Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár

Árið sem er senn á enda var gróskumikið í tónlist og hlaðvörpum hérlendis enda okkar litla eyja stútfull af hæfileikafólki. Spotify sendi blaðamanni yfirlit á vinsælustu tónlistarmennina, lögin og hlaðvörpin á Íslandi fyrir árið 2025. 

Lífið

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Þau þykja skara fram úr í ís­lenskri tón­list

Kraumsverðlaunin verða afhent í átjanda sinn síðar í þessum mánuði fyrir þær íslensku hljómplötur er þykja skara fram úr hvað varðar gæði, metnað og frumleika. Í gær voru tuttugu hljómsveitir og listamenn tilnefnd til verðlaunanna.

Tónlist
Fréttamynd

Segir Sinatra hafa verið „risa­vaxinn“ neðan beltis

Dægurlagasöngvarinn Paul Anka tjáði sig óvænt um typpastærð Franks Sinatra í nýlegu viðtali. Sagðist Anka stundum hafa átt erfitt með að halda augnsambandi í sánunni með Rottugenginu en stærð Sinatra hafi þó ekki átt neitt í grínistann Milton Berle.

Lífið
Fréttamynd

The Barricade Boys koma til Ís­lands með Broadway Party

Stjörnur West End í London, The Barricade Boys, koma til Íslands á næsta ári í framhaldi af uppseldri tónleikaferð um Bretland og Bandaríkin og flyta Broadway Party sýningu sína á sviðinu í Eldborg í Hörpu. The Barricade Boys eru mest spennandi söngleikjasönghópur Bretlands um þessar mundir og setja sinn einstaka blæ á fjölbreytt þekkt lög þar sem þeir undirstrika sönghæfileika sína og bæta auk þess við kraftmikill sviðsframkomu þar sem þeir grínast mikið hver í öðrum.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Sýni­legri í senunni á með­göngunni

„Það er auðvitað smá klikkun að vera í vinnu á leikskóla og setja upp tvær sýningar á sama tíma og líkami manns sér um að baka barn en ég hef alltaf haft nóg að gera og mér fyndist líklega erfiðara ef það myndi allt í einu stoppa,“ segir kraftmikli dansarinn Birta Ásmundsdóttir en hún og leikarinn og tónlistarmaðurinn Kristinn Óli, betur þekktur sem Króli, eiga von á sínu fyrsta barni.

Menning
Fréttamynd

Tónhöfundar spyrja út í notkun gervi­greindar

Stjórn Félags tónskálda og textahöfunda (FTT) sendi í dag bréf á Símann og Sagafilm þar sem spurt var út í notkun gervigreindartónlistar í kvikmyndum og sjónvarpsefni. Sérstaklega hvað varðar notkun gervigreindar sem byggir tónlist sína á verkum í höfundarétti.

Innlent
Fréttamynd

Þau hlutu verðlaun Dags ís­lenskrar tón­listar

Formleg hátíðardagskrá Dags íslenskrar tónlistar fór fram í Hörpu í dag þar sem tónlistaraðildarfélögin STEF og SFH nýttu tækifærið og veittu viðurkenningar þeim einstaklingum og/eða hópum sem þykja hafa lagt lóð á vogarskálar í þágu íslensks tónlistarlífs á síðustu misserum. 

Tónlist
Fréttamynd

Radiohead frestar tón­leikum sínum í Köben

Breska rokksveitin Radiohead hefur frestað tónleikum sínum sem fara áttu fram í Royal Arena í Kaupmannahöfn annars vegar í kvöld og hins vegar annað kvöld. Ástæðan eru veikindi söngvarans Thom Yorke.

Lífið
Fréttamynd

Þetta er fólkið sem fær lista­manna­laun 2026

Nú er ljóst hverjir hljóta listamannalaun frá ríkinu á næsta ári. Til úthlutunar voru 1970 mánaðarlaun úr átta launasjóðum, það er hönnuða, myndlistarmanna, rithöfunda, sviðslistafólks, tónlistarflytjenda, tónskálda, kvikmyndahöfunda og Vegsemd fyrir listamenn 67 ára og eldri. Fjöldi umsækjenda var 1.148 þar af 1.031 einstaklingar og 117 sviðslistahópar. Sótt var um 10.719 mánuði þar af 1.755 mánuði innan sviðslistahópa en úthlutanir eru 306.

Menning
Fréttamynd

Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu

Alex Þór Jónsson, betur þekktur sem Lexi Picasso, skaddaðist á mænu þegar hann missti sextíu kílóa lóð á höfuðið. Hann segist hafa notað æfingar til að flýja djöfla sína og nauðgun sem hann varð fyrir í æsku. Hann fór til Kenía í aðgerð við mænuskaða en festist þar í þrjú ár vegna Covid-heimsfaraldursins.

Lífið
Fréttamynd

Kim mældist með „litla heilavirkni“

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian fór nýverið í heilaskönnun í kjölfar þess að hún greindist með heilagúlp í haust. Reyndist Kim vera með „göt“ í heilanum sem læknirinn sagði sýna litla heilavirkni.

Lífið
Fréttamynd

Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni

Kortleggja á hvernig bæta megi aðstöðu til lifandi tónlistarflutning í Reykjavík og verður til þess skipaður spretthópur. Tekin var ákvörðun um þetta á fundi menningar- og íþróttaráðs borgarinnar á föstudag. 

Innlent
Fréttamynd

Eitt vin­sælasta leik­skáld Breta látið

Tom Stoppard, eitt þekktasta leikskáld Bretlands, er látinn 88 ára að aldri. Stoppard vann til bæði Óskarsverðlauna og Golden Globe fyrir handrit kvikmyndarinnar Shakespeare In Love.

Erlent
Fréttamynd

Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kali­forníu

„Það er gríðarleg gróska en rosalega mikil samkeppni líka,“ segir myndlistarmaðurinn Halldór Kristjánsson sem hefur upplifað mörg ævintýrin á sínum ferli. Halldór, sem er fæddur árið 1992, byrjaði árið að búa hjá og læra af norskri raunveruleikastjörnu og myndlistargoðsögn og fékk mikinn innblástur þar.

Menning
Fréttamynd

Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri

Aflima þurfti fótlegg írsku leikkonunnar Ruth Codd sex árum eftir að fyrri fótleggur hennar var aflimaður. Notkun hækja eftir fyrri aflimunina leiddi til þess að taka þurfti allar tærnar af eftirstandandi fætinum. Codd ákvað því í samráði við lækna að taka fótinn alveg af.

Lífið