Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Það hefur verið áhugavert að hlusta á málflutning stjórnarliða sem verja nú fjárlögin og tengd mál, ekki síst fulltrúa Viðreisnar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur þar m.a. gagnrýnt: Skoðun 16. desember 2025 07:03
Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Nýskráningar bíla í nóvember voru tæplega þrefalt fleiri en í sama mánuði í fyrra. Mikla aukningu má líklegast rekja til hækkunar vörugjalda um áramótin að sögn framkvæmdastjóra Bílgreinasambandsins. Bílaleigur sem ekki kaupa rafbíla verði fyrir hvað mestum áhrifum. Innlent 15. desember 2025 23:39
Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Óvíst er hvort Guðmundur Ingi Kristinsson menntamálaráðherra muni snúa aftur til starfa í menntamálaráðuneytið eftir að veikindaleyfi hans nú lýkur. Hann er á leið í opna hjartaskurðaðgerð og tíminn þarf að leiða í ljós hvernig bataferli hans verður. Innlent 15. desember 2025 22:40
Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Ljósi er varpað á málsatvik í tengslum við snjóflóðið í Súðavík í skýrslu rannsóknarnefndar sem var kynnt í dag. Formaður nefndarinnar segir hægt að draga lærdóm af skýrslunni. Innlent 15. desember 2025 19:32
Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í snjóflóðinu í Súðavík árið 1995 segir nýja skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis sem kynnt var í dag ekki til neins ef ekki verði brugðist við henni. Hann segir ekki dag líða þar sem hann hugsi ekki til dagsins örlagaríka í janúar þetta ár, stjórnvöld hafi með því að neita að horfast í augu við ábyrgð látið eins og fráfall íbúa í Súðavík hafi ekki skipt neinu máli. Innlent 15. desember 2025 19:12
Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup eru nú spurðir út í mögulegt framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar til borgarstjórnar. Sjálfur segist Guðlaugur ekki standa að baki könnuninni, hann hafi í nógu að snúast í þinginu þó hann gefi líkt og áður ekkert upp um hvort hann stefni á að sækjast eftir oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í borginni sem Hildur Björnsdóttir vermir nú. Innlent 15. desember 2025 17:31
Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis vegna snjóflóðs í Súðavík árið 1995 er hvorki að finna álit né vangaveltur nefndarinnar um mögulega ábyrgð einstaklinga á atburðum 16. janúar 1995, þegar fjórtán fórust. Í skýrslunni segir hins vegar að auðvelt sé að vera vitur eftir á. Innlent 15. desember 2025 16:23
Stór mál standa enn út af Stór mál standa enn út af á Alþingi nú þegar einungis þrír þingfundir eru eftir á árinu, samkvæmt starfsáætlun. Formaður Sjálfstæðisflokksins biðlar til ríkisstjórnar um að hætta að hækka skatta. Innlent 15. desember 2025 14:44
Í takt við það sem verið hefur Breyttar innritunarreglur í framhaldsskóla fela ekki í sér hugmyndafræðilega breytingu að mati Guðjóns Hreins Haukssonar formanns Félags framhaldsskólakennara. Hann segir þær í raun staðfesta það sem iðkað hefur verið áratugum saman að skólinn sé fyrir alla. Innlent 15. desember 2025 14:44
Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Aðalsteinn Leifsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra og varaþingmaður Viðreisnar, gefur kost á sér til að leiða lista Viðreisnar í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík í vor. Hann mun taka sér launalaust leyfi frá utanríkisráðuneytinu á sama tíma. Innlent 15. desember 2025 14:41
Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Rannsóknarnefnd Alþingis vegna snjóflóðsins í Súðavík 16. janúar 1995 hefur lokið rannsókn sinni. Skýrsla nefndarinnar verður afhent forseta Alþingis klukkan 13 og kynnt klukkan 15. Sjá má kynninguna í beinni útsendingu hér að neðan. Innlent 15. desember 2025 14:34
Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Rannsóknarnefnd Alþingis vegna snjóflóðsins í Súðavík 16. janúar 1995 hefur lokið rannsókn sinni og afhent forseta Alþingis skýrsluna. Skýrslan verður kynnt opinberlega klukkan 15. Innlent 15. desember 2025 13:18
Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Í dag mun rannsóknanefnd sem Alþingi skipaði til að rannsaka aðdraganda og eftirmál snjóflóðsins í Súðavík fyrir þrjátíu árum skila skýrslu sinni. Kona sem missti dóttur sína í flóðinu segist vona að sannleikurinn fái loksins að koma í ljós. Innlent 15. desember 2025 12:01
Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Eigendur húsbréfa á pappír, sem gefin voru út af Íbúðalánasjóði fyrir árið 2004, eru hvattir til að leysa þau út gegn greiðslu hjá Fjársýslu ríkisins frá og með deginum í dag. Viðskipti innlent 15. desember 2025 11:03
EES: ekki slagorð — heldur réttindi Varaformaður Miðflokksins steig í pontu Alþingis nýlega og talaði um að “taka stjórn” á landamærunum með því að hefta innflutning EES-fólks, og sagði beinlínis að ef það gengi ekki þá þyrfti að skoða að segja EES-samningnum upp. Skoðun 15. desember 2025 10:00
Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Magnea Marinósdóttir stjórnmálafræðingur hefur ákveðið að sækjast eftir öðru til fjórða sæti á lista Samfylkingarinnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Flokksvalið fer fram 24. janúar næstkomandi. Innlent 15. desember 2025 07:39
Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Heilbrigðisráðuneytið vinnur í samstarfi við Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði að því að gera efnagreiningu aðgengilega í neyslurými og skaðaminnkandi úrræðum. Í svari frá heilbrigðisráðuneytinu um framkvæmd stefnu í skaðaminnkun sem kynnt var ráðherra í ársbyrjun kemur fram að tveimur aðgerðum sé lokið og að vinna sé hafin við tvær til viðbótar. Innlent 15. desember 2025 06:32
Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Þingmenn í stjórnarandstöðu eru ekki mótfallnir byggingu Fljótaganga en telja að forgangsröðun ríkisstjórnarinnar sé röng. Formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins eru á því að Fjarðarheiðargöng ættu að fara í forgang og þingflokksformaður Framsóknarflokksins gagnrýnir yfirlýsingar um að það sé verið að rjúfa kyrrstöðu. Það sé alls ekki raunin. Ekki náðist í formann Miðflokksins vegna umfjöllunarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Innlent 14. desember 2025 23:00
Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Meirihluti fjárlaganefndar hefur lagt til að framlag ríkissjóðs til Rithöfundasambands Íslands vegna greiðslna fyrir afnot á bókasöfnum verði aukið um 80 milljónir króna í fjárlögum næsta árs. Í álitinu segir að efling íslensku sé stórt og mikilvægt mál og komi víða við. Framlagið ætti því á næsta ári að verða um 226 milljónir. Innlent 14. desember 2025 17:43
Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert er því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í sameiginlegum drónakaupum hinna Norðurlandanna sé vilji til þess. Utanríkisráðuneytið fylgist með framvindu kaupanna. Innlent 14. desember 2025 15:54
Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknar, sakar Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, um lögbrot með því að hafa í nokkrum tilvikum farið út fyrir framkvæmdaheimildir sínar. Hún segir umhugsunarvert að forsætisráðherra verji aðgerðir samráðherra sinna þegar þeir fari út fyrir heimildir sínar. Innlent 14. desember 2025 12:18
Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Bjarnveig Birta Bjarnadóttir og Stein Olav Romslo eru sigurvegarar forprófkjörs Hallveigar – ungs jafnaðarfólks í Reykjavík. Bjarnveig Birta fékk 268 atkvæði og Stein Olav Romslo 260 atkvæði. Innlent 13. desember 2025 22:06
„Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns tók við sem fyrsti formaður Pírata í lok síðasta mánaðar. Oktavía er jafnframt fyrsti stjórnmálaleiðtoginn sem er kynsegin. Hán leggur mikla áherslu á öryggi, menningu og að fjölbreytileikinn fái að skína. Hán ólst upp í Danmörku og segist stundum eiga erfitt með að skilja íslenska kaldhæðni. Innlent 13. desember 2025 21:30
Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra var hafnað í íbúakosningu sem fór fram 28. nóvember – 13. desember 2025. Innlent 13. desember 2025 19:07
Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Á félagsfundi Pírata í Reykjavík í dag var samþykkt einróma að veita stjórn félagsins umboð til að ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð til borgarstjórnar vorið 2026. Innlent 13. desember 2025 18:53
Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Jóhann Páll Jóhannsson settur menningarráðherra þegar kemur að ráðningu nýs óperustjóra hefur boðað þrjá umsækjendur í viðtal. Þrír hafa verið metnir hæfir til að gegna stöðunni en til stóð að skipa í stöðuna fyrir 15. nóvember síðastliðinn. Menning 13. desember 2025 16:00
Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Í frumvarpi ríkisstjórnarinnar um breytingar á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2026 er að finna langan lista af skattahækkunum sem samanlagt nema tugum milljarða króna. Þær eru kynntar sem tæknilegar lagfæringar, verðlagsuppfærslur eða „nauðsynlegar“ breytingar, en í raun er hér um að ræða beina atlögu að heimilum landsins. Skoðun 13. desember 2025 13:32
Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Stefán Pálsson, varaborgarfulltrúi Vinstri grænna, segir að lengjustuðullinn á því að hann verði næsti formaður flokksins hljóti að vera ansi hár. Auk þess viti allir að stuðningsyfirlýsingar frá Össuri Skarphéðinssyni séu koss dauðans í pólitíkinni, og hafi hann átt möguleika sé hann núna farinn. Innlent 13. desember 2025 11:48
Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þingheimur fundar í dag, laugardag, en þingfundadögum í desember var fjölgað í upphafi mánaðar sökum anna. Innlent 13. desember 2025 10:51
Þau fái heiðurslaun listamanna Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis hefur lagt til að Ágúst Guðmundsson leikstjóri, Ragnheiður Jónsdóttir myndlistarmaður, og Þórarinn Eldjárn rithöfundur fái heiðurslaun listamanna. Innlent 13. desember 2025 10:27