Betri borg fyrir dýr Sabine Leskopf og Þorkell Heiðarsson skrifa 11. febrúar 2022 15:31 Líkast til hefur áhugi manna á að eiga gæludýr sjaldan verið meiri en á síðustu misserum á meðan COVID hefur geisað með tilheyrandi einangrun og lokunum. Við vitum að gæludýr, sérstaklega hundar og kettir, hafa mannbætandi áhrif á flesta, vinna gegn einmanaleika og andlegum vandamálum. Vaxandi skilningur er einnig á því að dýr geta verið gagnleg í meðferð heilabilaðra eða sem stuðningur fyrir börn með hegðunar- eða lestrarerfiðleika. Loks er þar hreyfingin sem fólgin í göngu með hundinn sem án efa var bjargvættur ýmissa þegar líkamsræktarstöðvarnar voru lokaðar. Gæludýrahald er því lýðheilsumál. Á sama tíma þarf að horfa til þess að dýrahald í þéttbýli getur valdið vandræðum og stuðlað að erjum á milli íbúa. Því þarf jafnframt að taka tillit til þeirra sem ekki kæra sig um að vera innan um dýr eða geta það ekki af einhverjum ástæðum. Ónæði af dýrum og vandamál þeim tengd geta þá vaxið með þéttari byggð og fleiri gæludýraeigendum. Við undirrituð höfum beitt okkur fyrir gjörbyltingu á þjónustu borgarinnar við dýr, eigendur þeirra og borgarsamfélagið í heild. Hér tókum við lokaskrefið frá því þegar hundahald var bannað í borginni en nú er hundahald einfaldlega leyft svo lengi sem umráðamaður skráir hundinn sinn hjá borginni og uppfyllir þau skilyrði sem honum eru sett í lögum og samþykktum. Í samræmi við áherslur í þjónustustefnu borgarinnar hefur allt skráningarferlið jafnframt verið einfaldað þannig að nú er hægt að skrá hundinn inni á island.is með rafrænum skilríkjum á einfaldan og fljótlegan hátt. Hundagjöld hafa þá verið lækkuð verulega en á sama tíma hefur þjónustan verið bætt og hún færð þangað sem þekking á bæði dýrum og fólki er til staðar - í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Þangað leita bæði íbúar, dýraeigendur og aðrir, hvort sem málið snýst um geltandi hunda, breimandi ketti eða slösuð dýr í náttúru borgarinnar. Hundaeigendur sem og hundar þeirra geta síðan hlakkað til hundaleiktækja sem komin eru til landsins og bíða uppsetningar á hundasvæðum í borginni. Á sama tíma voru málefni katta færð frá meindýraeftirlitinu (já þið lesið rétt) til Dýraþjónustunnar. Loks má ekki gleyma því að þjónustunni er ætlað að vinna náið með félagasamtökum sem láta sig velferð dýra varða og slíkt verkefni er einmitt í gangi þessa dagana. Vinnum áfram með grasrótinni í þessum málaflokki sem öðrum og búum til betri borg fyrir dýr og fjölskyldur þeirra. Höfundar eru frambjóðendur í flokksvali Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sabine Leskopf Gæludýr Dýr Reykjavík Borgarstjórn Skoðun: Kosningar 2022 Þorkell Heiðarsson Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Líkast til hefur áhugi manna á að eiga gæludýr sjaldan verið meiri en á síðustu misserum á meðan COVID hefur geisað með tilheyrandi einangrun og lokunum. Við vitum að gæludýr, sérstaklega hundar og kettir, hafa mannbætandi áhrif á flesta, vinna gegn einmanaleika og andlegum vandamálum. Vaxandi skilningur er einnig á því að dýr geta verið gagnleg í meðferð heilabilaðra eða sem stuðningur fyrir börn með hegðunar- eða lestrarerfiðleika. Loks er þar hreyfingin sem fólgin í göngu með hundinn sem án efa var bjargvættur ýmissa þegar líkamsræktarstöðvarnar voru lokaðar. Gæludýrahald er því lýðheilsumál. Á sama tíma þarf að horfa til þess að dýrahald í þéttbýli getur valdið vandræðum og stuðlað að erjum á milli íbúa. Því þarf jafnframt að taka tillit til þeirra sem ekki kæra sig um að vera innan um dýr eða geta það ekki af einhverjum ástæðum. Ónæði af dýrum og vandamál þeim tengd geta þá vaxið með þéttari byggð og fleiri gæludýraeigendum. Við undirrituð höfum beitt okkur fyrir gjörbyltingu á þjónustu borgarinnar við dýr, eigendur þeirra og borgarsamfélagið í heild. Hér tókum við lokaskrefið frá því þegar hundahald var bannað í borginni en nú er hundahald einfaldlega leyft svo lengi sem umráðamaður skráir hundinn sinn hjá borginni og uppfyllir þau skilyrði sem honum eru sett í lögum og samþykktum. Í samræmi við áherslur í þjónustustefnu borgarinnar hefur allt skráningarferlið jafnframt verið einfaldað þannig að nú er hægt að skrá hundinn inni á island.is með rafrænum skilríkjum á einfaldan og fljótlegan hátt. Hundagjöld hafa þá verið lækkuð verulega en á sama tíma hefur þjónustan verið bætt og hún færð þangað sem þekking á bæði dýrum og fólki er til staðar - í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Þangað leita bæði íbúar, dýraeigendur og aðrir, hvort sem málið snýst um geltandi hunda, breimandi ketti eða slösuð dýr í náttúru borgarinnar. Hundaeigendur sem og hundar þeirra geta síðan hlakkað til hundaleiktækja sem komin eru til landsins og bíða uppsetningar á hundasvæðum í borginni. Á sama tíma voru málefni katta færð frá meindýraeftirlitinu (já þið lesið rétt) til Dýraþjónustunnar. Loks má ekki gleyma því að þjónustunni er ætlað að vinna náið með félagasamtökum sem láta sig velferð dýra varða og slíkt verkefni er einmitt í gangi þessa dagana. Vinnum áfram með grasrótinni í þessum málaflokki sem öðrum og búum til betri borg fyrir dýr og fjölskyldur þeirra. Höfundar eru frambjóðendur í flokksvali Samfylkingarinnar.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun