Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Formaður utanríkismálanefndar segir sjálfsagt mál að utanríkismálanefnd komi saman og ræði stefnu Íslands í Evrópumálum, eftir heimsókn forseta framkvæmdastjórnar ESB hingað til lands í liðinni viku. Trúnaður ríkir um það sem nefndarmanna fer á milli, nema annað sé ákveðið. Innlent 21. júlí 2025 12:10
Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Þegar forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Ursula von der Leyen, stóð við hlið forsætisráðherra Íslands, Kristrúnar Frostadóttur, á blaðamannafundi á Keflavíkurflugvelli þann 17. júlí, hefði mátt ætla að þar færi viðburður sem markaði tímamót í samskiptum Íslands og Evrópusambandsins. En í stað þess að beina kastljósinu að fjölbreyttu og margþættu samstarfi Íslands við Evrópu, snerist fundurinn nær alfarið um varnarmál. Skoðun 21. júlí 2025 10:03
„Lífið er miklu meira en peningar“ Jón Pétur Zimsen þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur vakið mikla athygli, annaðhvort fyrir vasklegan framgang í þágu hagsmuna almennings eða þá hagsmuna kvótakónga og stórútgerðarinnar. Það fer eftir því hvernig litið er á umtalaða hækkun veiðigjalda. Hann kemur úr auðugri fjölskyldu, hefur verið virkur á hlutabréfamarkaði og meðal annars fjárfest í sjávarútvegsfyrirtækjum. Hann segir ástríðuna alltaf þá sömu, að hjálpa börnum og unglingum. Lífið sé svo miklu meira en peningar. Innlent 20. júlí 2025 19:06
Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Forseti Alþingis vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á hendur henni vegna beitingar 71. greinar þingskapalaga undir þinglok í síðustu viku á bug. Hún hafi verið að sinna skyldum sínum sem forseti þingsins þegar hún tók ákvörðun um beitingu hennar. Innlent 20. júlí 2025 13:12
Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sprengisandur er á sínum stað klukkan tíu þar sem Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi ræðir samfélagsmálin við góða gesti. Í dag verður tekist á um veiðigjöldin og meðal annars rætt um heimsókn Ursulu von der Leyen, þinglok, fjármaámarkaði og fleira. Innlent 20. júlí 2025 09:40
„Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir enga leið að lesa það úr fyrirliggjandi gögnum að Ísland hafi nokkurn tímann dregið umsókn sína um aðild að Evrópusambandinu til baka með formlegum hætti. Innlent 19. júlí 2025 20:04
„Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Boðað hefur verið til fundar í utanríkismálanefnd Alþingis á mánudaginn eftir ósk stjórnarandstöðunnar þar um. Formaður Miðflokksins telur fundinn leikrit og segir allar aðgerðir ráðamanna snúast um að troða Íslandi inn í ESB. Innlent 19. júlí 2025 19:17
„Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Bjarni Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, saknar þess ekki að vera á Alþingi. Frelsi felist í því að hreinsa dagskrána, ferðast um landið á nýkeyptum pallbíl og vinna upp tímann sem vinnan tók frá fjölskyldunni. Lífið 19. júlí 2025 17:31
Þorgerður til í fund og það strax Búið er að boða til fundar í utanríkismálanefnd Alþingis strax á mánudag eftir að þingmenn stjórnarandstöðu óskuðu eftir því að svo yrði gert. Utanríkisráðherra segir miður að stjórnarandstaðan reyni að gera heimsókn forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins tortyggilega. Þingmaður stjórnarandstöðunnar segir ríkisstjórnina sjálf gera heimsóknina tortryggilega. Innlent 19. júlí 2025 12:16
Þetta er allt hinum að kenna! Nýliðin þinglok voru fyrir margra hluta sakir áhugaverð. Ákvörðun meirihluta Alþingis um að nýta kjarnorkuákvæði 71. gr. þingskapalaga til þess að koma í gegn frumvarpi atvinnuvegaráðherra um skattahækkun á sjávarútveginn mun að líkindum breyta þingstörfum um ókomna tíð. Skoðun 19. júlí 2025 08:02
Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Þegar Alþingi komst loks í gegnum 160 klukkustunda málþóf stjórnarandstöðunnar í umræðum um veiðigjaldafrumvarpið biðu þrjátíu og fimm stjórnarfrumvörp og þrjú nefndarfrumvörp lokaafgreiðslu í annarri og þriðju umræðu. Meira og minna allt þjóðþrifamál og mörg þeirra mála sem stjórnarandstaðan í orði kveðnu hefur sagst styðja. Skoðun 19. júlí 2025 08:02
Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Um þessar mundir virðist ekki vera nokkur skortur á ábyrgðarlausum yfirlýsingum á íslenska stjórnmálasviðinu. Skoðun 18. júlí 2025 20:00
Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur óskað eftir því að utanríkismálanefnd Alþingis komi saman til fundar vegna heimsóknar Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, til Íslands. Innlent 18. júlí 2025 19:48
Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Utanríkisráðherra segir furðulegt að fylgjast með stjórnarandstöðuflokkunum keppast við að ala á heimóttarskap og mótmæla alþjóðasamstarfi. Allar ákvarðanir um aðildarviðræður við Evrópusambandið verði undir þjóðinni komnar. Minnihlutinn þurfi einfaldlega að treysta þjóðinni. Innlent 18. júlí 2025 19:01
Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Prófessor emeritus í stjórnmálafræði segir það að sumu leyti óheppilegt hve skarðan hluta Flokkur fólksins bar frá borði á síðasta löggjafarþingi. Sum af stærstu kosningaloforðum flokksins urðu ekki að lögum og þurfa því að bíða fram á haust. Fordæmalaust málþóf hafi þó sett strik í reikninginn. Innlent 18. júlí 2025 12:57
Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að stuðningsfólk ríkisstjórnarflokkanna þriggja bitra og eiga í vandræðum með sjálfsmynd sína. Þeir telji sig ekki metna að verðleikum. Tilefni pistilsins er nýleg samþykkt Alþingis á hækkun veiðigjalda sem Jón Pétur telur kolvitlausa ákvörðun. Innlent 18. júlí 2025 12:04
Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Færsla strandveiða frá atvinnuvegaráðuneyti Hönnu Katrínar Friðriksson til innviðaráðuneytis Eyjólfs Ármannssonar getur ekki talizt annað en vantraustyfirlýsing Flokks fólksins á Viðreisn og atvinnuvegaráðherra flokksins. Hanna Katrín hefur viljað meina í fjölmiðlum að um eðlilega tilfærslu sé að ræða sem alltaf hafi staðið til en vitanlega vaknar þá spurningin hvers vegna það var ekki gert í tíma áður en núverandi strandveiðitímabil hófst? Sú spurning svarar sér sjálf. Skoðun 18. júlí 2025 07:44
„Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ „Þá eru öll sund lokuð. Við verðum þá að una við það. Það er náttúrulega mjög svekkjandi að ná ekki að framlengja veiðarnar. Þetta eru um 800 bátar sem eru að stunda þær og bara mjög fjölmennur vinnustaður og allt í kring. “ Innlent 17. júlí 2025 23:03
Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins segir heimsókn Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, meðvitaða pólitíska yfirlýsingu. Um sé að ræða grundvallarstefnubreytingu hvað samband Íslands og Evrópusambandsins varðar. Innlent 17. júlí 2025 21:34
Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra tilkynntu á blaðamannafundi í dag að viðræður um tvíhliða varnar- og öryggissamning á milli Íslands og Evrópusambandsins hæfust á næstu dögum. Innlent 17. júlí 2025 18:47
Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu sé enn gild. Hún svaraði spurningum blaðamanna ásamt Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra á sérstökum blaðamannafundi í dag. Innlent 17. júlí 2025 17:40
Strandveiðum er lokið í sumar Málefni strandveiða eru nú komin á borð innviðaráðherra sem segir, líkt og atvinnuvegaráðherra sagði, að engar lausnir séu fyrir hendi til að auka strandveiðikvótann. Strandveiðum er því lokið í sumar. Innlent 17. júlí 2025 17:07
Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Blaðamannafundur forsætisráðherra með forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins er að hefjast. Hér geturðu fylgst með í beinni. Innlent 17. júlí 2025 16:59
Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra telur að meirihluti Íslendinga styðji áframhaldandi aðildaviðræður við Evrópusambandið. Innlent 17. júlí 2025 15:11
Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Atvinnuvegaráðherra segist ekki hafa fundið neina lausn til þess að lengja strandveiðitímabilið en frumvarp hans náði ekki fram að ganga á vorþingi. Málaflokkurinn hefur verið færður um ráðuneyti. Innlent 17. júlí 2025 15:09
Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Ákveðið hefur verið að gera breytingar á forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands þannig að byggðakerfið, sem felur meðal annars í sér strandveiðar og byggðakvóta, verður flutt frá atvinnuvegaráðuneytinu til innviðaráðuneytisins. Innlent 17. júlí 2025 13:35
Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, fóru víða og virðast hafa skemmt sér vel í þyrluflugi um landið með þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar. Innlent 17. júlí 2025 13:07
„Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ Strandveiðimaður segir stéttina upplifa sig svikna og krefur ríkisstjórnina um að efna loforð sín um 48 daga strandveiðitímabil, sem virðist nú runnið í sandinn þar sem strandveiðafrumvarp ríkisstjórnarinnar var ekki afgreitt áður en þingi lauk. Strandveiðitímabilinu er að óbreyttu lokið og sjómaðurinn er ekki bjartsýnn. Innlent 17. júlí 2025 12:35
„Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Seinna í dag kemur í ljós hvort strandveiðum verður fram haldið í sumar en þær voru stöðvaðar eftir að núverandi kvóti kláraðist í gær. Vinna stendur yfir í ráðuneytinu en framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda vonast eftir fimm þúsund tonnum til viðbótar. Innlent 17. júlí 2025 12:15
Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, eru í útsýnisflugi um Ísland með þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar. Innlent 17. júlí 2025 10:29