Fótbolti

Tvær stærstu fótboltastjörnur heimsins minnast Kobe Bryant

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo og Lionel Messi.
Cristiano Ronaldo og Lionel Messi. Getty/Harold Cunningham

Kobe Bryant var mikill knattspyrnuáhugmaður enda alinn upp á Ítalíu þar sem faðir hans lék sem atvinnumaður í körfubolta.

Bryant var duglegur að mæta á fótboltaleiki og myndaði líka sterk tengsli við marga knattspyrnumenn.

Margir af bestu knattspyrnumönnum heims hafa verið að minnast Kobe Bryant eftir að fréttist af andláti hans í gær og þar á meðal eru þeir tveir bestu, Lionel Messi og Cristiano Ronaldo.


„Svo dapurlegt að heyra af fráfalli Kobe Bryant og dóttur hans Gianna. Kobe var sönn goðsögn og innblástur fyrir svo marga. Ég sendi samúðarkveðju til fjölskyldu hans og vina sem og til allra sem dóu í þessu slysi. Hvíldu í friði goðsögn,“ skrifaði Cristiano Ronaldo.

„Ég á engin orð til en sendi alla mína ást til fjölskyldu Kobe og vina hans. Það var sönn ánægja að hitta þig og eyða góðum tíma saman. Þú varst snillingur og það er ekki mikið af þeim,“ skrifaði Lionel Messi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.