Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Agnar Már Másson og Jón Þór Stefánsson skrifa 8. ágúst 2025 11:48 Unnið er hörðum höndum að gera Hallgrímskirkju klára fyrir brúðkaupið eftir hádegið. Vísir/Lýður Nígerísk leikkona, dóttir eins ríkasta manns heims, mun vera að gifta sig í Hallgrímskirkju í dag. Kirkjan er lokuð milli klukkan þrjú og fimm í dag vegna þess. Þegar þessi frétt er skrifuð er verið að setja upp skreytingar í kirkjunni vegna brúðkaupsins. Á gólfi Hallgrímskirkju má nú sjá mikið blómahaf. Samkvæmt heimildum fréttastofu er dóttir eins ríkasta manns heims að gifta sig. Búist er við að tvö hundruð manns muni mæta. Margar hendur hjálpast að.Vísir/Lýður Þá herma heimildir fréttastofu að þrjár hæðir á Edition-hótelinu hafi verið leigðar í tengslum við brúðkaupið. Umrædd leikkona er, samkvæmt heimildum fréttastofu, Temi Otedola sem er 29 ára gömul. Hún hefur til að mynda leikið í nígerískum kvikmyndum á borð við Citation, sem er dreift af Netflix, og Ms. Kanyin, sem er dreift af Amazon Prime. View this post on Instagram A post shared by Temiloluwa Otedola (@temiotedola) Brúðguminn heitir Oluwatosin Oluwole Ajibade, en er talsvert þekktari undir nafninu Mr Eazi. Hann er tónlistarmaður og hefur starfað með tónlistarmönnum á borð við Bad Bunny og J Balvin. Mr Eazi birti fyrir tveimur vikum tónlistarmyndband á Instagram og í framhaldinu fleiri myndir í íslensku hrauni. View this post on Instagram A post shared by Don Eazi (@mreazi) View this post on Instagram A post shared by Don Eazi (@mreazi) Faðir Temi heitir Femi Otedola og er nígerískur athafnamaður sem hefur eignast mestan auð sinn á olíu- og orkuviðskiptum. Hann er sem stendur í 2566 sæti á lista Forbes yfir ríkustu menn heim og eru eignir hans metnar á 1,3 milljarði Bandaríkjadali, sem jafngildir um 160 milljörðum króna. Grétar Einarsson, kirkjuhaldari í Hallgrímskirkju, vildi ekki tjá sig um málið við fréttastofu. Verðandi brúðhjónin munu hafa óskað eftir fréttabanni. Fréttin hefur verið uppfærð. Hallgrímskirkja Brúðkaup Reykjavík Nígería Íslandsvinir Tímamót Ástin og lífið Mest lesið „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Menning Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri Tíska og hönnun Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Lífið Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Lífið Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Lífið Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Menning Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Fleiri fréttir Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Sjá meira
Þegar þessi frétt er skrifuð er verið að setja upp skreytingar í kirkjunni vegna brúðkaupsins. Á gólfi Hallgrímskirkju má nú sjá mikið blómahaf. Samkvæmt heimildum fréttastofu er dóttir eins ríkasta manns heims að gifta sig. Búist er við að tvö hundruð manns muni mæta. Margar hendur hjálpast að.Vísir/Lýður Þá herma heimildir fréttastofu að þrjár hæðir á Edition-hótelinu hafi verið leigðar í tengslum við brúðkaupið. Umrædd leikkona er, samkvæmt heimildum fréttastofu, Temi Otedola sem er 29 ára gömul. Hún hefur til að mynda leikið í nígerískum kvikmyndum á borð við Citation, sem er dreift af Netflix, og Ms. Kanyin, sem er dreift af Amazon Prime. View this post on Instagram A post shared by Temiloluwa Otedola (@temiotedola) Brúðguminn heitir Oluwatosin Oluwole Ajibade, en er talsvert þekktari undir nafninu Mr Eazi. Hann er tónlistarmaður og hefur starfað með tónlistarmönnum á borð við Bad Bunny og J Balvin. Mr Eazi birti fyrir tveimur vikum tónlistarmyndband á Instagram og í framhaldinu fleiri myndir í íslensku hrauni. View this post on Instagram A post shared by Don Eazi (@mreazi) View this post on Instagram A post shared by Don Eazi (@mreazi) Faðir Temi heitir Femi Otedola og er nígerískur athafnamaður sem hefur eignast mestan auð sinn á olíu- og orkuviðskiptum. Hann er sem stendur í 2566 sæti á lista Forbes yfir ríkustu menn heim og eru eignir hans metnar á 1,3 milljarði Bandaríkjadali, sem jafngildir um 160 milljörðum króna. Grétar Einarsson, kirkjuhaldari í Hallgrímskirkju, vildi ekki tjá sig um málið við fréttastofu. Verðandi brúðhjónin munu hafa óskað eftir fréttabanni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Hallgrímskirkja Brúðkaup Reykjavík Nígería Íslandsvinir Tímamót Ástin og lífið Mest lesið „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Menning Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri Tíska og hönnun Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Lífið Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Lífið Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Lífið Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Menning Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Fleiri fréttir Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Sjá meira