Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Breiðablik kaupir markvörð frá Njarðvík

Pepsi Max deildarlið Breiðabliks hefur fest kaup á Brynjari Atla Bragasyni, markverði Njarðvíkur. Er hann annar markvörðurinn sem gengur til liðs við Breiðablik síðan síðasta tímabili lauk en Anton Ari Einarsson gekk til liðs við félagið frá Val fyrr í vetur.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hólmar Örn í ensku úrvalsdeildina?

Hólmar Örn Eyjólfsson, miðvörður Levski Sofia og íslenska landsliðsins, er mögulega á leiðinni í ensku úrvalsdeildina áður en félagaskiptaglugginn þar í landi lokar þann 1. febrúar.

Enski boltinn
Fréttamynd

Neymar minntist Kobe

Paris Saint-Germain vann Lille 2-0 í frönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Brasilíska stórstjarnan Neymar minntist Kobe Bryant, körfuboltagoðsagnarinnar sem lést í þyrluslysi í morgun, eftir að hann skoraði annað mark Parísarliðsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldo skoraði er Juventus tapaði gegn Napoli

Cristiano Ronaldo var enn og aftur á skotskónum en hann hefur nú skorað 12 mörk í síðustu átta deildarleikjum sínum með Juventus. Því miður dugði það ekki til í kvöld er liðið tapaði 2-1 fyrir Napoli á útivelli. Þá gerðu erkifjendurnir í Roma og Lazio 1-1 jafntefli fyrr í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Hollenskur landsliðsmaður á leið til Tottenham?

Tottenham Hotspur virðist vera horfa til Hollands í von sinni um að bólstra framlínu sína áður en félagaskiptaglugginn í Evrópu lokar nú um mánaðarmótin. Nú er félagið orðað við Steven Bergwijn, hollenskan kantmann PSV Eindhoven.

Enski boltinn
Fréttamynd

Maguire maður leiksins er Man Utd valtaði yfir Tranmere

Harry Maguire, miðvörður Manchester United, var besti leikmaður vallarins er liðið vann Tranmere Rovers örugglega 6-0 á útivelli í FA bikarnum í dag. Maguire gerði sér lítið fyrir og skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið með þrumuskoti fyrir utan teig.

Enski boltinn
Fréttamynd

Mourinho ekki par sáttur með Inter Milan

José Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham Hotspur, hefur gagnrýnt ítalska félagið Inter Milan vegna þess hve seint þeir virðast ætla að næla í hinn danska Christian Eriksen. Aðeins eru fimm dagar eftir af félagaskiptaglugganum og finnst Mourinho kaupin vera ganga í gegn of seint.

Enski boltinn