Enski boltinn

Hetja Shrewsbury: Hefði verið betra ef ég hefði skorað þrennu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jason Cummings sá til þess að Shrewsbury er að fara mæta Liverpool á Anfield.
Jason Cummings sá til þess að Shrewsbury er að fara mæta Liverpool á Anfield. Vísir/Getty

Leikmenn Shrewsbury voru eðlilega yfir sig ánægðir í viðtali við breska ríkisútvarpið, BBC, eftir ótrúlegt 2-2 jafntefli gegn Evrópumeisturum Liverpool í 5. umferð FA bikarsins í dag. Jafnteflið þýðir að liðin þurfa að mætast aftur á Anfield en Liverpool komst í 2-0 í upphafi síðari hálfleiks. Hetja Shrewsbury, Jason Cummings, gerði nákvæmlega það sem Ian Wright, fyrrum framherji Arsenal og Crystal Palace, spáði því að hann myndi gera.Cummings var að sjálfsögðu dreginn í viðtal eftir leik.„Ég hefði getað skorað þrennu,“ sagði Cummings kíminn aðspurður hvort það gerðist betra en að koma inn á gegn ríkjandi Evrópumeisturum og skora tvívegis. Cummings hefur verið að glíma við meiðsli og þjálfari hans, Sam Ricketts, sagði að hann hefði ekki getað beðið lengur með að setja framherjann inn á en staðan var orðin 2-0 fyrir Liverpool þegar Cummings loks steig fæti inn á völlinn.„Hann er markaskorari. Hann kom inn á og nýtti tækifærið. Við erum að reyna að koma honum í eins gott form og við getum því hann er okkar helsti markaskorari,“ sagði Ricketts eftir leik áður en hann ræddi aðeins þá staðreynd að Shrewsbury væri á leiðinni á Anfield.„Að fara á Anfield er stórkostlegt. Ég sagð við strákana eftir leik að við hefðum geta unnið þetta en eftir á að hyggja þá langaði ykkur kannski bara öllum a Anfield. Það er frábært fyrir stuðningsmennina, stjórnarformanninn og okkur að fara á Anfield. Fjármagnið sem skilar sér til okkar í gegnum þann leik gæti hjálpað okkur að bæta aðstöðuna eða kaupa leikmenn til félagsins,“ sagði Ricketts að lokum.Í viðtalinu eftir leik var Cummings bent á það að Ian Wright hefði sagt í hálfleik að Shrewsbury þyrfti að halda sér í leiknum og koma Cummings inn á völlinn sem fyrst. Viðbrögð þessa skemmtilega framherja má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Maguire maður leiksins er Man Utd valtaði yfir Tranmere

Harry Maguire, miðvörður Manchester United, var besti leikmaður vallarins er liðið vann Tranmere Rovers örugglega 6-0 á útivelli í FA bikarnum í dag. Maguire gerði sér lítið fyrir og skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið með þrumuskoti fyrir utan teig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.