Forsalan sögð slá öll fyrri met Forsala í miðasölu á söngleikinn Moulin Rouge! hefur slegið öll fyrri met, að sögn Borgarleikhússins. Aldrei hafi jafn mikill fjöldi miða verið seldur á fyrstu klukkustundum forsölu hjá Borgarleikhúsinu. Þá hafi álagið á miðasölukerfi hússins verið mikið. Lífið 30.4.2025 22:12
„Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Það stendur mikið til á verkalýðsdaginn á Selfossi á morgun, fyrsta maí en þar munu um 230 hljóðfæraleikarar og söngvarar stíga á svið í íþróttahúsi Vallaskóla þar sem yfirskrift tónleikanna er; „Burtu með fordóma“. Lífið 30.4.2025 22:08
Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Tónlistarkonan Katy Perry, sem var gagnrýnd fyrir þátttöku sína í ferð geimskutlunnar Blue Origin, segir netverja hafa komið fram við sig eins og mennskt piñata. Netið sé ruslahaugur fyrir vanheila og hún finni styrk í stuðningsríkum aðdáendum. Lífið 30.4.2025 16:17
„Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning 29.4.2025 16:25
Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Jón Ólafsson kaupsýslumaður segist ekki hafa miklar áhyggjur af dómi héraðsdómstóls í New York sem komst að þeirri niðurstöðu að hann og félög honum tengd ættu að borga öðru félagi tæplega 4,4 milljónir Bandaríkjadala sem jafngildir um 560 milljónum króna. Viðskipti innlent 28. apríl 2025 09:33
Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Rithöfundar sigruðu útgefendur 2-0 í æsispennandi leik á Valbjarnarvelli í Laugardal í gær. Leikurinn er árleg hefð í tengslum við Bókmenntahátíð í Reykjavík og höfðu útgefendur unnið síðustu þrjú ár í röð. Lífið 28. apríl 2025 00:01
Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Íslandsmeistaramót í skrafli fór fram um helgina. Auk þess sem Íslandsmeistari var krýndur voru einnig veitt verðlaun fyrir dónalegasta orðið og stigahæsta nýliðann. Dómarinn hafði í nógu að snúast vegna véfengdra lagna. Lífið 27. apríl 2025 21:41
Jiggly Caliente dragdrottning látin Dragdrottningin Jiggly Caliente sem gerði garðinn frægan í sjónvarpsþáttunum vinsælu Rupaul's Drag Race er látin, 44 ára að aldri. Lífið 27. apríl 2025 15:01
„Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Hanna Hulda Hafþórsdóttir, nemandi í kvikmyndagerð við Listaháskóla Íslands hlaut á dögunum Evu Maríu Daníels verðlaunin á Stockfish kvikmyndahátíðinni fyrir stuttmyndina sína Í takt. Lífið 27. apríl 2025 08:00
Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Síðasta þættinum af Sunnudagsmorgunn með Jóni Ólafssyni verður útvarpað á morgun á Rás 2. Útvarpsþátturinn hóf göngu sína í ágúst árið 2018. Innlent 26. apríl 2025 21:23
Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Tónlistarmaðurinn Friðrik Dór býður landsmönnum í einstaka tónlistarveislu í haust þegar hann hyggst flytja allar plöturnar sínar í heild sinni í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Tónleikaröðin markar tímamót á ferli hans þar sem hann gefur aðdáendum tækifæri til að heyra öll lögin sín í lifandi flutningi. Lífið 26. apríl 2025 10:01
Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Hildur Vala Baldursdóttir og Mikael Kaaber munu fara með burðarhlutverkin þeirra Satine og Christian í Moulin Rouge! sem Borgarleikhúsið frumsýnir í haust á stóra sviðinu. Lífið 25. apríl 2025 21:54
Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Bandaríska danshljómsveitin Hercules & Love Affair stígur á svið í Austurbæjarbíói í kvöld klukkan 22 en húsið opnar tveimur tímum fyrr með plötusnúðsupphitun. Áhorfendur fá tækifæri til að upplifa lifandi flutning frá einni áhrifamestu hljómsveit síðustu tveggja áratuga í raf- og danstónlist. Lífið 25. apríl 2025 16:08
Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Tveir sérfræðingar í Bayeux-reflinum deila nú um hvort typpin sem finna má á þessum frægasta refli heims séu 93 eða 94 talsins. Hvort er ógreinilegt form á reflinum rýtingur eða getnaðarlimur? Rithöfundurinn Sigríður Hagalín segist búin að telja. Lífið 25. apríl 2025 15:24
Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lar Park Lincoln, sem er þekktust fyrir hlutverk sín í sápuóperunni Knots Landing og hrollvekjunni Friday the 13th Part VII: The New Blood, er látinn 63 ára að aldri eftir glímu við brjóstakrabbamein. Lífið 25. apríl 2025 10:12
Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Tónlistarmyndbandið fyrir „Húsavík (My Hometown)“ í flutningi Remember Monday, sem keppir fyrir hönd Bretlands í Eurovision 2025, er komið út. Myndbandið er tekið upp á Húsavík og syngur stúlknakór Húsavíkur með þríeykinu. Lífið 25. apríl 2025 08:59
Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Tvíburarsysturnar Laufey Lín og Júnía Lín Jónsdætur fögnuðu 26 ára afmæli sínu saman síðastliðinn miðvikudag, þann 23. apríl, í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Báðar deildu myndum frá deginum með fylgjendum sínum á Instagram. Lífið 25. apríl 2025 07:41
Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Egill Logi Jónasson er bæjarlistamaður Akureyrar 2025. Þetta var kunngjört á Vorkomu Akureyrarbæjar var haldin í Menningarhúsinu Hofi í dag. Lífið 24. apríl 2025 22:54
Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Kvikmyndin Ástin sem eftir er eftir Hlyn Pálmason, með Sögu Garðarsdóttur og Sverri Guðnasyni í aðalhlutverkum, verður heimsfrumsýnd á Cannes kvikmyndahátíðinni í maí. Myndin verður sýnd í Cannes Premiere-flokki hátíðarinnar, fyrst íslenskra mynda. Bíó og sjónvarp 24. apríl 2025 20:32
„Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Síðustu sýningar á verðlaunaleiksýningunni „Fúsi, aldur og fyrri störf“ verða á Sólheimum í Grímsnesi um helgina en sýningin fékk fjórar tilnefningar til Grímunnar á síðasta ári, meðal annars sem sýning ársins. Innlent 24. apríl 2025 20:05
Stormur í Þjóðleikhúsinu Ég sat í auga stormsins og naut hverrar mínútu. Una Torfa getur leikið, látið engan segja ykkur annað. Hún syngur og semur lög og texta sem hafa hrifið kynslóð hennar og uppfyrir. Hún er með dásamlega rödd sem þú þekkir um leið og þú heyrir hana syngja. Hún er mjög góður texta- og lagasmiður. Þú getur vart beðið um meira. Skoðun 24. apríl 2025 14:32
Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Það er til ákveðin tegund af íslenskum karlmanni sem fær kökk í hálsinn við fyrstu línuna í Heaven eftir Bryan Adams og segir þá: „Æ, þetta lag var alltaf í bílnum hjá mömmu.“ Og svo byrjar hann að hugsa um hvað hefði orðið úr honum ef hann hefði farið í nám í stað þess að byrja bara í bílaviðgerðum með Gumma frænda. Gagnrýni 24. apríl 2025 09:01
Elti ástina til Íslands „Í hvert skipti sem ég skapa þá reyni ég að byggja brú á milli ólíkra hluta, ólíkra menninga og hugmynda, því í kjarnann er ég þannig listamaður,“ segir tónlistarmaðurinn Sonny Bouraima, sem notast við listamannsnafnið snny og var að senda frá sér plötuna caféradio. Tónlist 24. apríl 2025 07:00
Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Arngunnur Ýr Gylfadóttir myndlistarkona er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar árið 2025. Menning 23. apríl 2025 20:25
Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar 2025 voru veitt við hátíðlega athöfn í Höfða nú síðdegis, á síðasta vetrardegi. Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri Reykjavíkurborgar afhenti verðlaun í þremur flokkum, að því er fram kemur í tilkynningu. Menning 23. apríl 2025 16:15