Innlent

Fimm handteknir vegna fíkniefna

Lögreglan í Hafnarfirði hafði afskipti af fimm manns í þremur óskyldum fíkniefnamálum í fyrri nótt. Bifreið var stöðvuð í Garðabæ og fannst þá lítið magn af amfetamíni og maríjúana. Í framhaldinu var gerð húsleit í Hafnarfirði og fundust þá 50 grömm af amfetamíni. Tveir menn voru handteknir og gistu fangsklefa. Málið er upplýst og mönnunum hefur verið sleppt. Lögreglunni barst svo tilkynning um ósætti fyrir utan iðnaðarhús og þegar hún kom á vettvang fundu þeir eins metra háa kannabisplöntu sem ræktuð var þar innan dyra. Tveir menn voru handteknir. Á Arnarnesi í Garðabæ fannst svo töluvert magn af kannabisefnum og amfetamíni í húsi sem lögreglan hafði verið að fylgjast með vegna grunsemda. Einn maður var handtekin. Samanlagt voru því fimm manns handteknir og þrjú óskyld mál upplýst þessa nótt í Hafnarfirði og Garðabæ. Töluvert hefur verið um innbrot í Hafnarfirði að undanförnu en lögreglan vill ekkert um það segja hvort tengsl séu á milli þessara tíðu innbrota og fíkniefnamálanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×