Fréttir

Fréttamynd

Myndband af líkamsárás á Netinu

Myndbandi með líkamsárás í Hafnarstræti í Reykjavík, sem leiddi til dauða ungs manns, er dreift á Netinu. Myndbandið er úr eftirlitsmyndavél lögreglunnar og var sönnunargagn í málinu gegn árásarmönnunum. Yfirlögregluþjónn í Reykjavík segir þetta afar ósmekklegt.

Innlent
Fréttamynd

Ákærur á hendur England mildaðar

Ákærur á hendur bandaríska hermanninum Lynndie England hafa verið mildaðar, en hún er sökuð um misþyrmingar á írökskum föngum í Abu Ghraib fangelsinu. Í stað þess að eiga yfir höfði sér tæplega fjörtíu ára fangelsisvist eru það rúm sextán ár nú. Saksóknari útskýrði ekki hvers vegna ákærunni hefði verið breytt.

Erlent
Fréttamynd

Fjölmenni á safnanótt

Um níu hundruð gestir hlýddu á frásögn og upplestur Árna Hjartarsonar um bein, drauga, skáld og sakamenn á fyrstu safnanótt á Vetrarhátíð Reykjavíkur í Þjóðminjasafninu í gærkvöld. Gestum voru m.a. sýnd kjálkabein morðingjans Friðriks Sigurðssonar sem síðastur var tekinn af lífi á Íslandi ásamt vitorðskonu sinni Agnesi.

Innlent
Fréttamynd

Bein grænlenskra á Skriðuklaustri?

Hugsanlega skýrist á morgun hvort bein sem fundust við fornleifauppgröft á Skriðuklaustri séu af grænlensku fólki. Komi það á daginn er það skýr vísbending um að tengsl Íslendinga og Grænlendinga hafi verið meiri en áður var talið.

Innlent
Fréttamynd

Landsnet endurskoðar áætlanir

Landsnet verður að endurskoða áætlanir sínar um Fljótsdalslínu eftir að iðnaðarráðuneytið synjaði eignarnámsheimild vegna tveggja jarða á Austurlandi.

Innlent
Fréttamynd

756 prestar áskaðir um misnotkun

Rómversk-kaþólsku kirkjunni í Bandaríkjunum bárust á síðasta ári 1.092 nýjar ásakanir um kynferðislega misnotkun presta á börnum.

Erlent
Fréttamynd

Draugar á Þjóðminjasafni

Um níu hundruð gestir hlýddu á frásögn og upplestur Árna Hjartarsonar um bein, drauga, skáld og sakamenn á safnanótt í Þjóðminjasafninu á föstudagskvöld, sem haldin var í tengslum við Vetrarhátíð í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Flugvél með fallhlíf

Öruggasta einkaflugvél í heimi rennur í stríðum straumi út úr verksmiðjunni í Minnesota í Bandaríkjunum. Íslendingurinn Snorri Guðmundsson á þátt í hönnun vélarinnar sem er framleidd með fallhlíf fyrir alla vélina.

Erlent
Fréttamynd

Fjölmenn mótmæli í Róm

Þúsundir Ítala gengu um götur Rómar í dag til þess að krefjast þess að ítölsku blaðakonunni Giuliönu Sgrena sem rænt var í Írak snemma í mánuðinum yrði sleppt. Sgrena starfaði fyrir dagblaðið Il Manifesto í Írak og var rænt 4. febrúar þegar hún var að taka viðtöl skammt frá háskólanum í Bagdad, en hún birtist á myndbandi sem sent var út fyrr í vikunni þar sem hún grátbað um að sér yrði hlíft og að Ítalir kölluðu her sinn heim frá Írak.

Erlent
Fréttamynd

SÞ rannsakar morðið á Hariri

Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, ætlar að senda hóp sérfræðinga til Líbanons til að rannsaka morðið á Rafik Hariri, fyrrum forsætisráðherra landsins.

Erlent
Fréttamynd

Áhættuatriði endaði illa

Tvítugur maður fékk höfuðáverka þegar hann var að leika í myndbandi sem félagar hans voru að taka upp í Siglufjarðarskarði um fimmleytið í fyrradag.

Innlent
Fréttamynd

Sandgerði stenst prófið

Öll skilyrði sem sjávarútvegsráðuneytið setur um byggðakvóta eru uppfyllt af bæjarstjórn Sandgerðis, að sögn Árna M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Nafn mannsins sem lést

Maðurinn sem lést í vélsleðaslysi á Landmannaleið í fyrrinótt hét Bjarni Sveinsson og var til heimilis að Þernunesi 7 í Garðabæ.

Innlent
Fréttamynd

Gjafir ungmenna ekki skertar

Gjafir, sem ungmenni eru hvött til að gefa Hjálparstarfi kirkjunnar með nýrri söfnunarleið, það er að segja með SMS-skilaboðum úr farsíma, verða ekki skertar framvegis þótt símafyrirtækin ætli sér áfram sinn skerf.

Innlent
Fréttamynd

Haförn undir rafrænu eftirliti

Haferninum, sem notið hefur aðhlynningar í Húsdýragarðinum undanfarnar vikur, var sleppt austur í Grafningi í dag. Örninn verður þó undir rafrænu eftirliti fyrst um sinn.

Innlent
Fréttamynd

Ekið á annan tug hreindýra

Nýtt vandamál blasir við á Austfjörðum. Á síðustu mánuðum hefur verið keyrt á á annan tug hreindýra og ástæðan er m.a. sögð aukin umferð á hreindýrasvæðum.

Innlent
Fréttamynd

Mistókst að ná peningum

Tveir menn ógnuðu starfsfólki með hnífum í Árbæjarapóteki í hádeginu í gær og höfðu á brott með sér talsvert magn að örvandi lyfjum.

Innlent
Fréttamynd

Snarpur skjálfti við Indónesíu

Yfirborð sjávar við Indónesíu hækkaði um fjóra metra þegar jarðskjálfti varð á hafsvæðinu þar í kring í morgun. Skjálftinn mældist 6,5 á Richter.

Erlent
Fréttamynd

Wallström fer ekki fram

Margot Wallström hefur tilkynnt að hún muni ekki bjóða sig fram í þingkosningunum í Svíþjóð árið 2006, þar sem hún telur stöðu sína hjá Evrópusambandinu ekki bjóða upp á það, en hún er varaforseti framkvæmdastjórnar ESB.

Erlent
Fréttamynd

Flest skíðasvæði landsins opin

Skíðasvæðið í Bláfjöllum er opið í dag til klukkan sex. Allar lyftur eru opnar og skíðafæri er ágætt og unnið harðfenni. Það er léttskýjað og suðvestan einn til þrír metrar á sekúndu. 5 og 10 kílómetra gönguskíðabrautir eru tilbúnar.

Innlent
Fréttamynd

Hryðjuverkaleiðtogi bjó í Danmörku

Líbanskur maður, sem bjó í Danmörku í fjórtán ár, er nú leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Ansar al-Islam sem hafa myrt að minnsta kosti eitt þúsund manns í Írak. Í Danmörku var maðurinn dæmdur fyrir rán á peningaflutningabíl og er einnig talinn hafa átt þátt í öðru ráni.

Erlent
Fréttamynd

Nokkurra saknað eftir fellibyl

Nokkurra manna er saknað á smáeyjum á Suður-Kyrrahafi en tveir fellibyljir, Nancy og Ólafur, hafa gengið yfir svæðið síðustu daga. Alls er fjögurra fiskibáta saknað og hafa flugvélar og þyrlur frá Nýja-Sjálandi leitað á hafsvæðinu.

Erlent
Fréttamynd

Tókust á við lögreglumenn

Lögreglumenn í Keflavík þurftu að beita piparúða á tvo ofstopamenn á veitingahúsi í bænum laust eftir miðnætti eftir snörp átök við þá. Við úðann dösuðust mennirnir svo lögregla kom járnum á þá og flutti þá í fangageymslur þar sem þeir sofa úr sér ölvímu. Einn lögreglumaður þurfti að leita læknis í kjölfar þess að annar mannanna sparkaði harkalega í hann.

Innlent
Fréttamynd

Mágurinn yfirmaður leyniþjónustu

Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, hefur skipað mág sinn yfirmann leyniþjónustu hersins. Bashar al-Assad erfði forsetaembættið eftir föður sinn, Hafes al-Assad, og því má segja að fjölskylda þeirra sé æði valdamikil í Sýrlandi.

Erlent
Fréttamynd

bjorn.is tíu ára

"Ég sá það ekki fyrir fyrir áratug síðan hvað þetta yrði stórt og veit það svo sem ekki enn," segir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra, en á þessum degi fyrir réttum tíu árum birtist fyrsta greinin á vefsíðu hans bjorn.is sem haldið hefur verið úti allar götur síðan.

Innlent
Fréttamynd

Ekki aðeins pyntingar í Abu Ghraib

Svo virðist sem Bandaríkjaher noti pyntingar á kerfisbundinn hátt til að yfirheyra fanga. Komið hefur í ljós að bandarískir hermenn hafa ekki bara stundað pyntingar í Abu Ghraib fangelsinu í Írak og á Guantanamo á Kúbu, heldur líka í Afganistan.

Erlent
Fréttamynd

Fimm handteknir vegna fíkniefna

Lögreglan í Hafnarfirði hafði afskipti af fimm manns í þremur óskyldum fíkniefnamálum í fyrri nótt. Bifreið var stöðvuð í Garðabæ og fannst þá lítið magn af amfetamíni og maríjúana. Í framhaldinu var gerð húsleit í Hafnarfirði og fundust þá 50 grömm af amfetamíni. Tveir menn voru handteknir og gistu fangsklefa. 

Innlent
Fréttamynd

Mótmælir ákvörðun vegna auglýsinga

Samband íslenskra auglýsingastofa, SÍA, mótmælir þeirri ákvörðun Samkeppnisstofnunar að mælast til þess að Umferðarstofa taki þrjár sjónvarpsauglýsingar sínar úr umferð. Í yfirlýsingu frá SÍA segir meðal annars: „Ekki verður séð að sú fullyrðing Samkeppnisstofnunar fái staðist, að í auglýsingum Umferðarstofu sé sýnt hættulegt atferli sem haft geti þannig áhrif á börn að þau líki eftir þeirri hegðun sem sýnd er í auglýsingunum.“

Innlent
Fréttamynd

Lést í vélsleðaslysi

Maður lést þegar hann fór fram af hengju á vélsleða á Landmannaleið um miðnætti á aðfaranótt föstudags.

Innlent
Fréttamynd

Nota krana og vélmenni í niðurrif

Fjarstýrðir kranar verða notaðir til þess að rífa niður skelina af Windsor-skýjakljúfinum sem brann í Madríd um síðustu helgi. Byggingin er þrjátíu og tvær hæðir. Ekkert er eftir af henni nema burðargrindin en hún er svo veikburða eftir eldinn að ekki er talið óhætt að senda menn inn í hana til vinnu.

Erlent