Fréttir af flugi

Fréttir af flugi

Allt það helsta sem viðkemur flugi.

Fréttamynd

Engin u-beygja vegna pillu for­stjóra Icelandair

Atvinnuvegaráðherra deilir áhyggjum áhrifafólks í ferðaþjónustunni af stöðu greinarinnar. Þrátt fyrir erfiðleika til skemmri tíma sé þó bjart fram undan og bæta þurfi í markaðssetningu. Forstjóri Icelandair hvatti stjórnvöld til þess að taka U-beygju í áformum sínum um skattheimtu á greinina í kjölfar uppsagna og afkomuviðvörunar.

Viðskipti innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Segja fulla á­stæðu til að hafa á­hyggjur af stöðu efna­hags og vinnu­markaðar

Halla Gunnars­dóttir for­maður VR og Vil­hjálmur Birgis­son for­maður Starfs­greina­sam­bandsins segja fullt til­efni til að hafa áhyggjur af stöðu efnahagsmála. Þau segja þörf á fleiri að­gerðum til að tryggja betra húsnæðis­verð og að það þurfi að lækka vexti til að „hleypa að súr­efni bæði til heimila og fyrir­tækja“. Halla og Vil­hjálmur voru til viðtals í Bítinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Síðasta flug­tak“ Play í Gamla bíói

Það var líf og fjör í Gamla bíói liðna helgi þegar fyrrverandi starfsfólk flugfélagsins PLAY tók sitt „síðasta flugtak“ saman. Hátt í 300 manns mættu í sínu fínasta pússi og skemmtu sér langt fram eftir kvöldi í lokpartýi starfsmannafélagsins.

Lífið
Fréttamynd

Gera ekki til­kall til höfuð­borgar­titils þótt Akur­eyri verði borg

Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, sem verður kannski bráðum borgarstjóri, segir það skipta máli fyrir þá þjónustu sem er veitt á Akureyri og hvaða verkefni Akureyri fer með fyrir sitt nágrenni að bærinn verði borg. Verkefnin verði að vera vel skilgreind og það viðurkennt að Akureyri fari með þessi verkefni. Ef byggð eigi að vera á öllu landinu verði að tryggja öflugt atvinnulíf og þetta sé eitt skref að því. 

Innlent
Fréttamynd

Hóf­lega bjart­sýnn á við­ræður dagsins

Arnar Hjálmsson formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra segist hóflega bjartsýnn á að viðræður dagsins hjá ríkissáttasemjara gangi vel. Samninganefndir FÍF og Samtaka atvinnulífsins ganga inn á fund klukkan tíu.

Innlent
Fréttamynd

Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin

Kona sem var á meðal á annað þúsund farþega sem biðu í nokkrar klukkustundir í flugvél á Keflavíkurflugvelli í morgun áður en fluginu var aflýst er ósátt við upplýsingagjöf Icelandair. Fjögurra tíma bið við farangursbeltin áður en tilkynnt var um þrjúleytið að engar töskur bærust hafi verið sérstaklega svekkjandi. Félagið harmar biðina.

Innlent
Fréttamynd

Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið aug­lýst

Sérfræðingar í loftslagsmálum setja spurningarmerki við hvernig íslensk stjórnvöld stóðu að upplýsingagjöf um sérlausn sem þau fengu vegna hertra losunarreglna. Lausnin er opin öllum flugfélögum sem fljúga um Ísland en hún virðist ekki hafa verið auglýst fyrir erlend félög að neinu marki.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fjöl­margir far­þegar fastir í flug­vélum á Kefla­víkur­flug­velli

Mikil röskun hefur orðið á flugferðum frá landinu í morgun vegna snjókomu. Mikill fjöldi farþega er löngu kominn um borð í flugvélina og bíður tímunum saman eftir brottför. Flugrekstrarstjóri segir aðstæður afar krefjandi á Keflavíkurflugvelli. Unnið sé að því að koma vélum í loftið en öryggi sé númer eitt, tvö og þrjú. Búið er að aflýsa um ellefu flugum Icelandair í dag. 

Innlent
Fréttamynd

„Vonandi klárast þetta á morgun“

Fundi flugumferðastjóra og Samtaka atvinnulífsins var slitið á fimmta tímanum í dag. Nýr fundur hefur verið boðaður á morgun og í samtali við fréttastofu sagðist Sigríður Margrét Oddsdóttir, vonast til að viðræður deiluaðila klárist á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Hafa fundið Cessna-vélina

Björgunarlið á Grænlandi hefur fundið Cessna-vélina sem leitað hefur verið að nærri Nuuk síðan á laugardag. Einn var um borð og komst hann ekki lífs af.

Erlent
Fréttamynd

Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk

Umfangsmikilli leit að eins hreyfils flugvél sem hvarf nærri Nuuk á Grænlandi var frestað vegna veðurs í gær. Leitin á að halda áfram í dag en flugvélin, Cessna frá Kanada, hvarf af ratsjám norður af Nuuk seinni partinn í gær.

Erlent
Fréttamynd

Út­flutnings­félögin verma botns­ætin eftir mikla raun­gengis­styrkingu krónunnar

Það eru krefjandi tímar í atvinnulífinu um þessar mundir með hækkun raungengis og almennt meiri launahækkunum hér á landi síðustu ár en þekkist í öðrum löndum sem er glögglega farið að koma fram í uppgjörum útflutningsfyrirtækja og annarra félaga með tekjur í erlendri mynt. Áberandi er hvað þau fyrirtæki í Kauphöllinni, einkum sem eru sjávarútvegi, hafa skilað hvað lökustu ávöxtuninni á markaði undanfarna tólf mánuði.

Innherji
Fréttamynd

Stuttur fundur og hittast næst á mánu­dag

Fundi flugumferðastjóra og Samtaka atvinnulífsins var slitið á hádegi í dag og næsti fundur boðaður á mánudag. Engar frekari verkfallsaðgerðir eru áætlaðar að svo stöddu segir formaður Félags flugumferðastjóra.

Innlent