Viðræður um yfirtöku Sádana á Newcastle ganga vel Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2020 08:30 Stuðningsmenn Newcastle United eru ekki ánægðir með eigandann Mike Ashley. Getty/Chris Brunskill Það lítur allt út fyrir það að enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle United verði fljótlega komið í eigu valdhafa í Sádí Arabíu ef marka má fréttir frá Englandi. Viðræður á milli Mike Ashley, eiganda Newcastle United, og fjárfestingarsjóðs ríksins í Sádí Arabíu hafa verið í gangi í nokkra mánuði en nú er kominn góður gangur í þær samkvæmt fréttum breska ríkisútvarpsins. Talks on the potential takeover of Newcastle United by Saudi Arabia's sovereign wealth fund are "advanced". Full story: https://t.co/NTVnJAW19spic.twitter.com/J09vJgH2zG— BBC Sport (@BBCSport) January 27, 2020 Sádarnir munu mögulega borga Mike Ashley 340 milljónir punda fyrir félagið eða rúma 55 milljarða íslenskra króna. Það eru taldar nú miklar líkur á að samkomulag náist um söluna en um leið eru þetta flóknar viðræður sem gætu auðveldlega farið út um þúfur. Heimildarmaður breska ríkisútvarpsins segir að Mike Ashley þurfi ekki að selja félagið og sé því óútreiknanlegur í þessum viðræðum. Viðskiptakonan og fjárfestirinn Amanda Staveley er sú sem hafði samband við krónprinsinn í Sádí Arabíu með möguleikanna á því að hann gæti keypt sér eitt stykki enskt úrvalsdeildarfélag. Amanda Staveley reyndi sjálf að kaupa Newcastle United fyrir tveimur árum en án árangurs. Staveley hefur reynslu að svona viðræðum því hún aðstoðaði Sheikh Mansour að kaupa Manchester City árið 2008 og fór einnig fyrir fjárfestingarfélaginu frá Dúbaí sem reyndi að kaupa Liverpool árið 2008. Hinn 55 ára gamli Mike Ashley keypti Newcastle fyrir 134,4 milljónir punda árið 2007 og er því líklega að fara að tvöfalda þá fjárfestingu sína. Félagið hefur fallið tvisvar úr ensku úrvalsdeildinni í tíu ára tíð Ashley og stuðningsmenn félagsins eru duglegir að mótmæla því hvernig hann hugsar um félagið. Enski boltinn Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Sjá meira
Það lítur allt út fyrir það að enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle United verði fljótlega komið í eigu valdhafa í Sádí Arabíu ef marka má fréttir frá Englandi. Viðræður á milli Mike Ashley, eiganda Newcastle United, og fjárfestingarsjóðs ríksins í Sádí Arabíu hafa verið í gangi í nokkra mánuði en nú er kominn góður gangur í þær samkvæmt fréttum breska ríkisútvarpsins. Talks on the potential takeover of Newcastle United by Saudi Arabia's sovereign wealth fund are "advanced". Full story: https://t.co/NTVnJAW19spic.twitter.com/J09vJgH2zG— BBC Sport (@BBCSport) January 27, 2020 Sádarnir munu mögulega borga Mike Ashley 340 milljónir punda fyrir félagið eða rúma 55 milljarða íslenskra króna. Það eru taldar nú miklar líkur á að samkomulag náist um söluna en um leið eru þetta flóknar viðræður sem gætu auðveldlega farið út um þúfur. Heimildarmaður breska ríkisútvarpsins segir að Mike Ashley þurfi ekki að selja félagið og sé því óútreiknanlegur í þessum viðræðum. Viðskiptakonan og fjárfestirinn Amanda Staveley er sú sem hafði samband við krónprinsinn í Sádí Arabíu með möguleikanna á því að hann gæti keypt sér eitt stykki enskt úrvalsdeildarfélag. Amanda Staveley reyndi sjálf að kaupa Newcastle United fyrir tveimur árum en án árangurs. Staveley hefur reynslu að svona viðræðum því hún aðstoðaði Sheikh Mansour að kaupa Manchester City árið 2008 og fór einnig fyrir fjárfestingarfélaginu frá Dúbaí sem reyndi að kaupa Liverpool árið 2008. Hinn 55 ára gamli Mike Ashley keypti Newcastle fyrir 134,4 milljónir punda árið 2007 og er því líklega að fara að tvöfalda þá fjárfestingu sína. Félagið hefur fallið tvisvar úr ensku úrvalsdeildinni í tíu ára tíð Ashley og stuðningsmenn félagsins eru duglegir að mótmæla því hvernig hann hugsar um félagið.
Enski boltinn Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Sjá meira