Enski boltinn

Maguire maður leiksins er Man Utd valtaði yfir Tranmere

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Harry Maguire skoraði og lagði upp er United vann öruggan 6-0 sigur.
Harry Maguire skoraði og lagði upp er United vann öruggan 6-0 sigur. Vísir/Getty

Harry Maguire, miðvörður Manchester United, var besti leikmaður vallarins er liðið vann Tranmere Rovers örugglega 6-0 á útivelli í FA bikarnum í dag. Maguire gerði sér lítið fyrir og skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið með þrumuskoti fyrir utan teig. 

Vefsíðan WhoScored tekur saman hvað menn gerðu vel, eða illa, og gefur einkunn eftir því. Raunar er erfitt að finna eitthvað sem leikmenn Man Utd gerðu ill í dag en af þeim 11 sem byrjuðu leikinn fá níu yfir 8.0 í einkunn.Maguire ber þar af með 8.9 í einkunn. Hann var með 90% heppnaðar sendingar, vann öll návígi sín í loftinu, fjögur talsins, og lék tvisvar sinnum framhjá mótherja. Þá átti hann tvö skot ásamt því að skora og leggja upp.Manchester United vann leikinn örugglega 6-0 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 5-0. Raunar komust gestirnir í 3-0 á fyrstu 16 mínútum leiksins. Þriðja markið skoraði Jesse Lingard, hans fyrsta síðan í desember 2018, eftir að Harry Maguire hafði leikið knettinum út úr vörninni.

Einkunnir Manchester United

Sergio Romero 7.9

Diego Dalot 8.4

Luke Shaw 8.3

Victor Lindelöf 8.1

Phil Jones 8.5

Harry Maguire 8.9 (Maður leiksins).

Andreas Pereira 8.4

Nemanja Matic 7.3

Jesse Lingard 8.4

Anthony Martial 8.5

Mason Greenwood 8.3


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.