
Dýr

Segjast hafa borið kennsl á Valla
Forsvarsmenn Seal Rescue Ireland gleðjast yfir því að rostungurinn Valli sé kominn til Íslands en þeir segjast hafa borið kennsl á hrekkjalóminn með því að bera saman gamlar og nýjar myndir af honum.

Rostungurinn Valli mættur aftur
Rostungurinn sem kom sér fyrir á bryggju í Höfn í Hornafirði í gær sneri aftur í kvöld. Þar hefur hann legið en fjölmargir hafa lagt leið sína að bryggjunni til að berja rostunginn augum.

„Við hefðum eiginlega frekar átt að gefa honum humar“
Rostungurinn sem heimsótti Höfn í Hornafirði í gær var að öllum líkindum ekki fullvaxinn. Heimamenn gáfu honum fisk að borða, en vistfræðingur sem kíkti á rostunginn í gær grínast með að útfrá mataræði rostunga og staðsetningar áningarstaðar hans hefði humar líklegar verið betri kostur.

Býflugur drápu 63 mörgæsir
Krufning á 63 mörgæsum sem fundust dauðar í Simon's Town, nærri Höfðaborg í Suður-Afríku, hefur leitt í ljós að þær létust af völdum býflugnastunga. Sérfræðingar segja um ólíkindaviðburð að ræða.

Rostungurinn virðist horfinn á braut
Stærðarinnar rostungur sem gerði sig í gær heimankominn á Höfn í Hornarfirði og kom sér vel fyrir á bryggju í bænum virðist vera farinn.

Stærðarinnar rostungur á Höfn í Hornafirði
Íbúum Hafnar í Hornafirði hefur að öllum líkindum brugðið í brún þegar þeir sáu stærðarinnar rostung á bryggju í bænum.

Hefur áhyggjur af sprengingu í stofni hnúðlaxa
Hnúðlaxinn hefur gert sig heimakominn á Íslandi og er gríðarlegur vöxtur í stofninum á milli ára. Sérfræðingur hefur áhyggjur af áhrifum tegundarinnar á íslenska náttúru.

Stórfellt höfrungadráp í Færeyjum vekur reiði
Dýraverndunarsinnar beina nú spjótum sínum að Færeyingum sem veiddu hundruð höfrunga um helgina. Rúmlega fjórtán hundruð höfrungum var smalað með bátum upp í fjörur Skálafjarðar á sunnudag þar sem heimamenn slátruðu þeim og skáru.

Þegar illska og skepnuskapur manna keyrir úr hófi; nú í Færeyjum
Auðvitað eru margir uppteknir af kosningunum, sem fram undan eru, og úir hér og grúir af greinum og málflutningi þeim tengdum. En annað líf heldur líka áfram, og má ekki gleymast.

Stuðningsmenn björguðu ketti eftir afar hátt fall
Köttur nokkur á varla fleiri en átta líf eftir, ef svo má segja, eftir að hann féll fram af stúkubrún á leik í bandaríska háskólaruðningnum. Stuðningsmenn björguðu honum með því að láta hann falla á bandaríska fánann.

Eyjafrýnan nú talin í útrýmingarhættu
Alþjóðlegu náttúruverndarsamtökin (IUCN) telja nú að eyjafrýnan, sem einnig er nefnd kómódódrekinn, sé í útrýmingarhættu. Spáð er að búsvæði þessarar stærstu eðlutegundar á jörðinni minnki um að minnsta kosti 30% á næstu 45 árum.

Rituungi í Eyjum sem neitar að fara að heiman
Fjölskylda í Vestmannaeyjum hefur tekið að sér rituunga, sem neitar að fara að heiman. Unganum finnst allra best að fá loðnu í matinn. Kötturinn og hundurinn á heimilinu eru bestu vinir ungans.

Sauðfé fækkar og fækkar í landinu
Sauðfé hefur ekki verið jafnfátt og nú í 160 ár. Stofninn telur aðeins um fjögur hundruð þúsund vetrarfóðraðar kindur. Ástæða fækkunarinnar er fyrst og fremst hrun á afurðaverði.

Án matar frá ferðamönnum fara apar ránshendi um heimili
Apar á Balí í Indónesíu herja nú á þorpsbúa og fara ránshendi um heimili í leit að mat. Faraldur Nýju kórónuveirunnar hefur valdið því að engir ferðamenn er á svæðinu sem gefa öpum reglulega mat eins og banana og hnetur og því hafa aparnir þurft að leita á önnur mið.

Réttur dýra til lífs og velvildar
Milli konu, kýr og kattar liggur leyniþráður í samfélagi sem á rætur í harðneskju og basli. Veiðar og búskapur með dýr hafa haldið í okkur lífinu og nytsemi eða ónytjar dýrs hafa oftar en ekki verið ráðandi í viðhorfum fólks til dýra. Fyrir nærri 140 árum hófst alvöru umræða um málefni dýraverndar á Íslandi. Næstu áratugina færðist vitund fólks í átt að því að dýr ættu skilið meiri „velvild og hlífð“ eins og það var orðað um aldamótin.

Flykkjast í Skeifuna til að hitta einn frægasta kött landsins
Einn frægasti köttur landsins er fastagestur í Skeifunni og státar af þúsundum aðdáenda á Facebook. Borið hefur á því að fólk geri sér sérstaka ferð í Skeifuna til að berja stjörnuna augum.

„Veðurhundurinn“ Stormur slær í gegn
Hundur sem ber nafn með rentu truflaði nýverið eiganda sinn við að flytja veðurfréttir, við mikla ánægju áhorfenda og netverja. Myndband af Stormi í setti hjá veðurfræðingi Global News í Toronto hefur farið eins og eldur í sinu um internetið.

Djöfull í mannslíki eða geðsjúklingur; nema hvort tveggja sé
Nú um síðustu helgi birti Fréttablaðið frétt af íslenzkum karlmanni á fertugsaldri, sem býr í Mosfellsbæ, en hann sendi út myndband á Instagram 21. ágúst, þar sem hann pyntar lítinn skógarþröst til dauða með fjölmörgum hnífsstungum.

Bjarga ófleygum fýlsungum áður en það verður ekið á þá
Ragnheiður Blöndal og maður hennar, Sigurjón Halldór Birgisson, sem búa á Selfossi fór í gær og björguðu fimmtán fýlsungum úr vegköntum í kringum Vík í Mýrdal og komu þeim út á sjó.

Samson bjargaði Dorrit á ögurstundu
Dorrit Moussaief fyrrverandi forsetafrú er í bataferli með spelku heima eftir að hundur hennar Samson felldi hana á göngu í Mosfellssveit í gær.

Hlébarði réðst á þýskt módel í myndatöku
Fyrirsæta á fertugsaldri er alvarlega slösuð eftir að hlébarði réðist á hana í myndatöku í dýragarði í Þýskalandi.

Kötturinn Birta er einn öflugasti plokkari landsins
Kötturinn Birta er einn öflugasti plokkari landsins. Hún fyllir um tvo ruslapoka í hverjum mánuði og hefur hlotið styrk frá umhverfissamtökunum Bláa hernum.

Skutu fjölda hunda á leið í athvarf
Eftirlitsstofnun sveitarfélaga í Ástralíu rannsakar nú lítið sveitarfélag þar í landi, eftir að ákvörðun var tekin um að skjóta fjölda hunda sem biðu þess að komast í dýraathvarf. Ástæðan virðist vera hræðsla embættismanna sveitarfélagsins við útbreiðslu Covid-19.

Aflífun 154 katta vekur sorg og reiði í Taívan
Mikil reiði greip um sig á samfélagsmiðlum í Taívan eftir að yfirvöld greindu frá því að 154 kettir hefðu verið aflífaðir eftir að þeir fundust á fiskibát. Um var að ræða hreinræktaða ketti sem smygla átti inn í landið.

Fékk hænur fyrir að láta gelda sig
Það fer vel um hænurnar Írisi, Páleyju, Guðbjörgu og Jakobínu í Vestmannaeyjum, sem búa í glæsilegum hænsnakofa og éta rabarbara með bestu lyst. Bæjarstjórinn segist vera stoltur af því að eiga nöfnu í hænsnakofanum.

Vilja ekki sjá neina græðgi á grágæsaveiðum
Veiðitímabilið á grágæs og heiðagæs hefst föstudaginn 20. ágúst. Grágæs hefur fækkað á Íslandi og biður Umhverfisstofnun veiðimenn um að gæta hófs við veiðar.

Grettir fannst dauður en óljóst er hvort það var af mannavöldum
Ísey Gréta Þorgrímsdóttir og fjölskylda syrgja kött sinn Gretti þessa stundina, eftir að hann fannst dauður í runna á Nýbýlavegi í fyrradag.

Hafa flest tól og tæki til að sinna eftirliti með fiskeldi
Matvælastofnun telur sig vel í stakk búna til að hafa eftirlit með fiskeldisfyrirtækjum á landinu. Farið verði í saumana á myndefni af illa förnum laxi úr sjókvíum á Vestfjörðum sem kajakræðari tók í vor.

Grunar að naut hafi orðið tveimur að bana í Noregi
Lögreglu í Noregi grunar að naut hafi orðið tveimur mönnum að bana í Sykkylven í Mæri og Raumsdal í Noregi. Fólkið fannst látið í beitilandi í gærkvöldi.

Klóra sér í hausnum eftir nóttina og fiska eftir svörum
Viðskiptavinir rafskútuleigunnar Hopp vissu ekki á hvaðan á sig stóð veðrið þegar þeir sáu dauða fiska á sex mismunandi farartækjum. Málið hefur vakið mikla athygli á meðal forvitinna netverja sem leita nú að veraldlegum skýringum.