Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum

Húsfyllir var í Íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar á annan í jólum þegar jólasýning Þjóðleikhússins, gríski harmleikurinn Óresteia eftir Benedict Andrews, var frumsýnd. Ýmis þekkt nöfn létu sjá sig, Gísli Marteinn, Halla Tómasdóttir og Egill Ólafsson þar á meðal. 

Menning

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Sau­tján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni

Glúmur Baldvinsson, stjórnmálafræðingur og fyrrverandi frambjóðandi Frjálslynda lýðræðisflokksins, minnist frönsku leikkonunnar og dýraverndunarsinnans Brigitte Bardot, sem lést nú á dögunum, í færslu á Facebook. Þar minnist hann þess þegar hann, sem unglingur, leitaði kvikmyndastjörnunnar um frönsku rivíeruna.

Lífið
Fréttamynd

Clooney orðinn franskur

Hollywood-stjarnan George Clooney, eiginkona hans, mannréttindalögfræðingurinn Amal Clooney, og börn þeirra, Alexander og Ella, eru orðin franskir ríkisborgarar.

Lífið
Fréttamynd

Krydd­síld fagnar af­mæli og öllum er boðið

Það styttist óðum í hina árlegu Kryddsíld á gamlársdag þangað sem formenn flokkanna á Alþingi mæta til að gera upp árið. Þátturinn er í beinni útsendingu á Sýn klukkan 14 og aðgengilegur öllum landsmönnum. Um er að ræða 35 ára afmæli þáttarins í sjónvarpi. Stiklan fyrir þáttinn í ár er komin í birtingu og má sjá neðst í fréttinni.

Lífið
Fréttamynd

Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi sið­lausa

Tónlistarmanninum Erni Elíasi Guðmundssyni, sem er betur þekktur sem Mugison, finnst á sér brotið vegna umtalaðs myndbands sem nú gengur um netheima þar sem lag hans, Stingum af, er notað. Um er að ræða stuðningsmyndband við Miðflokkinn sem er gert úr gömlu íslensku myndefni, sem sýnir Ísland á árum áður í rómantísku ljósi.

Lífið
Fréttamynd

Brigitte Bardot er látin

Franska leikkonan Brigitte Bardot er látin, 91 árs að aldri. Hún skaust á stjörnuhimininn fyrir leik sinn en á seinni árum sneri hún sér að málefnum tengdum velferð dýra og stjórnmálum.

Lífið
Fréttamynd

Óléttan upp­götvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans

Sólveig Arnarsdóttir hóf leiklistarferilinn á Ísland sem barnastjarna, lærði þýsku sem barþjónn til að komast inn í leiklistarskólann Ernst Buch í Berlín og sló síðan í gegn í þýsku sjónvarpi. Sólveig hefur leikið mörg stærstu hlutverk leikhúsbókmenntana hérlendis og erlendis, upplifað sigra og einnig áföll.

Menning
Fréttamynd

Þar sem vin­sælustu lög landsins verða til

Íslenskt tónlistarlíf er afar sterkt og fjölbreytt um þessar mundir. Níu af tíu vinsælustu lögum landsins á streymisveitunni Spotify, þau voru íslensk á þessu ári, sem er það mesta síðan streymisveitan fór að taka saman lista þess efnis. Stór hluti þessarar tónlistar fer í gegnum klasann.

Lífið
Fréttamynd

Glæ­nýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi

Söguleg tíðindi er að finna í síðasta bóksölulista Fíbút fyrir þessi jólin. Kvöldsónata Ólafs Jóhanns Ólafssonar er komin í efsta sætið eftir stærstu bóksöluviku ársins. Hann skákar þar Arnaldi Indriðasyni sem hefur verið óskoraður konungur bóksölulistans undanfarin þrjátíu árin eða svo.

Menning
Fréttamynd

Cooper bað móðurina um hönd Hadid

Leikarinn Bradley Cooper er sagður hafa beðið Yolöndu Hadid um hönd dóttur hennar, ofurfyrirsætunnar Gigi Hadid. Parið hefur verið saman í rúmlega tvö ár og eiga hvort um sig eitt barn úr fyrra sambandi. 

Lífið
Fréttamynd

„Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“

Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra með meiru, hefur verið að hasla sér völl sem rithöfundur. Katrin var að senda frá sér sérlega vel út færða glæpasögu sem ber forvitnilegan titil: Þegar hún hló.

Lífið
Fréttamynd

Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið

Fyrsta myndefnið úr Ódysseifskviðu, næsta stórvirki leikstjórans Christopher Nolan er mætt á netið í fyrstu stiklu myndarinnar. Myndin var að hluta tekin upp hér á landi síðasta sumar þegar fréttir bárust ótt og títt af stórstjörnum í miðbæ Reykjavíkur. Horfa má á stikluna neðst í fréttinni.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Vísa á­sökunum Skinner um kosningasvindl á bug

Breska ríkisútvarpið hefur vísað á bug ásökunum Thomasar Skinner, athafnamanns og áhrifavalds, um að niðurstöðum áhorfendakosninga dansþáttarins Strictly Come Dancing hefði verið hagrætt. Sjálfstætt fyrirtæki sér um utanumhald og yfirferð á kosningunum.

Lífið
Fréttamynd

Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram

James Ransone, bandarískur leikari sem er hvað helst þekktur fyrir hlutverk sitt í „The Wire“, einum bestu sjónvarpsþáttum allra tíma, lést á föstudag, aðeins 46 ára gamall. Réttarlæknir í Los Angeles segir að Ransone hafi svipt sig lífi.

Bíó og sjónvarp