Viðræður um yfirtöku Sádana á Newcastle ganga vel Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2020 08:30 Stuðningsmenn Newcastle United eru ekki ánægðir með eigandann Mike Ashley. Getty/Chris Brunskill Það lítur allt út fyrir það að enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle United verði fljótlega komið í eigu valdhafa í Sádí Arabíu ef marka má fréttir frá Englandi. Viðræður á milli Mike Ashley, eiganda Newcastle United, og fjárfestingarsjóðs ríksins í Sádí Arabíu hafa verið í gangi í nokkra mánuði en nú er kominn góður gangur í þær samkvæmt fréttum breska ríkisútvarpsins. Talks on the potential takeover of Newcastle United by Saudi Arabia's sovereign wealth fund are "advanced". Full story: https://t.co/NTVnJAW19spic.twitter.com/J09vJgH2zG— BBC Sport (@BBCSport) January 27, 2020 Sádarnir munu mögulega borga Mike Ashley 340 milljónir punda fyrir félagið eða rúma 55 milljarða íslenskra króna. Það eru taldar nú miklar líkur á að samkomulag náist um söluna en um leið eru þetta flóknar viðræður sem gætu auðveldlega farið út um þúfur. Heimildarmaður breska ríkisútvarpsins segir að Mike Ashley þurfi ekki að selja félagið og sé því óútreiknanlegur í þessum viðræðum. Viðskiptakonan og fjárfestirinn Amanda Staveley er sú sem hafði samband við krónprinsinn í Sádí Arabíu með möguleikanna á því að hann gæti keypt sér eitt stykki enskt úrvalsdeildarfélag. Amanda Staveley reyndi sjálf að kaupa Newcastle United fyrir tveimur árum en án árangurs. Staveley hefur reynslu að svona viðræðum því hún aðstoðaði Sheikh Mansour að kaupa Manchester City árið 2008 og fór einnig fyrir fjárfestingarfélaginu frá Dúbaí sem reyndi að kaupa Liverpool árið 2008. Hinn 55 ára gamli Mike Ashley keypti Newcastle fyrir 134,4 milljónir punda árið 2007 og er því líklega að fara að tvöfalda þá fjárfestingu sína. Félagið hefur fallið tvisvar úr ensku úrvalsdeildinni í tíu ára tíð Ashley og stuðningsmenn félagsins eru duglegir að mótmæla því hvernig hann hugsar um félagið. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti Fleiri fréttir Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjá meira
Það lítur allt út fyrir það að enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle United verði fljótlega komið í eigu valdhafa í Sádí Arabíu ef marka má fréttir frá Englandi. Viðræður á milli Mike Ashley, eiganda Newcastle United, og fjárfestingarsjóðs ríksins í Sádí Arabíu hafa verið í gangi í nokkra mánuði en nú er kominn góður gangur í þær samkvæmt fréttum breska ríkisútvarpsins. Talks on the potential takeover of Newcastle United by Saudi Arabia's sovereign wealth fund are "advanced". Full story: https://t.co/NTVnJAW19spic.twitter.com/J09vJgH2zG— BBC Sport (@BBCSport) January 27, 2020 Sádarnir munu mögulega borga Mike Ashley 340 milljónir punda fyrir félagið eða rúma 55 milljarða íslenskra króna. Það eru taldar nú miklar líkur á að samkomulag náist um söluna en um leið eru þetta flóknar viðræður sem gætu auðveldlega farið út um þúfur. Heimildarmaður breska ríkisútvarpsins segir að Mike Ashley þurfi ekki að selja félagið og sé því óútreiknanlegur í þessum viðræðum. Viðskiptakonan og fjárfestirinn Amanda Staveley er sú sem hafði samband við krónprinsinn í Sádí Arabíu með möguleikanna á því að hann gæti keypt sér eitt stykki enskt úrvalsdeildarfélag. Amanda Staveley reyndi sjálf að kaupa Newcastle United fyrir tveimur árum en án árangurs. Staveley hefur reynslu að svona viðræðum því hún aðstoðaði Sheikh Mansour að kaupa Manchester City árið 2008 og fór einnig fyrir fjárfestingarfélaginu frá Dúbaí sem reyndi að kaupa Liverpool árið 2008. Hinn 55 ára gamli Mike Ashley keypti Newcastle fyrir 134,4 milljónir punda árið 2007 og er því líklega að fara að tvöfalda þá fjárfestingu sína. Félagið hefur fallið tvisvar úr ensku úrvalsdeildinni í tíu ára tíð Ashley og stuðningsmenn félagsins eru duglegir að mótmæla því hvernig hann hugsar um félagið.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti Fleiri fréttir Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjá meira