Íslandsvinir

Fréttamynd

Backstreet-strákur kominn aftur til Ís­lands

AJ McLean, einn meðlima hljómsveitarinnar Backstreet Boys, lenti á Íslandi í morgun. Rétt rúmt ár er síðan sveitin hélt sína fyrstu tónleika hér á landi en erindi AJ er annað að þessu sinni. Hann er hingað kominn til að gefa saman vinapar sitt. 

Lífið
Fréttamynd

Mót­mælendur fengu ó­væntan lið­styrk frá Hollywood

Hópur háskólanema líkt og fjölmargir bandarískir kollegar þeirra reisti tjaldbúðir við aðalbyggingu Háskóla Íslands til stuðnings Palestínu í gær. Mótmælendum barst óvæntur liðsauki frá Hollywood þegar vinsæl stórleikkona dúkkaði óvænt upp og tók undir kröfur þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Súrrealískt að djamma með Zöru Lars­son

„Ég var á einhverju bleiku skýi, þetta er alveg besta kvöld lífs míns,“ segir plötusnúðurinn Guðbjörg Ýr, jafnan þekkt sem DJ Gugga. Gugga átti heldur betur ævintýralegt kvöld síðastliðinn laugardag á flöskuborði með sænsku stórstjörnunni Zöru Larsson. 

Tónlist
Fréttamynd

Dó næstum því við tökur á Ís­landi

Tónlistarkonan Kacey Musgraves segist hafa næstum því látið lífið þegar hún var stödd hér á landi við að taka myndband fyrir titillag nýrrar plötu sinnar. Hún segir Ísland hafa verið eins og önnur pláneta.

Lífið
Fréttamynd

Gifti sig á Ís­landi og upp­götvaði gat á markaðnum

Hin bandaríska Ann Peters féll fyrir Íslandi í fyrstu heimsókn sinni til landsins árið 2010. Röð atvika leiddi til þess að hún settist að hér á landi og í dag rekur hún fyrirtæki sem sérhæfir sig í skipulagningu brúðkaupa fyrir erlenda ferðamenn.

Lífið
Fréttamynd

Kántrí­stjarna tók upp nýtt mynd­band á Ís­landi

Kántrísöngkonan Kacey Musgraves gefur út nýja plötu í mars á þessu ári. Titillag plötunnar, Deeper Well, er það fyrsta sem formlega er gefið út af plötunni en myndbandið við lagið er tekið upp á Íslandi. Meðal annars á Árbæjarsafninu.

Lífið
Fréttamynd

Ferða­lag til Ís­lands varð kveikjan að ævin­týrinu

Hin 28 ára gamla Gabby Beckford er bandarískur áhrifavaldur sem heldur úti afar vinsælum aðgangi á TikTok, Instagram og Youtube.  Þar deilir hún myndefni úr ferðalögum sínum víða um heiminn. Með mikilli vinnu hefur henni tekist að gera ferðalögin að aðalstarfi sínu en á seinasta ári þénaði hún hátt í fjörtíu milljónir íslenskra króna í gegnum samstarf við fyrirtæki og ýmislegt fleira.

Lífið
Fréttamynd

„Þau trúa hundrað prósent á álfa“

Íslandsvinurinn Jodie Foster var gestur Jimmy Kimmel í gærkvöldi, þar sem hún lofaði Ísland í hástert. Hún var mætt í þátt Kimmels til að ræða fjórðu þáttaröð True Detective, sem var að stórum hluta tekin upp hér á landi. Foster lofaði Ísland í hástert og talaði einnig um meinta trú Íslendinga á álfa.

Lífið
Fréttamynd

Þau komu til Ís­lands 2023

Hópur svokallaðra Íslandsvina stækkaði umtalsvert á árinu sem er að líða. Vegna fjölda funda sem fóru fram hér á landi bættust erlendir stjórnmálaleiðtogar í umræddan hóp. Þá tróð heimsfrægt tónlistarfólk upp á Íslandi á árinu. Aðrir voru komnir á klakann í öðrum erindagjörðum, sumir voru einfaldlega í fríi.

Lífið
Fréttamynd

Gengu út af við­burði Clinton og mót­mæltu

Hópur fólks mótmælti afstöðu Hillary Clinton stjórnmálakonu á viðburði á vegum Iceland Noir í hörpu í dag. Tvær konur stóðu upp úr sætum sínum í Eldborgarsal og flögguðu palestínska fánanum í mótmælaskyni. 

Innlent
Fréttamynd

Ashley Judd refsað fyrir að vitna gegn Weinstein

Bandaríska kvikmyndaleikkonan Ashley Judd segir að henni sé enn refsað fyrir að hafa greint frá kynferðislegu áreiti kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein sem samanlagt hefur verið dæmdur í tæplega fjörutíu ára fangelsi fyrir kynferðisofbeldi gegn konum.

Innlent
Fréttamynd

Sjötta barn Ramsay komið í heiminn

Sjöttta barn stjörnukokksins Gordon Ramsay og eiginkonu hans Tana Ramsay er komið í heiminn. Drengurinn fæddist á afmælisdag pabba síns og hefur fengið nafnið Jesse James Ramsay.

Lífið
Fréttamynd

Átrúnaðargoðin úr áttunni ætla að trylla lýðinn með Todmobile

Þrjár helstu goðsagnirnar níunda áratugarins eru mættar á klakann og ætla að hjálpa Todmobile að fagna rækilega 35 ára afmæli hljómsveitarinnar með tónlistarveislu annað kvöld í Hörpu. Níundi áratugurinn verður í algjörum forgrunni en tvennir tónleikar fara fram annað kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Ævintýraleg Íslandsferð Chris Hemsworth

Ástralski stór­leikarinn Chris Hemsworth og dóttir hans, India Rose, áttu ævintýralega daga á Íslandi síðastliðna viku þar sem ísklifur á Sólheimajökli, útreiðar og laxveiðar komu við sögu. Feðginin kvöddu klakann í gær þegar þau fóru með vél Icelandair til Oslóar.

Lífið
Fréttamynd

Chris Hemsworth á Ís­landi

Ástralski stór­leikarinn Chris Hemsworth er staddur á klakanum. Hann kom hingað til lands síð­degis í dag og er hér á­samt dóttur sinni, hinni 11 ára gömlu India Rose.

Lífið
Fréttamynd

Nærmynd af konunum í tunnunum

Mótmælendurnir tveir sem komu sér fyrir í tunnum hvalveiðibátanna Hvals 8 og Hvals 9 í Reykjavíkurhöfn í gærmorgun til að mótmæla hvalveiðum Íslendinga hafa vakið athygli margra. 

Lífið
Fréttamynd

Segir hring­ferðina um Ís­land hafa breytt lífi sínu

Yasmine Adriss setti sér það markmið í vor að hjóla hringinn í kringum Ísland og varð þar með fyrsta sádí-arabíska konan til að gera það. Hún tók ákvörðun um að gera það eftir að hún hætti í vinnunni og vissi ekki hvert hennar næsta skref átti að vera.

Innlent
Fréttamynd

Martha Stewart fór á stúfana á Ís­landi með Dor­rit

Martha Stewart, at­hafna­kona og sjón­varps­drottning, var stödd á Ís­landi um helgina en virðist nú vera komin til Græn­lands ef marka má sam­fé­lags­miðla. Hún fór á stúfana með Dor­rit Moussa­i­eff, fyrr­verandi for­seta­frú og heim­sóttu þær ýmis fyrir­tæki, meðal annars Íslenska erfðagreiningu.

Lífið
Fréttamynd

„Ekki amalegt að fá að elda fyrir Gordon Ramsay!“

Stjörnukokkurinn Gordon Ramsay er staddur á Íslandi þessa stundina, eins og oft áður. Hann var gestur á veitingastaðnum í Þrastalundi í gær en þetta er annað árið í röð sem hann snæðir þar. Ásamt honum var leikarinn Max Beesley.

Lífið
Fréttamynd

Gekk um staðinn eins og hann væri heima hjá sér

Sjón­varpskokkurinn Gor­don Ramsay var ó­væntur gestur á veitinga­staðnum OTO á Hverfis­götu í gær­kvöldi. Eig­andinn vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar hann sá nafn kokksins á lista yfir bókanir.

Lífið