Herflugvél snúið við í neyð Bresk herflugvél lenti á Keflavíkurflugvelli vegna neyðartilfellis. Samkvæmt flugkóða var neyðartilfelli um borð. Innlent 7.12.2025 14:16
Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar segir Samgöngusáttmálann ganga í berhögg við samninga Reykjavíkurborgar og stjórnvalda um að finna Reykjavíkurflugvelli nýjan stað. Borgin ætli enn að færa æfingaflug, einkaflug og þyrluflug úr Vatnsmýri en nú stendur til að byggja nýja flugstöð á vellinum. Innlent 7.12.2025 07:07
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Virðulegi forsætisráðherra, Við undirrituð, íbúar á höfuðborgarsvæðinu og meðlimir Hljóðmarkar, höfum alvarlegar áhyggjur af stefnu ríkisstjórnarinnar í nýrri samgönguáætlun. Skoðun 5.12.2025 13:01
Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Jón Marinó Birgisson og Herdís Rós Kjartansdóttir bókuðu golfferð hjá Eagle golfferðum sem ekki var farið í vegna falls Play. Þau segja fyrirtækið ítrekað hafa tilkynnt að það sé verið að vinna í málinu en þau hafa enn ekki fengið neitt endurgreitt. Alls ætluðu þau að fara tólf saman til að halda upp á afmæli eins fjölskyldumeðlims. Fyrirtækið segir fall Play hafa sett starfsemi í uppnám en ítrekar að endurgreiðsluréttur sé tryggður. Neytendur 1. desember 2025 09:15
Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Tveir erlendir karlmenn, Gary McMeechan og Christopher Denis Riordan, voru sakfelldir í Héraðsdómi Reykjaness á dögunum fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Innlent 1. desember 2025 06:31
Innanlandsflugi Icelandair aflýst Öllu innanlandsflugi Icelandair í dag hefur verið aflýst. Innlent 30. nóvember 2025 14:29
Hagkerfið vex undir getu og tapaðar útflutningstekjur gætu verið 200 milljarðar Þótt hagvöxtur hafi verið meiri en Seðlabankinn reiknaði með á þriðja fjórðungi þá munu þeir þjóðhagsreikningar ósennilega ríða baggamuninn við næstu vaxtaákvörðun peningastefnunefndar, að mati aðalhagfræðings Kviku. Hann segir tölurnar ekki breyta stóru myndinni sem sýni að hagkerfið er að vaxa undir getu með tilheyrandi framleiðsluslaka og glataðar útflutningstekjur vegna ýmissa áfalla að undanförnu gætu numið samanlagt numið yfir 200 milljörðum. Innherji 30. nóvember 2025 13:00
Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Eldur kom upp í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli um tíuleytið í morgun. Slökkviliðið sýndi mjög snör viðbrögð og réði niðurlögum eldsins á nokkrum mínútum. Innlent 30. nóvember 2025 11:49
Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Norskt sprotafyrirtæki, Elfly Group, er að þróa tveggja hreyfla sjóflugvél sem verður eingöngu rafknúin. Flugvélinni er ætlað að bera níu farþega eða eitt tonn af frakt. Hún á að geta lent bæði á sjó og á flugvöllum á landi og vera einstaklega hljóðlát. Erlent 30. nóvember 2025 10:00
Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Maður sem var að leita sér að flugmiða frá Keflavík til Prag í febrúar sá að mikill verðmunur var á verði flugferðarinnar, eftir því hvort hún var bókuð á vef Icelandair eða vef SAS. Það er þrátt fyrir að hann hafi skoðað nákvæmlega sömu ferðina, sem farin verður í flugvélum beggja félaga. Innlent 27. nóvember 2025 15:35
Inga Elín hannar fyrir Saga Class Icelandair kynnti nýverið til leiks sérstakt ferðasett fyrir farþega Saga Class sem unnið er í samstarfi við listakonuna Ingu Elínu. Innblásturinn að hönnun settsins kemur frá íslenskri náttúru, þar sem frjáls form og náttúruleg mótíf ráða för. Lífið 27. nóvember 2025 12:43
Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Nýr vegur var í dag tekinn í notkun við Keflavíkurflugvöll og er þar með hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu. Innlent 27. nóvember 2025 12:14
Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Í dag var undirritaður samningur um uppbyggingu mannvirkja í Helguvík í samstarfi við Atlantshafsbandalagið og nemur fjárfesting NATO allt að tíu milljörðum króna. Utanríkisráðherra segir framkvæmdina sýna að Ísland sé verðugur bandamaður innan NATO. Innlent 27. nóvember 2025 11:55
Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra, Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ og Halldór K. Hermannsson, hafnarstjóri Reykjaneshafnar, undirrituðu viljayfirlýsingu um fyrirhugaða uppbyggingu mannvirkja í Helguvíkurhöfn á tíunda tímanum í morgun. Innlent 27. nóvember 2025 10:17
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Öflugt millilandaflug til Akureyrar er ekki gæluverkefni heldur drifkraftur sem skapar tækifæri og beinan efnahagslegan, samfélagslegan og umhverfislegan ávinning fyrir landið allt. Skoðun 26. nóvember 2025 16:02
Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Lögreglan á Suðurnesjum vísaði þremur einstaklingum úr landi í gær. Innlent 26. nóvember 2025 15:38
Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur beint því til starfsmanna á Akureyrarflugvelli að yfirfara verklag við undirbúning afísingar flugvéla eftir að mælar sjúkraflugvélar Norlandair urðu óáreiðanlegir í flugi vegna frosins vökva á skynjurum. Innlent 26. nóvember 2025 13:34
Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Aldrei hefur verið lagt hald á eins mikið magn örvandi fíkniefna á Keflavíkurflugvelli og í ár. Þá hafa stórfelld eiturlyfjamál á flugvellinum aldrei verið fleiri. Neysla á nýju afar hættulegu efni virðist vera að færast í aukanna. Yfirlögfræðingur Lögreglunnar á Suðurnesjum segir þetta benda til gríðarlegs framboðs og eftirspurnar. Innlent 24. nóvember 2025 19:06
Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt konu í 21 mánaðar fangelsi fyrir smygl á tæplega tveimur kílóum af kókaíni til landsins. Konan hafði samþykkt að flytja efnin til landsins gegn greiðslu. Innlent 21. nóvember 2025 14:12
Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Gunnar Kristinn Sigurðsson hefur tekið við stöðu markaðsstjóra Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, Kadeco. Viðskipti innlent 21. nóvember 2025 10:23
Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Flugumferðarstjórar og Isavia hafa komist að þeirri sameiginlegu niðurstöðu að vísa kjaradeilu sinni í gerðardóm. Er það gert í ljósi þess að lítið hefur þokast áfram í kjaraviðræðum og sjónarmið Félags íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF) ítrekað verið hundsuð, að því er segir í tilkynningu frá félaginu. Yfirvinnubanni sem boðað hafði verið frá og með 25. nóvember hefur verið aflýst. Innlent 20. nóvember 2025 16:38
Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Markmið íslenskra stjórnvalda um samdrátt í losun er krefjandi en þau reyna að finna jafnvægi á milli raunsæis og metnaðar, að sögn loftslagsráðherra. Samningamenn Íslands á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna hafi farið að heiman með þau skilaboð að krefjast afgerandi samdráttar í losun. Innlent 20. nóvember 2025 08:02
Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Hollywood-leikkonan Leslie Bibb mun leika aðalhlutverkið í glæpaþáttunum Top of the Rock sem gerast á hápunkti Kalda stríðsins og fjalla um dularfullt morð á bandarískum hermanni. Truenorth framleiðir þættina, Davíð Óskar Ólafsson leikstýrir og Jón Atli Jónasson og Óttar M. Norðfjörð skrifa handritið. Bíó og sjónvarp 19. nóvember 2025 13:53
Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Icelandair segir ferðatöskur skildar eftir á áfangastað ef vélin er orðin of þung og það sé spá um mikinn og kröftugan mótvind. Það gerist ekki oft en líklegra sé að það gerist ef flugin eru löng. Viðskipti innlent 18. nóvember 2025 23:15