Fjölmiðlar „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Formaður Sjálfstæðisflokksins gefur lítið fyrir tillögu þingmanns Miðflokksins um að Ríkisútvarpið láti af fréttaflutningi á ensku og pólsku. „Meira að segja Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku,“ segir hún og bætir við að hún furði sig á því að tillögunni hafi ekki fylgt önnur um að hætta útsendingum í lit. Innlent 11.11.2025 16:56 Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið vinnur nú að stefnu fyrir ráðuneytið um kaup á auglýsingum og áskriftum hjá íslenskum fjölmiðlum. Meðal þess sem koma mun fram í stefnu ráðuneytisins er að ekki verði keyptar auglýsingar á samfélagsmiðlum eða í leitarvélum. Stefnan er liður í vinnu ráðuneytisins við fjölmiðlastefnu stjórnvalda, þar sem verður að finna sambærileg leiðbeinandi tilmæli um auglýsingakaup annarra opinberra stofnana. Innlent 11.11.2025 13:52 Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Bandaríkjaforseti hefur hótað breska ríkisútvarpinu lögsókn upp á milljarð dollara fyrir að hafa skeytt saman tveimur ræðubútum. Forstöðumaður og fréttastjóri miðilsins hafa þegar sagt af sér vegna málsins. Erlent 10.11.2025 23:20 Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Nicola Sturgeon, fyrrverandi fyrsti ráðherra Skotlands, segir blikur á lofti í breskum stjórnmálum. Sótt sé að stofnunum sem gegni lykilhlutverki í lýðræðissamfélagi, þar á meðal fjölmiðlum á borð við BBC. Þótt fjölmiðillinn hafi gert mistök og sé ekki hafin yfir gagnrýni, sé markvisst reynt að grafa undan stofnuninni. Þá óttast Sturgeon mögulegt bakslag í kvennréttindabaráttunni en hún segir konur í leiðtogastöðum verða fyrir auknu aðkasti frá því sem var þegar hún var að hefja sinn leiðtogaferil í stjórnmálum. Erlent 10.11.2025 20:53 Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Forstöðumaður og fréttastjóri breska ríkisútvarpsins hafa sagt af sér eftir að greint var frá því að við gerð heimildamyndar úr smiðju BBC Panorama hefði tveimur ræðum Donalds Trump verið skeytt saman í klippingu til að láta í veðri vaka að hann hefði hvatt til óeirðanna kenndra við sjötta janúar með beinni hætti en hann í raun gerði. Erlent 9.11.2025 18:31 Vegið að heilbrigðri samkeppni Eins og flestir vita er Enski boltinn kominn heim. Sýn hefur tryggt sér sýningarréttinn að þessu vinsæla sjónvarpsefni næstu þrjú árin. Við hjá Sýn leggjum mikla áherslu á að bjóða viðskiptavinum upp á mikinn fjölda beinna útsendinga og vandaða og skemmtilega umfjöllun um allt sem tengist Enska boltanum. Skoðun 7.11.2025 13:02 Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Ríkissaksóknari segist bera fullt traust til konu sem starfar sem saksóknari hjá embættinu, sem var í fyrra kærð og sökuð um húsbrot, eignaspjöll, þjófnað og brot á barnaverndarlögum, líkt og greint var frá í Morgunblaði dagsins. Lögmaður konunnar segir heimildamann Morgunblaðsins vera fyrrverandi eiginmann konunnar en þau hafi staðið í hatrammri skilnaðardeilu undanfarin ár. Innlent 6.11.2025 11:53 Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Stjórn Sýnar hefur falið lögmönnum félagsins að hefja undirbúning að málshöfðun fyrir dómstólum vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu að skylda félagið að veita áskrifendum Símans aðgang að línulegu efni og þar með talið Enska boltanum. Forstjóri Símans segir niðurstöðuna mikilvæga fyrir neytendur á markaði. Viðskipti innlent 6.11.2025 07:59 Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Sky Sports á Ítalíu hefur rekið tvo lærlinga sem sáust fagna marki í beinni útsendingu. Fótbolti 4.11.2025 16:32 Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Þáttastjórnandi í kosningasjónvarpi Ríkisútvarpsins og fjölmiðillinn sjálfur voru sýknaðir af miskabótakröfu Elds Smára Kristinssonar Ísidórs, baráttumanns gegn trans fólki, í dag. Héraðsdómur taldi það ekki ærumeiðingar hjá RÚV að lýsa réttilega opinberum yfirlýsingum Elds Smára. Innlent 3.11.2025 15:24 Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Þremur blaðamönnum var sagt upp störfum hjá Morgunblaðinu og Mbl.is fyrir mánaðamót. Ríkisútvarpið greinir frá uppsögnunum en meðal þeirra sem missa vinnuna er fréttamaður með tveggja áratuga reynslu í starfi. Viðskipti innlent 3.11.2025 10:57 RÚV brýtur á börnum Í lögum um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu, nr. 23/2013, er skýrt kveðið á um að stofnunin skuli „vera til fyrirmyndar um gæði og fagleg vinnubrögð“ í starfsháttum sínum. Skoðun 3.11.2025 09:32 „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Stjórnarformaður Ríkisútvarpsins telur að þorsti Ríkisútvarpsins í auglýsingafé sé of mikill en í stóra samhenginu myndi brotthvarf RÚV af auglýsingamarkaði ekki gjöbreyta stöðu einkarekinna fjölmiðla. Deilt var um hvort í raun væri þörf á ríkisreknum fjölmiðli í Sprengisandi í morgun. Innlent 2.11.2025 16:47 Fjölmiðlar í kreppu Enginn vafi er á því að fjölmiðlar á Íslandi eru í kreppu. Ekki bara vegna þess að ástandið í heild eða dagskrársamkeppnin milli þeirra innbyrðis hafi breyst á undanförnum árum heldur að viðskiptatækifæri og tekjumódel hafa riðlast. Þeir starfa í raunverulega alþjóðlegu umhverfi. Skoðun 1.11.2025 07:00 Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Ítrekað er ráðist að fjölmiðlafólki í Serbíu með ofbeldi. Ritstjóri á nær einu frjálsu sjónvarpsfréttastöð landsins biðlar til Evrópuríkja um að fordæma aðför ráðamanna að fjölmiðlafrelsi. Forseti Serbíu freisti þess að ná stjórn á miðlinum. Erlent 26.10.2025 20:02 Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Í dag mun Létt Bylgjan breytast í jólastöð og verða einungis spiluð jólalög á stöðinni allan sólarhringinn fram að jólum. Stefán Valmundarson, útvarpsstjóri Sýnar, segir að öll klassísku jólalögin verði á sínum stað. Allt frá Mariuh Carey og Wham! yfir í Bjögga Halldórs og Helga Björns. Tónlist 24.10.2025 08:02 Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Samstöðin ehf., sem rekur fjölmiðil undir sama heiti, tapaði fimmtíu milljónum króna í fyrra, samanborið við 24 milljóna króna tap árið áður. Samstöðin hlaut fjölmiðlastyrk í fyrra en ekki árið áður. Viðskipti innlent 23.10.2025 13:40 Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Okkur er tíðrætt um aukið aðgengi að upplýsingum í nútímasamfélagi. Þá er vert að spyrja sig hvernig er aðgengi barna og ungmenna að fréttum á Íslandi í dag? Skoðun 23.10.2025 11:02 Væri „mjög ákjósanlegt“ að stækka fjártæknihluta Símans með yfirtökum Það felast „ákveðin skilaboð“ í því að gera fjártæknihlutann í starfsemi Símans að sérstöku dótturfélagi, að sögn forstjórans, sem segir að það væri „mjög ákjósanlegt“ að stækkað hann með yfirtökum. Tekjur á þriðja fjórðungi voru í takt við væntingar en rekstrarhagnaður lítillega yfir spám sumra greinenda. Innherji 22.10.2025 12:25 Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Fréttir af komu moskítóflugunnar til Íslands hafa nú ratað í heimspressuna. Fjölmiðlar í Bretlandi og Danmörku hafa meðal annars greint frá komu þessa nýja landnema til Íslands í dag og sett í samhengi við áhrif loftlagsbreytinga. Innlent 21.10.2025 14:14 Að elta skottið á sér Haustið hefur verið viðburðarríkt í íslensku viðskiptalífi eins og stundum vill verða. Innherji 21.10.2025 11:29 Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Þröng skilgreining á því hvað telst innlent efni þýðir að frumvarp ráðherra menningarmála um menningarframlag streymisveitna mun hafa andstæð áhrif þeim sem því er ætlað, að mati fjölmiðlafyrirtækisins Sýnar. Frumvarpið skekki þannig enn samkeppnisumhverfi fjölmiðla. Viðskipti innlent 20.10.2025 09:40 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Nýr verðlaunagripur Íslensku sjónvarpsverðlaunanna, sem fara fram í fyrsta sinn í lok mánaðar, er hannaður af Stefáni Finnbogasyni. Gripurinn sækir innblástur í gömlu stillimyndina og textavarpið en ásýnd verðlaunanna er í sama dúr. Bíó og sjónvarp 17.10.2025 16:12 Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra segir umsögn minnihlutans í allsherjar- og menntamálanefnd um fjölmiðlafrumvarp hans ómálefnalega. Slæm staða Sýnar sé enn eitt dæmið um að grípa þurfi til aðgerða á fjölmiðlamarkaði, sem gert verði strax í nóvember. Viðskipti innlent 17.10.2025 13:25 Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Forstjóri Sýnar segir að nokkrum starfsmönnum fyrirtækisins hafi verið sagt upp í kjölfar afkomuviðvörunar Sýnar. Meðal ástæðna fyrir verri rekstrarhagnaði en búist var við séu meðal annars ákvörðun Fjarskiptastofu og aðgerðarleysi stjórnvalda gagnvart einkareknum miðlum. Viðskipti innlent 17.10.2025 12:59 Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Oddný Sv. Björgvinsdóttir, framkvæmdastjóri, ritstjóri, blaðamaður, rithöfundur og ljóðskáld lést á Hrafnistu í Reykjavík miðvikudaginn 15. október síðastliðinn, áttatíu og fimm ára að aldri. Innlent 17.10.2025 12:06 Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Aðalheiður Ámundadóttir er gengin til liðs við Gímaldið, nýjan fjölmiðil sem hleypt verður úr vör innan skamms. Viðskipti innlent 17.10.2025 10:25 Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Sprengja sprakk undir bíl eins fremsta rannsóknarblaðamanns Ítalíu fyrir utan heimili hans sunnan af Róm í nótt. Giorgia Meloni, forsætisráðherra, fordæmdi tilræðið í morgun og ógnanir sem blaðamaðurinn sætti. Erlent 17.10.2025 09:10 Sýn gefur út afkomuviðvörun Sýn hf. gefur út afkomuviðvörun fyrir árið og gerir ráð fyrir að rekstrarhagnaður fyrir árið 2025 verði um 280 milljónir króna. Tekjur vegna stakra sjónvarpsáskrifta séu undir áætlun og auk þess auglýsingasala og tekjur vegna hlutanets áfram undir væntingum. Viðskipti innlent 16.10.2025 21:55 Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Minnihluti allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis leggst gegn lækkun hlutfalls endurgreiðslustuðnings við einkarekna fjölmiðla. Framsögumaður segir frumvarpið senda þau skilaboð að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina. Innlent 16.10.2025 13:08 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 100 ›
„Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Formaður Sjálfstæðisflokksins gefur lítið fyrir tillögu þingmanns Miðflokksins um að Ríkisútvarpið láti af fréttaflutningi á ensku og pólsku. „Meira að segja Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku,“ segir hún og bætir við að hún furði sig á því að tillögunni hafi ekki fylgt önnur um að hætta útsendingum í lit. Innlent 11.11.2025 16:56
Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið vinnur nú að stefnu fyrir ráðuneytið um kaup á auglýsingum og áskriftum hjá íslenskum fjölmiðlum. Meðal þess sem koma mun fram í stefnu ráðuneytisins er að ekki verði keyptar auglýsingar á samfélagsmiðlum eða í leitarvélum. Stefnan er liður í vinnu ráðuneytisins við fjölmiðlastefnu stjórnvalda, þar sem verður að finna sambærileg leiðbeinandi tilmæli um auglýsingakaup annarra opinberra stofnana. Innlent 11.11.2025 13:52
Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Bandaríkjaforseti hefur hótað breska ríkisútvarpinu lögsókn upp á milljarð dollara fyrir að hafa skeytt saman tveimur ræðubútum. Forstöðumaður og fréttastjóri miðilsins hafa þegar sagt af sér vegna málsins. Erlent 10.11.2025 23:20
Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Nicola Sturgeon, fyrrverandi fyrsti ráðherra Skotlands, segir blikur á lofti í breskum stjórnmálum. Sótt sé að stofnunum sem gegni lykilhlutverki í lýðræðissamfélagi, þar á meðal fjölmiðlum á borð við BBC. Þótt fjölmiðillinn hafi gert mistök og sé ekki hafin yfir gagnrýni, sé markvisst reynt að grafa undan stofnuninni. Þá óttast Sturgeon mögulegt bakslag í kvennréttindabaráttunni en hún segir konur í leiðtogastöðum verða fyrir auknu aðkasti frá því sem var þegar hún var að hefja sinn leiðtogaferil í stjórnmálum. Erlent 10.11.2025 20:53
Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Forstöðumaður og fréttastjóri breska ríkisútvarpsins hafa sagt af sér eftir að greint var frá því að við gerð heimildamyndar úr smiðju BBC Panorama hefði tveimur ræðum Donalds Trump verið skeytt saman í klippingu til að láta í veðri vaka að hann hefði hvatt til óeirðanna kenndra við sjötta janúar með beinni hætti en hann í raun gerði. Erlent 9.11.2025 18:31
Vegið að heilbrigðri samkeppni Eins og flestir vita er Enski boltinn kominn heim. Sýn hefur tryggt sér sýningarréttinn að þessu vinsæla sjónvarpsefni næstu þrjú árin. Við hjá Sýn leggjum mikla áherslu á að bjóða viðskiptavinum upp á mikinn fjölda beinna útsendinga og vandaða og skemmtilega umfjöllun um allt sem tengist Enska boltanum. Skoðun 7.11.2025 13:02
Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Ríkissaksóknari segist bera fullt traust til konu sem starfar sem saksóknari hjá embættinu, sem var í fyrra kærð og sökuð um húsbrot, eignaspjöll, þjófnað og brot á barnaverndarlögum, líkt og greint var frá í Morgunblaði dagsins. Lögmaður konunnar segir heimildamann Morgunblaðsins vera fyrrverandi eiginmann konunnar en þau hafi staðið í hatrammri skilnaðardeilu undanfarin ár. Innlent 6.11.2025 11:53
Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Stjórn Sýnar hefur falið lögmönnum félagsins að hefja undirbúning að málshöfðun fyrir dómstólum vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu að skylda félagið að veita áskrifendum Símans aðgang að línulegu efni og þar með talið Enska boltanum. Forstjóri Símans segir niðurstöðuna mikilvæga fyrir neytendur á markaði. Viðskipti innlent 6.11.2025 07:59
Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Sky Sports á Ítalíu hefur rekið tvo lærlinga sem sáust fagna marki í beinni útsendingu. Fótbolti 4.11.2025 16:32
Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Þáttastjórnandi í kosningasjónvarpi Ríkisútvarpsins og fjölmiðillinn sjálfur voru sýknaðir af miskabótakröfu Elds Smára Kristinssonar Ísidórs, baráttumanns gegn trans fólki, í dag. Héraðsdómur taldi það ekki ærumeiðingar hjá RÚV að lýsa réttilega opinberum yfirlýsingum Elds Smára. Innlent 3.11.2025 15:24
Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Þremur blaðamönnum var sagt upp störfum hjá Morgunblaðinu og Mbl.is fyrir mánaðamót. Ríkisútvarpið greinir frá uppsögnunum en meðal þeirra sem missa vinnuna er fréttamaður með tveggja áratuga reynslu í starfi. Viðskipti innlent 3.11.2025 10:57
RÚV brýtur á börnum Í lögum um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu, nr. 23/2013, er skýrt kveðið á um að stofnunin skuli „vera til fyrirmyndar um gæði og fagleg vinnubrögð“ í starfsháttum sínum. Skoðun 3.11.2025 09:32
„Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Stjórnarformaður Ríkisútvarpsins telur að þorsti Ríkisútvarpsins í auglýsingafé sé of mikill en í stóra samhenginu myndi brotthvarf RÚV af auglýsingamarkaði ekki gjöbreyta stöðu einkarekinna fjölmiðla. Deilt var um hvort í raun væri þörf á ríkisreknum fjölmiðli í Sprengisandi í morgun. Innlent 2.11.2025 16:47
Fjölmiðlar í kreppu Enginn vafi er á því að fjölmiðlar á Íslandi eru í kreppu. Ekki bara vegna þess að ástandið í heild eða dagskrársamkeppnin milli þeirra innbyrðis hafi breyst á undanförnum árum heldur að viðskiptatækifæri og tekjumódel hafa riðlast. Þeir starfa í raunverulega alþjóðlegu umhverfi. Skoðun 1.11.2025 07:00
Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Ítrekað er ráðist að fjölmiðlafólki í Serbíu með ofbeldi. Ritstjóri á nær einu frjálsu sjónvarpsfréttastöð landsins biðlar til Evrópuríkja um að fordæma aðför ráðamanna að fjölmiðlafrelsi. Forseti Serbíu freisti þess að ná stjórn á miðlinum. Erlent 26.10.2025 20:02
Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Í dag mun Létt Bylgjan breytast í jólastöð og verða einungis spiluð jólalög á stöðinni allan sólarhringinn fram að jólum. Stefán Valmundarson, útvarpsstjóri Sýnar, segir að öll klassísku jólalögin verði á sínum stað. Allt frá Mariuh Carey og Wham! yfir í Bjögga Halldórs og Helga Björns. Tónlist 24.10.2025 08:02
Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Samstöðin ehf., sem rekur fjölmiðil undir sama heiti, tapaði fimmtíu milljónum króna í fyrra, samanborið við 24 milljóna króna tap árið áður. Samstöðin hlaut fjölmiðlastyrk í fyrra en ekki árið áður. Viðskipti innlent 23.10.2025 13:40
Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Okkur er tíðrætt um aukið aðgengi að upplýsingum í nútímasamfélagi. Þá er vert að spyrja sig hvernig er aðgengi barna og ungmenna að fréttum á Íslandi í dag? Skoðun 23.10.2025 11:02
Væri „mjög ákjósanlegt“ að stækka fjártæknihluta Símans með yfirtökum Það felast „ákveðin skilaboð“ í því að gera fjártæknihlutann í starfsemi Símans að sérstöku dótturfélagi, að sögn forstjórans, sem segir að það væri „mjög ákjósanlegt“ að stækkað hann með yfirtökum. Tekjur á þriðja fjórðungi voru í takt við væntingar en rekstrarhagnaður lítillega yfir spám sumra greinenda. Innherji 22.10.2025 12:25
Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Fréttir af komu moskítóflugunnar til Íslands hafa nú ratað í heimspressuna. Fjölmiðlar í Bretlandi og Danmörku hafa meðal annars greint frá komu þessa nýja landnema til Íslands í dag og sett í samhengi við áhrif loftlagsbreytinga. Innlent 21.10.2025 14:14
Að elta skottið á sér Haustið hefur verið viðburðarríkt í íslensku viðskiptalífi eins og stundum vill verða. Innherji 21.10.2025 11:29
Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Þröng skilgreining á því hvað telst innlent efni þýðir að frumvarp ráðherra menningarmála um menningarframlag streymisveitna mun hafa andstæð áhrif þeim sem því er ætlað, að mati fjölmiðlafyrirtækisins Sýnar. Frumvarpið skekki þannig enn samkeppnisumhverfi fjölmiðla. Viðskipti innlent 20.10.2025 09:40
Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Nýr verðlaunagripur Íslensku sjónvarpsverðlaunanna, sem fara fram í fyrsta sinn í lok mánaðar, er hannaður af Stefáni Finnbogasyni. Gripurinn sækir innblástur í gömlu stillimyndina og textavarpið en ásýnd verðlaunanna er í sama dúr. Bíó og sjónvarp 17.10.2025 16:12
Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra segir umsögn minnihlutans í allsherjar- og menntamálanefnd um fjölmiðlafrumvarp hans ómálefnalega. Slæm staða Sýnar sé enn eitt dæmið um að grípa þurfi til aðgerða á fjölmiðlamarkaði, sem gert verði strax í nóvember. Viðskipti innlent 17.10.2025 13:25
Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Forstjóri Sýnar segir að nokkrum starfsmönnum fyrirtækisins hafi verið sagt upp í kjölfar afkomuviðvörunar Sýnar. Meðal ástæðna fyrir verri rekstrarhagnaði en búist var við séu meðal annars ákvörðun Fjarskiptastofu og aðgerðarleysi stjórnvalda gagnvart einkareknum miðlum. Viðskipti innlent 17.10.2025 12:59
Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Oddný Sv. Björgvinsdóttir, framkvæmdastjóri, ritstjóri, blaðamaður, rithöfundur og ljóðskáld lést á Hrafnistu í Reykjavík miðvikudaginn 15. október síðastliðinn, áttatíu og fimm ára að aldri. Innlent 17.10.2025 12:06
Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Aðalheiður Ámundadóttir er gengin til liðs við Gímaldið, nýjan fjölmiðil sem hleypt verður úr vör innan skamms. Viðskipti innlent 17.10.2025 10:25
Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Sprengja sprakk undir bíl eins fremsta rannsóknarblaðamanns Ítalíu fyrir utan heimili hans sunnan af Róm í nótt. Giorgia Meloni, forsætisráðherra, fordæmdi tilræðið í morgun og ógnanir sem blaðamaðurinn sætti. Erlent 17.10.2025 09:10
Sýn gefur út afkomuviðvörun Sýn hf. gefur út afkomuviðvörun fyrir árið og gerir ráð fyrir að rekstrarhagnaður fyrir árið 2025 verði um 280 milljónir króna. Tekjur vegna stakra sjónvarpsáskrifta séu undir áætlun og auk þess auglýsingasala og tekjur vegna hlutanets áfram undir væntingum. Viðskipti innlent 16.10.2025 21:55
Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Minnihluti allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis leggst gegn lækkun hlutfalls endurgreiðslustuðnings við einkarekna fjölmiðla. Framsögumaður segir frumvarpið senda þau skilaboð að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina. Innlent 16.10.2025 13:08