Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Kvikmyndagerðarkonan Hrafnhildur Gunnarsdóttir undrast aðgerðaleysi stjórnvalda vegna flúormengunar í Hvalfirði sem bitnað hafi illa á fólki, búfénaði og lífríki við fjörðinn. Aðgerðaleysið hafi viðgengist um árabil og mikið hafi mætt á hrossabónda sem er viðfangsefni nýrrar heimildarmyndar um málið. Illa hafi verið vegið að æru bóndans með því að hundsa ítrekaðar ábendingar um veikindi í hestum sem talið er að rekja megi til mengunar. Innlent 16.10.2025 16:32
Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Menningarvaktin, nýtt menningarhlaðvarp, hefur hafið göngu sína á Vísi. Símon Birgisson, leikhúsgagnrýnandi, fær þar til sín góða gesti fyrir heiðarlegar, frjálsar og öðruvísi umræður um það sem er efst á baugi í menningunni. Menning 16.10.2025 15:18
„Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Gríðarlegur áhugi var á leikprufum fyrir fjölskyldusöngleikinn Galdrakarlinn í Oz en um 900 leikglöð börn á aldrinum 8–12 ára mættu og sýndu hæfileika sína á sviðinu. Aðeins þrettán börn voru valin í leikhópinn sem mun stíga á Stóra svið Borgarleikhússins í janúar næstkomandi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Borgarleikhúsinu. Lífið 16.10.2025 13:00
Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Dansarinn Marinó Máni Mabazza var búinn að æfa í marga mánuði fyrir frumsýningu Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu þegar hann fékk golfkúlu í augað. Hefði augnbeinið ekki tekið bróðurpart höggsins hefði augað hæglega getað sprungið. Lífið 15. október 2025 07:08
Að henda bókum í börn Þessa dagana hefur starf mitt verið á dagskrá á kaffistofum og í heitum pottum þessa lands. Ég er nefnilega íslenskukennari í Menntaskólanum við Hamrahlíð, einum af þeim fjórum skólum sem skylda nemendur sína til þess að lesa Sjálfstætt fólk eftir nóbelskáldið Halldór Laxness. Það er mér því ljúft og skylt að útskýra af hverju mér finnst að við eigum að kenna einmitt þessa bók eftir einmitt þennan mann. Skoðun 15. október 2025 06:47
Heitasta hámhorfið í haust Yfirvofandi skammdegi, gráir dagar og aukin þreyta, heitt bað, kertaljós og þrusugott hámhorf á Netflix uppi í sófa. Haustið er ein huggulegasta árstíðin og hér verður farið yfir hugmyndir að góðu sjónvarpsefni. Lífið 14. október 2025 20:01
D'Angelo er látinn Tónlistarmaðurinn Michael Eugene Archer, betur þekktur sem D'Angelo, er látinn, 51 árs að aldri, eftir baráttu við briskrabbamein. D'Angelo var gríðarlega áhrifamikill innan R&B-tónlistar og er gjarnan talinn brautryðjandi neo-sálartónlistar. Lífið 14. október 2025 16:27
Laufey gerist rithöfundur Tónlistarkonan Laufey hyggst gefa út barnabók á næsta ári titluð Mei Mei The Bunny. Aðalpersónan er byggð á lukkudýri söngkonunnar. Lífið 14. október 2025 16:13
Trylltust við taktinn í barokkbúningum Færri komust að en vildu á næturklúbbnum Auto síðastliðinn laugardag þegar tónleikarnir Barokk á klúbbnum fóru fram í annað sinn. Þakið ætlaði að rifna af þegar helstu slagarar barokk tímabilsins 1600-1750 voru fluttir í raftónlistarbúningi. Menning 14. október 2025 16:02
Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Á síðustu mánuðum hafa óútgefin handrit Þórdísar Helgadóttur og Nínu Ólafsdóttur lent í greipum bókaþjófs. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þjófurinn lætur til skarar skríða en ólíkt áður lætur hann nú vita að bókunum hafi verið stolið. Í leiðinni kallar hann höfunda og útgefendur skíthausa og tussu. Innlent 14. október 2025 15:39
Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Heimildarmynd um rapparann Birni hefur verið í bígerð síðustu sex ár og verður frumsýnd á næsta ári. Ísak Hinriksson er leikstjóri myndarinnar en hann leikstýrði nýútkomnu tónlistarmyndbandi „Engla“ sem var frumsýnt á stórtónleikum í Laugardalshöll. Tónlist 14. október 2025 10:07
Shine on, you crazy Íslendingar! Það er ekki á hverjum degi sem maður upplifir tónleika þar sem áheyrendur virðast svífa í geimþoku á milli Guðs, gítarstrengja og góðs hljóðkerfis. En þannig var það í Eldborg á laugardaginn. Þar messaði íslenskt rokkprestakall um eilífa dýrð Pink Floyd. Gagnrýni 14. október 2025 07:02
Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Rithöfundurinn Ólafur Jóhann Ólafsson er meðal þeirra sem hafa fengið tölvupóst frá aðila sem girnist óútgefna bók hans. Að sögn útgefanda minna skilaboðin á bókaþjóf sem herjaði á rithöfunda úti um allan heim fyrir nokkrum árum. Kynningarstjóri Forlagsins segir að þjófurinn hefur komist yfir að minnsta kosti tvö óútgefin handrit íslenskra höfunda. Innlent 13. október 2025 19:11
Inbetweeners snúa aftur Höfundar költseríunnar The Inbetweeners hafa staðfest að breski unglingahópurinn muni snúa aftur. Fjórmenningarnir slógu fyrst í gegn í þremur seríum á Channel 4 og fylgdu tvær kvikmyndir í kjölfarið. Bíó og sjónvarp 13. október 2025 15:56
Vesturport fær lóð í Gufunesi Leiklistarhópurinn Vesturport hefur fengið vilyrði fyrir lóð í Gufunesi og hyggst byggja upp starfsemi sína þar. Reykjavíkurborg hefur undanfarin ár lagt áherslu á að laða að kvikmyndafyrirtæki að svæðinu. Bíó og sjónvarp 13. október 2025 15:16
Minnist náins kollega og elskhuga Leikstjórinn Woody Allen hefur skrifað fallega minningargrein um leikkonuna Diane Keaton, sem lést um helgina, en þau unnu náið saman að átta kvikmyndum. Allen segir Keaton hafa verið ólíka nokkrum öðrum sem plánetan jörð hefur kynnst. Bíó og sjónvarp 13. október 2025 13:12
Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Helgin var sannarlega viðburðarík hjá íslensku stórstjörnunni og tónlistarkonunni Bríeti. Hún var að frumsýna tónlistarmyndina Minningar á Listasafni Reykjavíkur, stóð fyrir hátíðarsýningum í Bíó Paradís og tróð upp á næturklúbbnum Auto í kjölfarið. Allt þetta er hluti af því að kveðja plötuna Kveðja, Bríet sem kom út fyrir sléttum fimm árum og er einhver stærsta plata íslenskrar tónlistarsögu. Tónlist 13. október 2025 11:33
Ian Watkins myrtur af samföngum Ian Watkins, fyrrverandi söngvari velsku rokkhljómsveitarinnar Lostprophets, er látinn eftir að ráðist var á hann í fangelsi, þar sem hann afplánaði 29 ára langan fangelsisdóm fyrir gróft barnaníð. Erlent 12. október 2025 08:21
Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Það gengur mikið á í félagsheimilinu Aratungu í Biskupstungum þessa dagana því þar eru barneignir og sauðfjárrækt í aðalhlutverki, sem leiðir til hvers konar misskilnings eins og vera ber í góðum gamanleik, sem leikdeildin í sveitinni er að setja upp. Lífið 11. október 2025 20:06
Diane Keaton er látin Leikkonan og Óskarsverðlaunahafinn Diane Keaton er látin. Hún var 79 ára gömul. Lífið 11. október 2025 19:27
Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Ráðherra menningarmála segir boðaða skattheimtu af streymisveitum munu skila ríkissjóði um 140 til 150 milljónum króna á ári. Markmiðið sé að auka aðgengi að innlendu sjónvarpsefni auk þess að styrkja stöðu innlendra streymisveitna gagnvart erlendum risum. Viðskipti innlent 10. október 2025 15:01
Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Jóhanna Helga Jensdóttir hefur verið ráðin í nýtt og umfangsmeira hlutverk á útvarpsstöðinni FM957 og mun nú fylgja hlustendum alla virka daga á milli klukkan tíu og tvö. Tónlist 10. október 2025 14:00
Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlistartímaritið Rolling Stone hefur tekið saman lista yfir 250 bestu lög 21. aldarinnar. Eins og við mátti búast er listinn ekki óumdeildur og trónir sömuleiðis nokkuð óvænt lag á toppnum. Tónlist 10. október 2025 13:23
„Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Menntamálaráðherra segist munu taka til skoðunar hvort framhaldsskólanemar séu í minna mæli en áður látnir lesa skáldsögur eftir Halldór Laxness og Íslendingasögur. Það sé hið sorglegasta mál ef satt reynist, en hann muni ekki gefast upp á að koma menntamálum í gott horf. Innlent 10. október 2025 12:20