Fréttir

Fréttamynd

Nafn mannsins sem lést

Maðurinn sem lést í vélsleðaslysi á Landmannaleið í fyrrinótt hét Bjarni Sveinsson og var til heimilis að Þernunesi 7 í Garðabæ.

Innlent
Fréttamynd

Gjafir ungmenna ekki skertar

Gjafir, sem ungmenni eru hvött til að gefa Hjálparstarfi kirkjunnar með nýrri söfnunarleið, það er að segja með SMS-skilaboðum úr farsíma, verða ekki skertar framvegis þótt símafyrirtækin ætli sér áfram sinn skerf.

Innlent
Fréttamynd

Haförn undir rafrænu eftirliti

Haferninum, sem notið hefur aðhlynningar í Húsdýragarðinum undanfarnar vikur, var sleppt austur í Grafningi í dag. Örninn verður þó undir rafrænu eftirliti fyrst um sinn.

Innlent
Fréttamynd

Ekið á annan tug hreindýra

Nýtt vandamál blasir við á Austfjörðum. Á síðustu mánuðum hefur verið keyrt á á annan tug hreindýra og ástæðan er m.a. sögð aukin umferð á hreindýrasvæðum.

Innlent
Fréttamynd

Mistókst að ná peningum

Tveir menn ógnuðu starfsfólki með hnífum í Árbæjarapóteki í hádeginu í gær og höfðu á brott með sér talsvert magn að örvandi lyfjum.

Innlent
Fréttamynd

Snarpur skjálfti við Indónesíu

Yfirborð sjávar við Indónesíu hækkaði um fjóra metra þegar jarðskjálfti varð á hafsvæðinu þar í kring í morgun. Skjálftinn mældist 6,5 á Richter.

Erlent
Fréttamynd

Wallström fer ekki fram

Margot Wallström hefur tilkynnt að hún muni ekki bjóða sig fram í þingkosningunum í Svíþjóð árið 2006, þar sem hún telur stöðu sína hjá Evrópusambandinu ekki bjóða upp á það, en hún er varaforseti framkvæmdastjórnar ESB.

Erlent
Fréttamynd

Flest skíðasvæði landsins opin

Skíðasvæðið í Bláfjöllum er opið í dag til klukkan sex. Allar lyftur eru opnar og skíðafæri er ágætt og unnið harðfenni. Það er léttskýjað og suðvestan einn til þrír metrar á sekúndu. 5 og 10 kílómetra gönguskíðabrautir eru tilbúnar.

Innlent
Fréttamynd

Reykjanesvirkjun stækkuð

Hitaveita Suðurnesja stefnir að því á næstu árum að tvöfalda afkastagetu Reykjanesvirkjunar svo að hún verði 200 megavött. Virkjunin verður þá ein sú stærsta á landinu.

Innlent
Fréttamynd

Alda sjálfsmorðsárása á hátíð

Alda sjálfsmorðsárása hélt áfram í Írak í dag um leið og ein mikilvægasta trúarhátíð sjíta náði hámarki. Tilraunir til að forðast blóðbað á hátíðinni hafa mistekist.

Erlent
Fréttamynd

Fjarlægðu aukahöfuð af stúlku

Egypskum læknum tókst í dag að fjarlægja aukahöfuð af 10 mánaða gamalli stúlku en hún kom í heiminn með mjög sjaldgæfan fæðingargalla. Gallanum svipar til þess að síamstvíburar væru fastir saman á hausnum en í þessu tilviki er annar tvíburinn aðeins hausinn og gat hann brosað og deplað augum.

Erlent
Fréttamynd

Vinni saman að reykingabanni

Atvinnulífið og stjórnvöld eiga að vinna saman að jafnmikilvægum málum og banni við reykingum á veitingastöðum. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar sem óttast um afdrif vínveitingastaða verði slíku banni komið á.

Innlent
Fréttamynd

Sautján létust í strætósprengingu

Tala látinna í sprengingu í strætó í Bagdad í Írak fyrr í dag hefur hækkað úr fimm í sautján og þar að auki slasaðist 41. Strætóinn sprakk í loft upp við vegatálma nærri mosku sjíta í borginni. Þar með hafa tuttugu og þrír fallið í árásum uppreisnarmanna á sjíta í höfuðborginni , en Ashura, trúarhátíð þeirra, nær hámarki í dag.

Erlent
Fréttamynd

Fundaði með Norður-Kóreumönnum

Fulltrúi Kínverja átti í dag fund með yfirvöldum í Norður-Kóreu til þess að reyna að fá þau til að hefja aftur viðræður um kjarnorkuvopnáætlun sína. Norður-Kóreumenn drógu sig út úr viðræðum sex ríkja um kjarnorkumál í Norður-Kóreu og lýstu um leið yfir að þeir ættu kjarnorkuvopn.

Erlent
Fréttamynd

Þúsundir á Þjóðahátíð

Nokkur þúsund mættu á Þjóðahátíð Alþjóðahúss í Perlunni í gær. Hátíðin var haldin í annað sinn og spáir framkvæmdastjóri Alþjóðahúss, Einar Skúlason, því að hún stækki enn að ári.

Innlent
Fréttamynd

Clinton og Bush eldri safna fé

Tveir fyrrverandi forsetar Bandaríkjanna heimsóttu hamfarasvæðin í Suðaustur-Asíu í dag. Bill Clinton og George Bush eldri táruðust næstum þegar þeir ræddu við fréttamenn um taílensk börn sem misstu foreldra sína í flóðunum. Bush yngri valdi þá til að stýra fjáröflun til hjálpar fórnarlömbum hamfaranna.

Erlent
Fréttamynd

Hyggilegra að fresta undirskrift

Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænna, segir á heimasíðu sinni að borgaryfirvöld hefðu betur frestað því að skrifa undir viljayfirlýsingu um sölu á hlut sínum í Landsvirkjun til ríkisins þar sem fyrirhuguð einkavæðing fyrirtækisins stríði gegn stefnu Vinstri - grænna. Hætta sé því á að R-listinn í Reykjavík gangi sundraður til þessara verka.

Innlent
Fréttamynd

Kosið um stjórnarskrá ESB

Þjóðaratkvæðagreiðsla um nýja stjórnarskrá Evrópusambandsins fer fram á Spáni í dag. Spánverjar verða þar með fyrsta þjóðin til að kjósa um stjórnarskrána en tíu aðrar þjóðir innan sambandsins hafa tilkynnt að þær ætli að bera hana undir þjóðaratkvæði.Ef eitt ríki neitar að staðfesta stjórnarskrána tekur hún ekki gildi.  

Erlent
Fréttamynd

Ellefu látnir í árásum í Írak

Að minnsta kosti 11 hafa látist og 90 særst í sjálfsmorðsárásum og sprengingum í hverfum sjíta í Bagdad í dag, en Ashura-trúarhátíð þeirra nær hámarki í dag. Maður á mótorhjóli sprengdi sjálfan sig í loft upp við jarðarför í mosku sjíta í morgun með þeim afleiðingum að að fjórir létust og tæplega 39 særðust.

Erlent
Fréttamynd

Þriggja tonna tjakki stolið

Brotist var inn í fiskvinnslufyrirtæki á Reykjanesi í fyrrinótt og hvarf þjófurinn á brott með verkfærakistu á hjólum, rafsuðutæki, hátíðnisuðutæki og þriggja tonna tjakk.

Innlent
Fréttamynd

Löng bið eftir skilríkjum Fischers

Útlendingastofnun lét kalla á stuðningsmenn Bobbys Fischers úr beinni útvarpsútsendingu í desember til þess að spyrja um fæðingardag hans og annað vegna skilríkja handa honum. Síðan hefur ekkert gerst. Forstjóri Útlendingastofnunar ætlar að funda með stuðningshópnum eftir helgi.

Innlent
Fréttamynd

Magni hættir í haust

"Í haust verð ég sjötugur og vil hafa einhvern tíma til að leika mér sjálfur, þannig að í október eða nóvember ætla ég að sjá hvort einhver vill kaupa búðina og halda áfram að vera jókerinn við Laugaveg," segir Magni Magnússon kaupmaður, sem hefur ákveðið að setjast í helgan stein.

Innlent
Fréttamynd

Þremur mönnum rænt í Írak

Tveim blaðamönnum frá Indónesíu var rænt í borginni Ramadi í Írak fyrr í vikunni. Talsmaður stjórnvalda í Írak greindi frá þessu í morgun. Bílstjóra blaðamannanna var einnig rænt sem og bílaleigubíl sem þeir höfðu á leigu.

Erlent
Fréttamynd

Hótar að boða til kosninga

Formaður grænlensku landsstjórnarinnar hótar að boða til almennra kosninga ef hann verður ekki endurkjörinn formaður flokks síns. Hans Enoksen er formaður Síúmút sem er stærsti stjórnmálaflokkur Grænlands. Landsfundur flokksins stendur nú yfir og fer formannskjör fram á morgun.

Erlent
Fréttamynd

Stálu þriggja tonna tjakki

Brotist var inn í fiskvinnslufyrirtæki á Reykjanesi í fyrrinótt og hvarf þjófurinn á brott með verkfærakistu á hjólum, rafsuðutæki, hátíðnisuðutæki og þriggja tonna tjakk.

Innlent
Fréttamynd

Kakkalakkar fangaðir með eigin þef

Hugsanlegt er að hægt verði að nota sérstaka lykt sem kvenkyns kakkalakkar gefa frá sér til þess að hafa hemil á dýrategundinni. Að þessu hafa vísindamenn við ríkisháskólann í New York komist, en þeir hafa unnið að því að efnagreina ferómón sem kvenkyns kakkalakkar senda út til þess að lokka karldýr til sín.

Erlent
Fréttamynd

Níu mosa - tilfelli frá áramótum

Mosa - sýkingabakteríur hafa fundist í níu manns hér frá áramótum, að sögn Ólafs Guðlaugssonar yfirlæknis sýkingavarnadeildar á Landspítala háskólasjúkrahúsi

Innlent
Fréttamynd

Ísraelar hætta niðurrifi

Stjórnvöld í Ísrael hafa komist að þeirri niðurstöðu að sú stefna að brjóta og eyðileggja hús aðstandenda sjálfsmorðsárásarmanna skili engum árangri og hafa ákveðið að hætta þeirri iðju. Þetta er í anda þeirrar þíðu sem nú er brostin á í samskiptum Ísraels- og Palestínumanna.

Erlent
Fréttamynd

Vélstjórar bíða Sólbaksdóms

Félagsdómur hefur ekki kveðið upp dóm í Sólbaksmálinu. Vélstjórafélag Íslands kærði og vill láta ógilda Sólbakssamninginn sem útgerðin Brim hf. gerði um skipið Sólbak og við áhöfn þess. Helgi Laxdal formaður Vélstjórafélagsins átti von á úrskurði dómsins í vikunni:

Innlent
Fréttamynd

Undrast áform iðnaðarráðherra

Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs lýsir í tilkynningu furðu sinni á bollaleggingum Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðarráðherra um sameiningu orkufyrirtækja. Þingflokkurinn mótmælir harðlega öllum áformum ráðherrans um frekari markaðs- og einkavæðingu almannaþjónustu á sviði orkuframleiðslu og orkudreifingar á næstu árum.

Innlent