Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Stefán Árni Pálsson skrifar 16. október 2025 12:03 Ross var 115 daga að synda í kringum landið. Það var einn maður sem varði sumrinu á Íslandi og var ekki svo heppinn að eiga afslappað sumar: Sundkappinn Ross Edgley sem setti heimsmet þegar hann kom í land í Nauthólsvík eftir að hafa synt 1600 kílómetra í kringum landið á 115 dögum. Fréttastofa Sýnar fylgdist vel með svaðilför kappans þar sem Ross lenti í alls konar hremmingum og ævintýrum. Þar má nefna strandaða hvalahjörð, tugi marglyttna í andlitið og vonskuveður í öllum landshlutum. Í Íslandi í dag í gærkvöldi fór Tómas Arnar í gegnum allt ferlið. Til að byrja með hitti hann kappann á sundæfingu um miðjan maí nokkrum dögum áður en hann hélt á vit ævintýranna. Algengasta spurningin sem fréttamaður fékk í sumar á meðan hann fylgdist með för kappans var án efa: „Hvernig dettur honum þetta í hug?“ „Árið 2018 synti ég í kringum Bretland. Ég skoðaði kortið og leitaði að öðrum löndum til að synda í kringum. Vinur minn Chris Hemsworth, sem leikur Þór í Marvel-söguheiminum, kynnti mig fyrir norrænum þjóðsögum. Þá komumst við að því að Ísland er það næsta sem hægt er að komast að því að synda í kringum Ásgarð,“ segir Ross sem fékk þessa hugmynd fyrir nokkrum árum. Hann æfði í heilt ár fyrir sumarið og reyndi að fita sjálfan sig eins mikið og hann gat. Þetta sagði Ross fyrir verkefnið sjálft. Hann viðurkenndi seinna meir að hann gerði sér engan veginn grein fyrir hve erfitt verkefni væri fram undan. Tómas hitti Ross og tók stöðuna á honum strax í fyrsta stoppi hans í landi í Grundarfirði eftir tvær vikur, að synda í sex tíma og borða og hvílast í sex tíma til skiptis. Þá var sjóferðin strax farin að taka sinn toll bæði á líkama Ross og sjóveiki farin að setja strik í reikninginn. „Þetta hefur verið erfitt. Ég ætla ekki að ljúga að þér. Það má segja að íslenska hafið hafi tekið nokkrar sálir. Við erum að missa fólk úr áhöfninni. Það er mjög skiljanlegt. Teymið hefur drýgt hetjudáð. Fólk átti erfitt með að halda niðri mat,“ sagði Ross í maí. Og tíminn leið og ýmislegt gekk á. Tómas fór í sumarfrí en á meðan stóð Ross vaktina úti á sjó og næst þegar fréttastofa heyrði í honum var hann hálfnaður á vegferð sinni. Tómas fylgdist með ferðlaginu í sumar. „Við lentum í vélarbilun í Grímsey og gestrisnin hefur verið ótrúleg. Ókunnugt fólk var mætt strax á svæðið og spurði hvað okkur vantaði. Þetta er einstakur staður,“ sagði Ross á miðri leið. Það var ekki fyrr en um 50 dögum síðar sem það dró til tíðinda að kappinn kláraði síðustu kílómetrana í sjónum og kom loks í land við mikið pomp og prakt í Nauthólsvík þar sem margmenni kom saman til að berja Bretann augum. „Þegar ég byrjaði þá vissi ég að þetta yrði ævintýri en þetta hefur verið æðislegt. Maður fékk fjórar árstíðir í einum sundspretti. Mér finnst eins og ég hafi verið ættleiddur og ég er svo þakklátur að þau leyfðu þessum skrýtna tjalla að synda í kringum þetta fallega land,“ sagði Ross þegar markmiðinu var náð. Hér að neðan má sjá yfirferðina um ferðalag Ross í kringum landið. Ísland í dag Sjósund Íslandsvinir Mest lesið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Scary Movie-stjarna látin Lífið Béla Tarr er látinn Bíó og sjónvarp Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Lífið samstarf Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Lífið Fleiri fréttir Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Sjá meira
Fréttastofa Sýnar fylgdist vel með svaðilför kappans þar sem Ross lenti í alls konar hremmingum og ævintýrum. Þar má nefna strandaða hvalahjörð, tugi marglyttna í andlitið og vonskuveður í öllum landshlutum. Í Íslandi í dag í gærkvöldi fór Tómas Arnar í gegnum allt ferlið. Til að byrja með hitti hann kappann á sundæfingu um miðjan maí nokkrum dögum áður en hann hélt á vit ævintýranna. Algengasta spurningin sem fréttamaður fékk í sumar á meðan hann fylgdist með för kappans var án efa: „Hvernig dettur honum þetta í hug?“ „Árið 2018 synti ég í kringum Bretland. Ég skoðaði kortið og leitaði að öðrum löndum til að synda í kringum. Vinur minn Chris Hemsworth, sem leikur Þór í Marvel-söguheiminum, kynnti mig fyrir norrænum þjóðsögum. Þá komumst við að því að Ísland er það næsta sem hægt er að komast að því að synda í kringum Ásgarð,“ segir Ross sem fékk þessa hugmynd fyrir nokkrum árum. Hann æfði í heilt ár fyrir sumarið og reyndi að fita sjálfan sig eins mikið og hann gat. Þetta sagði Ross fyrir verkefnið sjálft. Hann viðurkenndi seinna meir að hann gerði sér engan veginn grein fyrir hve erfitt verkefni væri fram undan. Tómas hitti Ross og tók stöðuna á honum strax í fyrsta stoppi hans í landi í Grundarfirði eftir tvær vikur, að synda í sex tíma og borða og hvílast í sex tíma til skiptis. Þá var sjóferðin strax farin að taka sinn toll bæði á líkama Ross og sjóveiki farin að setja strik í reikninginn. „Þetta hefur verið erfitt. Ég ætla ekki að ljúga að þér. Það má segja að íslenska hafið hafi tekið nokkrar sálir. Við erum að missa fólk úr áhöfninni. Það er mjög skiljanlegt. Teymið hefur drýgt hetjudáð. Fólk átti erfitt með að halda niðri mat,“ sagði Ross í maí. Og tíminn leið og ýmislegt gekk á. Tómas fór í sumarfrí en á meðan stóð Ross vaktina úti á sjó og næst þegar fréttastofa heyrði í honum var hann hálfnaður á vegferð sinni. Tómas fylgdist með ferðlaginu í sumar. „Við lentum í vélarbilun í Grímsey og gestrisnin hefur verið ótrúleg. Ókunnugt fólk var mætt strax á svæðið og spurði hvað okkur vantaði. Þetta er einstakur staður,“ sagði Ross á miðri leið. Það var ekki fyrr en um 50 dögum síðar sem það dró til tíðinda að kappinn kláraði síðustu kílómetrana í sjónum og kom loks í land við mikið pomp og prakt í Nauthólsvík þar sem margmenni kom saman til að berja Bretann augum. „Þegar ég byrjaði þá vissi ég að þetta yrði ævintýri en þetta hefur verið æðislegt. Maður fékk fjórar árstíðir í einum sundspretti. Mér finnst eins og ég hafi verið ættleiddur og ég er svo þakklátur að þau leyfðu þessum skrýtna tjalla að synda í kringum þetta fallega land,“ sagði Ross þegar markmiðinu var náð. Hér að neðan má sjá yfirferðina um ferðalag Ross í kringum landið.
Ísland í dag Sjósund Íslandsvinir Mest lesið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Scary Movie-stjarna látin Lífið Béla Tarr er látinn Bíó og sjónvarp Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Lífið samstarf Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Lífið Fleiri fréttir Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Sjá meira