Fréttir af flugi

Fréttir af flugi

Allt það helsta sem viðkemur flugi.

Fréttamynd

Inga Elín hannar fyrir Saga Class

Icelandair kynnti nýverið til leiks sérstakt ferðasett fyrir farþega Saga Class sem unnið er í samstarfi við listakonuna Ingu Elínu. Innblásturinn að hönnun settsins kemur frá íslenskri náttúru, þar sem frjáls form og náttúruleg mótíf ráða för.

Lífið

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Gæti þýtt aukna við­veru NATO hér á landi

Í dag var undirritaður samningur um uppbyggingu mannvirkja í Helguvík í samstarfi við Atlantshafsbandalagið og nemur fjárfesting NATO allt að tíu milljörðum króna. Utanríkisráðherra segir framkvæmdina sýna að Ísland sé verðugur bandamaður innan NATO.

Innlent
Fréttamynd

Kjara­deilu flug­um­ferðar­stjóra og Isavia vísað til gerðar­dóms

Flugumferðarstjórar og Isavia hafa komist að þeirri sameiginlegu niðurstöðu að vísa kjaradeilu sinni í gerðardóm. Er það gert í ljósi þess að lítið hefur þokast áfram í kjaraviðræðum og sjónarmið Félags íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF) ítrekað verið hundsuð, að því er segir í tilkynningu frá félaginu. Yfirvinnubanni sem boðað hafði verið frá og með 25. nóvember hefur verið aflýst.

Innlent
Fréttamynd

Feta ein­stigi milli metnaðar og raun­sæis í lofts­lags­mark­miði

Markmið íslenskra stjórnvalda um samdrátt í losun er krefjandi en þau reyna að finna jafnvægi á milli raunsæis og metnaðar, að sögn loftslagsráðherra. Samningamenn Íslands á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna hafi farið að heiman með þau skilaboð að krefjast afgerandi samdráttar í losun.

Innlent
Fréttamynd

WestJet flýgur líka til Winnipeg og Edmonton

Kanadíska flugfélagið WestJet hefur bætt við tveimur nýjum kanadískum áfangastöðum við áætlun sína til Keflavíkurflugvallar sumarið 2026. Flogið verður einu sinni í viku frá Edmonton og Winnipeg frá 28. júní.

Viðskipti
Fréttamynd

Flug­um­ferðar­stjórar boða til yfir­vinnu­banns

Félag íslenskra flugumferðarstjóra hefur boðað yfirvinnubann sem hefst á miðnætti þann 25. nóvember næstkomandi. Enn hefur ekki náðst samkomulag í kjaradeilu félagsins og Samtaka atvinnulífsins fyrir hönd Isavia. Félagið segir að ef ekki fæst fólk til að vinna yfirvinnu þurfi að skerða þjónustu og beina fleiri flugvélum fram hjá íslensku flugstjórnarsvæði.

Innlent
Fréttamynd

Hótað á flug­vellinum vegna víólunnar og komin með nóg

Hljóðfæraleikarinn Ásta Kristín Pjetursdóttir lenti óvænt í kröppum dansi á Schiphol-flugvelli í Amsterdam þar sem hún var á leið heim með víóluna sína. Starfsmaður vísaði til breyttra reglna um hljóðfærið og hótaði því að kalla á öryggisverði. Ásta segir hljóðfæraleikara langþreytta á óskýrum reglum og hvetur Icelandair til að bregðast við. Félagið segir málið til skoðunar. 

Innlent
Fréttamynd

Flug­vél lenti í Kefla­vík vegna bilunar

Flugvél á vegum finnska flugfélagsins Finnair sem var á leið frá Helsinki til New York lenti á Keflavíkurflugvelli vegna bilunar í búnaði. Samhæfingarmiðstöð almannavarna var virkjuð, en þegar vélin hafði lent án vandræða var allt viðbragð afturkallað.

Innlent
Fréttamynd

Mikið undir á næsta sátta­fundi flug­um­ferðar­stjóra

Arnar Hjálmsson, formaður Félags flugumferðarstjóra, segir félagsmenn orðna langþreytta eftir samningum. Það sé mikið undir á næsta fundi sáttasemjara, sem hann telur að verði í vikunni, því ef ekkert markvert verður lagt fram þá sé ekki hægt að útiloka aðgerðir. Aðgerðir séu ekki markmið í sjálfu sér - markmiðið sé að ná samningum.

Innlent
Fréttamynd

Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn sams­konar flug­vél

Vinir Gunnfaxa hafa ákveðið að kaupa samskonar flugvél frá Bandaríkjunum til að skipta á henni og Flugfélagsþristinum sem fluttur var á Sólheimasand í sumar. Þeir hafa hafið fjársöfnun í því skyni að bjarga Gunnfaxa af sandinum og koma honum á Samgöngusafnið á Skógum.

Innlent
Fréttamynd

Flugvallarþorp gæti öðlast fram­halds­líf

Vöxtur ferðaþjónustu og koma danskra hermanna virðast ætla að bjarga grænlenska þorpinu Kangerlussuaq frá því að leggjast í eyði. Það varð til vegna flugvallar og bjuggust flestir við að byggðin myndi hrynja við brotthvarf millilandaflugs í fyrra. Annað er að koma á daginn.

Erlent
Fréttamynd

Af­lýsa yfir þúsund flug­ferðum

Meira en þúsund flugferðum til, frá og innan Bandaríkjanna var aflýst í dag. Ríkisstofnunum þar í landi hefur verið lokað frá upphafi októbermánaðar og er rask á flugi undanfarna daga afleiðing þess. 

Erlent
Fréttamynd

Stutt stopp Orbans á Ís­landi

Forsætisráðherra Ungverjalands gerði stutt stopp á Keflavíkurflugvelli í morgun. Hann er á leið til Bandaríkjanna til að funda með Bandaríkjaforseta.

Innlent
Fréttamynd

Far­þegum fjölgaði um 14 prósent í október

Icelandair flutti alls 464 þúsund farþega í október sem er aukning um 14 prósenta milli ára. Vöxturinn var mikill á markaðnum til Íslands, þar sem farþegafjöldi jókst um 20 prósent milli ára, og á markaðnum frá Íslandi þar sem aukningin var 31 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Engin u-beygja vegna pillu for­stjóra Icelandair

Atvinnuvegaráðherra deilir áhyggjum áhrifafólks í ferðaþjónustunni af stöðu greinarinnar. Þrátt fyrir erfiðleika til skemmri tíma sé þó bjart fram undan og bæta þurfi í markaðssetningu. Forstjóri Icelandair hvatti stjórnvöld til þess að taka U-beygju í áformum sínum um skattheimtu á greinina í kjölfar uppsagna og afkomuviðvörunar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Segja fulla á­stæðu til að hafa á­hyggjur af stöðu efna­hags og vinnu­markaðar

Halla Gunnars­dóttir for­maður VR og Vil­hjálmur Birgis­son for­maður Starfs­greina­sam­bandsins segja fullt til­efni til að hafa áhyggjur af stöðu efnahagsmála. Þau segja þörf á fleiri að­gerðum til að tryggja betra húsnæðis­verð og að það þurfi að lækka vexti til að „hleypa að súr­efni bæði til heimila og fyrir­tækja“. Halla og Vil­hjálmur voru til viðtals í Bítinu.

Viðskipti innlent