Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Danska ríkisstjórnin hefur óskað eftir því við fjárlaganefnd danska þingsins að veitt verði aukafjárveiting úr varasjóði danska ríkisins til flugvallagerðar á Grænlandi. Málið er sagt mjög brýnt en því var haldið leyndu þar til fyrir fáum dögum. Erlent 5.7.2025 23:10
Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Erlendur netþrjótahópur hefur nýlega gert flugfélög að skotmörkum sínum. Hópurinn hefur náð að valda miklum skaða og segir forstöðumaður ráðgjafarsviðs Syndis mikilvægt fyrir íslensk fyrirtæki að vera meðvituð um aðferðirnar sem notaðar eru. Innlent 5.7.2025 22:32
Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sérsveit ríkislögreglustjóra fjarlægði sprengju af bílastæði við Keflavíkurflugvöll í gærmorgun. Um lítinn flugeld var að ræða, sem búið var að eiga við. Innlent 5.7.2025 19:53
Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Erlent 3.7.2025 10:33
Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Birta lífeyrissjóður stendur frammi fyrir að tapa tæpum einum og hálfum milljarði á fjárfestingu sinni í Play gengi hann ekki að því að gerast hluthafi í flugfélaginu með þeim Einari Erni Ólafssonar forstjóra og Elíasi Skúla Skúlasyni varaformanni stjórnar. Viðskipti innlent 25. júní 2025 14:00
Hervirki í höfuðborg - Svefngenglar við stjórnvölinn Reykvíkingar fengu Vatnsmýrarlandið úr jörðunum Þóroddsstöðum, Nauthóli og Skildinganesi (Seltjarnarneshreppur hin forni) 1. janúar 1932 fyrir hratt vaxandi byggð bæjarins í ört vaxandi byggð ungrar höfuðborgar. Skoðun 24. júní 2025 12:01
Að fylgja eftir sannfæringu sinni og tilvistarkreppa Framsóknar í borginni Yfirtökutilboð forstjóra og stjórnarformanns Play er jákvætt skref fyrir íslenskan markað, en yfirtökutilboð hafa færst í aukana á markaðnum eftir áralanga pásu eftir fjármálahrunið. Nægir þar að nefna yfirtökutilboð i Skeljung (núna SKEL) og Eik (í tvígang), auk yfirtöku og afskráningu Origo. Innherji 24. júní 2025 09:11
Flaug í einkaflugi með Støre Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hefur farið í átta ferðir til útlanda til að sækja tíu fundi og fara í eina vinnuheimsókn frá því að hún tók við embætti í lok síðasta árs. Innlent 23. júní 2025 11:42
Íslensk áhöfn tekur þátt í endurvakningu Pan Am Íslensk áhöfn tekur þátt í tólf daga lúxusferð undir merkjum flugfélagsins forna Pan Am, klædd í einkennisbúninga félagsins. Forstöðumaður sölu- og markaðssviðs Loftleiða segir fortíðarþrá fylgja nafni Pan Am. Lífið 21. júní 2025 14:01
Tékkneski og bandaríski herinn ásamt flugsystrum á Akureyri Tékkneski flugherinn og kafbátaleitarflugvél bandaríska sjóhersins eru meðal sýningaratriða á árlegum flugdegi Flugsafns Íslands sem fram fer á Akureyrarflugvelli í dag, laugardag. Þá verða Flugsystur með atriði en það eru ný samtök kvenna í flugi. Innlent 21. júní 2025 06:46
Flugvél á leið til Íslands lent í Manchester Flugvél Icelandair í ferjuflugi sem var á leið frá Chales de Gaulle flugvellinum í París var lent í Manchester síðdegis í dag vegna tæknilegs atriðis sem kom upp. Innlent 20. júní 2025 17:04
Tekjur meiri af erlendum ferðamönnum og færri starfandi í ferðaþjónustu Tekjur af ferðamönnum eru aðeins meiri á fyrsta ársfjórðungi þessa árs en í fyrra. Starfsmönnum hefur fækkað í greininni síðast liðið ár og gistinóttum fækkað. Flugfarþegum fer þó enn fjölgandi og umferð er að aukast um íslenska vegi. Þetta kemur fram í Skammtímahagvísum Hagstofunnar um ferðaþjónustu í júní sem voru birtir í gær. Viðskipti innlent 20. júní 2025 08:49
Ótrúlegar myndir af krefjandi lendingu án nefhjóls Jón Svavarsson, einnig þekktur sem Nonni ljósmyndari, var snar í snúningum þegar hann heyrði á útvarpsrás flugturnsins að nefhjólslaus flugvél væri að lenda á Reykjavíkurflugvelli. Hann tók þessar myndir sem sýna stórvirkið sem flugmanninum tókst að vinna með því að lenda vélinni án tjón á vél eða fólki. Innlent 19. júní 2025 17:56
Vinir Gunnfaxa vonast til að bjarga Flugfélagsþristinum Áhugamenn um Flugfélagsþristinn Gunnfaxa hafa ákveðið að hefja fjársöfnun til að bjarga þessari sögufrægu flugvél frá því að eyðileggjast á Sólheimasandi. Þeir hyggjast koma henni í sýningarhæft ástand í von um að Samgöngusafnið á Skógum taki við henni. Innlent 18. júní 2025 22:44
Staðreyndir um Þristinn Gunnfaxa Kristjan Már Unnarsson, fréttamaður skrifaði grein á visi.is sunnudaginn 15. júní sl. um meinta ólgu meðal félaga í DC 3 Þristavinafélaginu vegna sölu á flugvélaskrokks TF-ISB. Skoðun 18. júní 2025 10:01
Flugfélög með áratuga sögu horfin af markaði Tvö rótgróin íslensk flugfélög, sem einkum hafa starfað innanlands, Flugfélagið Ernir og Mýflug, hafa hætt rekstri á skömmum tíma. Sérfræðingur um flugmál segir breyttar markaðsaðstæður og harðnandi samkeppni að hluta skýra stöðuna. Innlent 16. júní 2025 23:10
Tala látinna eftir flugslysið komin í 270 Læknar á Indlandi segja að lík 270 einstaklinga hafi nú fundist eftir flugslysið sem varð í Ahmedabad á fimmtudag. Erlent 16. júní 2025 07:20
Ólga meðal þristavina vegna örlaga Gunnfaxa Sú ákvörðun stjórnar Þristavinafélagsins að selja Flugfélagsþristinn Gunnfaxa til landeigenda á Sólheimasandi hefur valdið ólgu meðal þristavina. Bóndinn á Ytri-Sólheimum, kaupandi flugvélarinnar, segir þeim frjálst að fá hana til baka, svo fremi að þeir endurgreiði kaupverðið og kostnað við flutninginn. Innlent 15. júní 2025 07:00
Flugriti indversku þotunnar sagður fundinn á húsþaki Ráðherra flugmála á Indlandi segir að flugriti farþegaþotunnar sem fórst í Ahmedabad í gær sé fundinn. Enn liggur ekki fyrir hversu margir létust á jörðu niðri þegar þotan brotlenti á íbúðabyggð. Erlent 13. júní 2025 15:06
Burðardýr með þrettán kíló í farangrinum hlaut þungan dóm Ungur karlmaður sem er erlendur ríkisborgari hefur verið dæmdur til sex og hálfs árs fangelsisvistar fyrir innflutning á rúmum þrettán kílóum af kókaíni. Ekkert bendir þó til þess að hann hafi komið að skipulagningu innflutningsins. Innlent 13. júní 2025 14:15
Leita vísbendinga um flugslysið og fleiri fórnarlamba Indversk flugmálayfirvöld rannsaka nú tildrög og aðstæður við flugslys í Ahmedabad á Indlandi í gær. Flugslysið er eitt það mannskæðasta í flugsögu Indlands en allir farþegar vélarinnar nema einn, sem var á leið til London, létust. Vélin brotlenti um fimm mínútum eftir flugtak í íbúðarhverfi í Ahmedabad á hóteli fyrir lækna. Erlent 13. júní 2025 08:11
Gömlum Flugfélagsþristi bætt við á Sólheimasand Gömul Douglas Dakota-flugvél, sem landeigendur Sólheimasands keyptu í vetur af Þristavinafélaginu, verður í kvöld flutt eftir þjóðvegum austur í sveitir frá Keflavíkurflugvelli. Fyrirhugað er að skrokknum verði komið fyrir á sandinum nálægt gamla flugvélarflakinu sem verið hefur einn helsti ferðamannastaður Suðurlands. Innlent 12. júní 2025 21:42
Staðfesta 241 andlát og einn eftirlifanda Flugfélagið Air India hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem greint er frá því að 241 farþegi um borð í flugvél sem hrapaði til jarðar á flugvelli í Ahmedabad á Indlandi í morgun. Erlent 12. júní 2025 19:35
Skúli og félagar aftur sýknaðir af milljarðakröfum Skúli Mogensen og aðrir stjórnarmenn Wow air hafa verið sýknaðir af öllum kröfum þátttakenda í skuldafjárútboði Wow air rétt fyrir fall félagsins. Þátttakendurnir kröfust ríflega 2,6 milljarða króna í skaðabætur. Viðskipti innlent 12. júní 2025 16:05
Telur að enginn hafi komist lífs af úr flugslysinu Lögreglustjórinn í Ahmedabad á Indlandi segir að svo virðist sem að enginn hafi komist lífs af í farþegaþotunni sem hrapaði í íbúðahverfi í borginni í dag. Einhver fjöldi íbúa þar sem vélin brotlenti hafi einnig farist. Erlent 12. júní 2025 12:20