum á rússnesku gasi og olíu um langt árabil.

Matvælaframleiðendur plata neytendur þegar verðbólga eykst
Verðbólgudraugurinn er kominn á stjá á meginlandi Evrópu. Verðbólgan á Spáni mældist 9,8% í síðasta mánuði og hefur ekki verið meiri í tæp 37 ár. Mörg fyrirtæki grípa í æ meira mæli til þess að minnka pakkningar og magn í stað þess að hækka vöruverð.

Kallar forsætisráðherra Póllands „öfga-hægri gyðingahatara“
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir að Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, sé „öfga-hægri gyðingahatari sem bannar hinsegin fólk.“ Þessar ásakanir setti forsetinn fram eftir að Morawiecki gagnrýndi ítrekuð samtöl Macrons við Vladimír Pútín Rússlandsforseta.

Ursula segir hryllingin í Bucha skekja allt mannkynið
Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins heimsótti Bucha í dag og segir grimmd Rússa þar skekja allt mannkynið. Hún afhenti Úkraínuforseta spurningalista í dag sem er fyrsta formlega skrefið í aðildarumsókn landsins að Evrópusambandinu. Talið er að fimmtíu óbreyttir borgarar hafi fallið og yfir þrú hundruð særst í eldflaugaárás Rússa á lestarstöð í borginni Kramatorsk í suðausturhluta Úkraínu í morgun.

Stefnt að einu ríki frá upphafi
Fyrir síðustu jól tók ný ríkisstjórn við völdum í Þýzkalandi undir forystu þýzka Jafnaðarmannaflokksins, systurflokks Samfylkingarinnar. Um samsteypustjórn er að ræða og eiga Frjálslyndir demókratar, systurflokkur Viðreisnar, einnig aðild að ríkisstjórninni auk Græningja.

Sannfærð um að hinir seku verði sóttir til saka
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, segist sannfærð um að Rússar verði sóttir til saka vegna stríðsglæpa. Það sagði hún í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og sagði hún einnig að fregnir af ódæðum rússneskra hermanna í norðurhluta Úkraínu muni hafa áhrif á viðhorf umheimsins gagnvart innrásinni.

Orban gagnrýndi Selenskí í sigurræðu sinni
Viktor Orban og Fidesz-flokkur hans unnu öruggan sigur í þingkosningunum í Ungverjalandi sem fram fóru í gær. Það er því ljóst að hann mun gegna stöðu forsætisráðherra í landinu, fjórða kjörtímabilið í röð.

Vægi ríkja ESB fer eftir íbúafjölda
Krafa um einróma samþykki ríkja Evrópusambandsins, þegar teknar eru ákvarðanir á vettvangi þess, heyrir í raun til algerra undantekninga í dag enda má nánast telja á fingrum annarra handar þá málaflokka sem það á enn við um.

Rússar sagðir reiðubúnir til að slaka á kröfum
Rússnesk yfirvöld eru sögð hafa slakað á kröfum til Úkraínu í aðdraganda frekari vopnahlésviðræðna á morgun. Rússar eru sagðir ekki vera mótfallnir því að Úkraína gangi í ESB svo lengi sem ríkið fái ekki aðild að NATO.

Uppgjafartónn og ofsóknaræði runnið á rússneska ráðamenn
Uppgjafartónn og ofsóknaræði er runnið á æðstu ráðamenn Rússlands sem segja Vesturlönd hafa sameinast um að gereyða Rússlandi. Vestrænir leiðtogar heita því að standa saman þar stríðinu ljúki með sneypuför Putins. Nú er talið að minnsta kosti þrjú hundruð manns hafi fallið í árás Rússa á leikhús í Mariupol.

Rússar segja Vesturlönd hafa lýst allsherjarstríði á hendur Rússlandi að hætti nasista
Utanríkisráðherra Rússlands segir Vesturlönd hafa lýst yfir allsherjarstríði við Rússland að hætti nasista með það að markmiði að tortíma landinu. Bandaríkin og Evrópusambandið ætla að vinna saman að því að Putin Rússlandsforseti geti ekki lengur beitt aðgangi Evrópu að rússneskri orku sem vopni í samskiptum við bandalagið.

„Við verðum að tryggja að fjölskyldur í Evrópu komist í gegnum þennan vetur og næsta“
Bandaríkjamenn og Evrópusambandið hafa komist að samkomulagi um að setja á fót starfshóp sem er ætlað að finna leiðir til að draga úr þörf Evrópuríkjanna á að kaupa orku frá Rússlandi.

Þjóðaratkvæði 14. maí 2022!
Undirritaður dvaldi lengi erlendis, og fylgdist þá ekki gjörla með umræðunni og gangi mála hér.

Bjarni telur tóm vandræði geta hlotist af þjóðaratkvæðagreiðslum
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, var til svara í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi undir hádegi í dag og sagðist ætla að koma út með þá skoðun sína að við Íslendingar eigum sitthvað ólært um þjóðaratkvæðagreiðslu og framkvæmd hennar.

Leiðtogar Vesturlanda herða á skrúfunni á Rússum
Framkvæmdastjóri NATO gefur sterklega til kynna að ef Rússar beiti efnavopnum í Úkraínu gæti það verið túlkað sem árás á NATO-ríki og viðbrögðin yrðu eftir því. Forseti Úkraínu ávarpar sérstakan neyðarfund leiðtoga heims í dag og skorar á almenning alls staðar að fara út á götur í dag og mótmæla innrás Rússa í heimaland hans.

Hernaður Pútíns fjármagnaður af ESB
Helztu útflutningstekjur Rússlands koma til vegna sölu á olíu og gasi. Einkum til ríkja Evrópusambandsins.

„Við erum með þingmeirihluta sem treystir ekki þjóðinni“
Þrír stjórnarandstöðuflokkar hafa lagt fram tillögu um að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Formaður Viðreisnar segir mikilvæga hagsmuni í húfi en þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir vilja Alþingis til aðildarumsóknar liggja fyrir. Formaður Viðreisnar segir það miður að þingmeirihluti treysti ekki þjóðinni.