Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Að gluða tómat­sósu yfir sushi-ið

Staðreyndirnar eftir Hauk Má Helgason eru meðal þeirra verka sem tilnefnd eru til hinna Íslensku bókmenntaverðlauna, og maklega svo, þetta er afar athyglisverð og vel heppnuð saga.

Menning
Fréttamynd

Ís­kaldir IceGuys jólatónleikar

Strákahljómsveitin Ice Guys steig fjórum sinnum á svið í Laugardalshöll um helgina. Þeir fylltu salinn aftur og aftur og stigu þaulæfð danspor á ísilögðu sviði.

Lífið
Fréttamynd

Aftenging í sítengdum heimi

Aftenging er fyrsta bók lögfræðingsins Árna Helgasonar og kom út hjá Bjarti á dögunum. Sjöfn Asare hefur þetta að segja um bókina á menningarvefnum Lestrarklefinn.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar

Meirihluti fjárlaganefndar hefur lagt til að framlag ríkissjóðs til Rithöfundasambands Íslands vegna greiðslna fyrir afnot á bókasöfnum verði aukið um 80 milljónir króna í fjárlögum næsta árs. Í álitinu segir að efling íslensku sé stórt og mikilvægt mál og komi víða við. Framlagið ætti því á næsta ári að verða um 226 milljónir. 

Innlent
Fréttamynd

Auður segir skilið við Gímaldið

Auður Jónsdóttir, rithöfundur og blaðamaður, hefur ákveðið að ljúka störfum hjá Gímaldinu, nýstofnuðum menningarfjölmiðli en hún er annar stofnenda miðilsins. Auður hyggst einbeita sér að skrifum en hún er meðal rithöfunda sem fá listamannalaun í hálft ár á næsta ári.

Menning
Fréttamynd

Upp­hitaðir afneitunarafgangar Frosta

Eftir að hafa fundið lausn á Covid-19 og peningamálum á Íslandi er fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins búinn að komast að því að loftslagsvísindamenn heimsins hafi allir rangt fyrir sér um loftslagsbreytingar.

Gagnrýni
Fréttamynd

Ráð­herra tekur sjálfur við­töl

Jóhann Páll Jóhannsson settur menningarráðherra þegar kemur að ráðningu nýs óperustjóra hefur boðað þrjá umsækjendur í viðtal. Þrír hafa verið metnir hæfir til að gegna stöðunni en til stóð að skipa í stöðuna fyrir 15. nóvember síðastliðinn.

Menning
Fréttamynd

Dick van Dyke á hundrað ára af­mæli

Bandaríski leikarinn og grínistinn Dick van Dyke fagnar hundrað ára afmæli í dag. Hann er þekktastur fyrir hlutverk sín í söngleikjunum Mary Poppins og Chitty Chitty Bang Bang auk grínþáttanna The Dick van Dyke Show. 

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Þau fái heiðurs­laun lista­manna

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis hefur lagt til að Ágúst Guðmundsson leikstjóri, Ragnheiður Jónsdóttir myndlistarmaður, og Þórarinn Eldjárn rithöfundur fái heiðurslaun listamanna.

Innlent
Fréttamynd

Hvert er mest ó­þolandi orð ís­lenskunnar?

Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason stofnaði Facebook-þráð um óþolandi orð og viðbrögðin stóðu ekki á sér. Sjálfur valdi Egill orðin bókakonfekt, leikhúskonfekt og ástríðukokk en í þokkabót rigndi inn tillögum í hundruðatali. Þar mátti sjá vegferð, fjöllu, bataknús, bumbubúa og ýmislegt annað.

Menning
Fréttamynd

Heigulsleg á­kvörðun Rúv, hörundsárir lista­menn og versta bók flóðsins

Er ákvörðunin um að taka ekki þátt í Eurovision heigulsleg? Hvers vegna er svona mikið rof milli vinsældarlista og tilnefninga til Íslensku bókmenntaverðlaunanna? Getur gagnrýni þrifist á Íslandi þegar listamenn eru svona hörundssárir og hefnigjarnir? Ofmetnuðust Katrín Jakobsdóttir og Ragnar Jónasson við skrif nýjustu glæpasögu sinnar eða runnu þau út á tíma?

Menning
Fréttamynd

Eyði­legging Kvikmyndasafns Ís­lands

Í september síðastliðnum tilkynnti Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra áform um að sameina ætti Hljóðbókasafn Íslands, Kvikmyndasafn Íslands og Landsbókasafn-Háskólabókasafn.

Skoðun
Fréttamynd

Sigurður Sæ­var fyllti Landsbankahúsið

Myndlistarmaðurinn Sigurður Sævar Magnúsarson opnaði einkasýningu með pomp og prakt í Landsbankahúsinu í Austurstræti í gær. Margt var um manninn á opnuninni en um er að ræða verk sem spanna tíu ár á ferli listamannsins.

Menning