Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg

Leikkonan Judi Dench hefur óvænt komið framleiðandanum Harvey Weinstein til varnar og segir hann hafa þolað nóg. Hún segist hafa mikla samúð með fórnarlömbum hans og hafi verið heppin að lenda aldrei í honum í þeim tíu myndum sem þau gerðu sama. Weinstein hefur afplánað um fimm ár af 39 ára dómi.

Lífið
Fréttamynd

Lofar að koma böndum á CNN

David Ellison, stjórnandi Paramount Skydance og sonur auðjöfursins Larry Ellison, lofaði embættismönnum í ríkisstjórn Donalds Trump að hann myndi gera umtalsverðar breytingar á rekstri fréttastöðvarinnar CNN, nái hann stjórn á Warner Bros. Discovery. Ellison er að reyna fjandsamlega yfirtöku á WBD, eftir að stjórn fyrirtækisins samþykkti kauptilboð frá Netflix.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Um lifandi tón­list í leik­húsi

Eitt af því skemmtilegsta og mest gefandi sem ég hef fengið að starfa við er að vera hljóðfæraleikari í leikhúsum borgarinnar. Ég hef komið fram á sýningum á vegum bæði Borgaraleikhússins og Þjóðleikhússins, auk þess að hafa tekið þátt í sjálfstæðum uppfærslum.

Skoðun
Fréttamynd

Ástin blómstrar í appel­sínu­gulu leðri

Stjörnuparið Timothée Chalamet leikari og Kylie Jenner raunveruleikastjarna stálu senunni á frumsýningu kvikmyndarinnar Marty Supreme í gærkvöldi. Það eru stöðugar sögusagnir um sambandsslit en parið afsannaði þær í gærkvöldi og klæddu sig meira að segja í stíl. 

Tíska og hönnun
Fréttamynd

„Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig á­byrgan“

Bókin Jötunsteinn eftir Andra Snæ Magnason er viðbragð við yfirstandandi uppbygingarskeiði sem höfundur lýsir sem „stóra lúffinu“.  Fólk sé ekki stolt af byggingum sem rísi á Íslandi líkt og áður fyrr heldur skammist sín ef eitthvað er. Ekki sé hægt að benda á sökudólga heldur sé ástandið afleiðing djúpstæðrar menningar. Jötunsteinn er hróp til fólks um að beygja af þessari leið.

Menning
Fréttamynd

Brjálað að gera á „Brjálað að gera“

Jólastemningin náði nýjum hæðum í Ásmundarsal um helgina þegar Jólasýningin 2025, Brjálað að gera!, var opnuð við frábæra þátttöku gesta. Nafnið reyndist sannarlega lýsandi – frá fyrstu mínútu var líf og fjör í salnum og aðsóknin sló öll fyrri met. 

Menning
Fréttamynd

Vilja minnka allt þetta nei­kvæða suð

Einhverjir koma kannski af fjöllum þegar rætt er um hljóðdempandi listaverk en hönnuðurinn og listamaðurinn Markús Bjarnason hefur á undanförnum árum sérhæft sig í þeim. Hann var að opna sýningu með þessu listformi sem einkennist af miklu notagildi.

Menning
Fréttamynd

Þessi eru til­nefnd til Golden Globe-verðlauna

Verðlaunahátíðin Golden Globe tilkynnti rétt í þessu hvaða leikarar, þættir, kvikmyndir og aðrir sem koma að bransanum hljóta tilnefningu og eiga möguleika á að taka gullstyttuna með sér heim næstkomandi janúar. 

Lífið
Fréttamynd

Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vanda­mál“

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að kaup Netflix á stórum hluta Warner Bros. Discovery gætu reynst erfið að samþykkja vegna markaðsstöðu fyrirtækjanna. Samruni fyrirtækjanna gæti gerbreytt stöðunni á markaði streymisveitna en þau eru meðal þeirra tveggja stærstu í heiminum á þeim markaði.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Að­eins of leiðin­legt til að vera skemmti­legt

Áhorfendur fylgjast með hinum leiðinlega Felix fá hverja delluna á fætur annarri með þeim afleiðingum að hann verður sér til skammar eða er skammaður af konu sinni, Klöru. Kringumstæðurnar eru grátbroslegar en hvorki grínið né aukapersónurnar eru nægilega sterkar til að veita leiðindum Felix nægilegt mótvægi. Felix er svo plássfrekur að áhorfendur kynnast Klöru aldrei almennilega.

Gagnrýni
Fréttamynd

„Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“

„Ég var einhvern veginn sannfærð um að ekkert yrði eins og áður var. Mig langaði mest af öllu að bara stinga hausnum undir sæng og ekki þurfa að díla við neitt. En á sama tíma uppgötvaði ég hvað lífið mitt fram að þessu, „gamla“ lífið mitt, hafði verið gott og frábært; ég elskaði starfið mitt og fjölskylduna mína og vini og allt í kringum mig,“ segir Guðný Jónasdóttir sellóleikari hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Lífið
Fréttamynd

Fékk veipeitrun

Fraser Olender, þekktur fyrir þátttöku í raunveruleikaþáttunum Below Deck, fékk nýlega hjartaáfall sem hann rekur til veipeitrunar. Hann kveðst þakklátur fyrir að vera á lífi og hvetur alla sem enn nota rafrettur að hugsa sig tvisvar um. 

Lífið
Fréttamynd

Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“

„Ég er frjáls!“ skrifar rithöfundurinn Sigríður Hagalín Björnsdóttir á Facebook þegar hún tilkynnti fylgjendum sínum að hún hefði sagt upp áskrift sinni að streymisveitunni Spotify.

Innlent
Fréttamynd

Munur er á manviti og mann­viti

Helstu tíðindi fyrir þessi bókajól koma á óvart. Rímur! Svo það sé sagt þá hafa kvæði ekki beinlínis verið minn tebolli. En út er komin bókin Láka rímur eftir Bjarka Karlsson sem fara langt með að umturna minni afstöðu til kveðskapar.

Menning