Kristall Máni mun spila með Víking í Pepsi Max deildinni í sumar Unglingalandsliðsmaðurinn Kristall Máni Ingason mun leika með Víking í Pepsi Max deildinni í sumar. Íslenski boltinn 31. maí 2020 19:00
Mun Saúl tilkynna að hann sé á leið til Manchester United eftir þrjá daga? Saúl Ñíguez, miðjumaður Atletico Madrid, gaf það út á Twitter að hann muni tilkynna þar eftir þrjá daga hvaða félagi hann muni leika með á næstu leiktíð. Fótbolti 31. maí 2020 19:00
Sancho fagnaði með því að biðja um réttlæti | Samúel ekki í leikmannahóp Paderborn Jadon Sancho hjálpaði Borussia Dortmund að vinna Paderborn 07 á útivelli í dag. Nýtti hann tækifærið til að vekja athygli á máli George Floyd. Fótbolti 31. maí 2020 18:00
Ýmsum verðmætum stolið úr þakíbúð leikmanns Manchester City Brotist var inn á heimili Riyad Mahrez, leikmanns Manchester City. Enski boltinn 31. maí 2020 17:15
Segir að enska knattspyrnusambandið eigi að skammast sín Pistlahöfundur The Guardian segir að enska knattspyrnusambandið eigi að skammast sín fyrir að aflýsa úrvalsdeild kvenna. Enski boltinn 31. maí 2020 16:15
Fagnaði með því að „taka hné“ | Gladbach aðeins stigi á eftir Dortmund Einn markaskorara Mönchengladbach fagnaði með því að „taka hné.“ Fótbolti 31. maí 2020 15:35
Verður Ighalo áfram í Manchester borg? Svo virðist sem Odion Ighalo verði áfram í herbúðum Manchester United allt þangað til í janúar á næsta ári. Enski boltinn 31. maí 2020 15:00
Getur ekki sofið og tekur sér hlé frá fótbolta Sænska landsliðskonan Madelen Janogy hefur opnað sig varðandi andleg vandamál sín og kveðst ekki hafa getað sofið almennilega í nokkur ár. Fótbolti 31. maí 2020 14:15
Kjartan komst á ferðina á ný en uppskar aðeins eitt stig Kjartan Henry Finnbogason lék sinn fyrsta alvöru fótboltaleik síðan 7. mars þegar hann lék með Vejle í dag í 1-1 jafntefli við Næstved í dönsku 1. deildinni. Fótbolti 31. maí 2020 13:54
Ragnar ekki valinn í fyrsta hóp eftir hlé Landsliðsmiðvörðurinn Ragnar Sigurðsson var ekki valinn í fyrsta leikmannahóp FC Köbenhavn í dönsku úrvalsdeildinni eftir hléið vegna kórónuveirufaraldursins. Fótbolti 31. maí 2020 13:30
„Samband mitt við Sindra er mjög gott“ – Dómarinn ekki með gult spjald „Ég á í góðu sambandi við mína gömlu liðsfélaga,“ segir Gonzalo Zamorano, leikmaður Víkings Ó., en mikill hiti var í leiknum þegar hann mætti sínu gamla liði ÍA í vináttuleik í gær. Rauða spjaldið fór á loft og dómarinn vildi flauta leikinn af í kjölfarið. Íslenski boltinn 31. maí 2020 12:45
13 dagar í Pepsi Max: Þrjú vítaklúður hjá Andra Rúnari sem stoppaði líka í nítján mörkum Andri Rúnar Bjarnason er sá nýjasti sem jafnaði markametið í efstu deild og fékk inngöngu í nítján marka klúbbinn. Andri fékk vissulega færi til að skora tuttugasta markið. Íslenski boltinn 31. maí 2020 12:00
PSG keypti Icardi - Klásúla til að angra Juventus Argentínski framherjinn Mauro Icardi var í dag kynntur sem fullgildur leikmaður PSG eftir að hafa verið á láni hjá félaginu frá Inter Mílanó. Inter ákvað að selja hann en setti ákveðin skilyrði inn í samninginn til að styrkja sína stöðu. Fótbolti 31. maí 2020 11:15
Lewandowski jafnaði metið sitt en getur hann náð Müller? Robert Lewandowski hefur aldrei skorað fleiri mörk en á þessari leiktíð eða alls 43 mörk í öllum keppnum, eftir að hann skoraði tvö marka Bayern München í 4-0 sigri á Fortuna Düsseldorf í gær. Fótbolti 31. maí 2020 10:30
Kompany gæti snúið aftur til Man. City Vincent Kompany yfirgaf Manchester City síðasta sumar eftir ellefu tímabil hjá félaginu en hann gæti snúið aftur sem aðstoðarþjálfari. Enski boltinn 31. maí 2020 09:45
Þór/KA fær liðsstyrk úr Kópavogi Berglind Baldursdóttir hefur fært sig úr Kópavoginum til Akureyrar. Íslenski boltinn 31. maí 2020 09:00
David Luiz á leið til Benfica þegar samningur hans við Arsenal rennur út Varnarmaðurinn David Luiz gæti verið á förum frá Arsenal þegar samningi hans lýkur. Enski boltinn 30. maí 2020 23:00
Sandra María lék allan leikinn í tapi Leverkusen Landsliðskonan Sandra María Jessen lék allan leikinn er Bayer Leverkusen tapaði gegn Duisburg í þýsku úrvalsdeildinni í dag. Lokatölur 2-0 gestunum í vil. Fótbolti 30. maí 2020 22:15
Fyrsta mót sumarsins fór fram í dag | Myndband Fyrsta knattspyrnumót sumarsins fór fram í dag. Íslenski boltinn 30. maí 2020 21:30
Fyrirliði Schalke 04 vill réttlæti í máli George Floyd Weston McKennie, fyrirliði Schalke 04, í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu vill réttlæti fyrir George Floyd sem var myrtur af lögreglunni í Minneapolis í Bandaríkjunum á dögunum. Fótbolti 30. maí 2020 20:45
Bayern skrefi nær titlinum eftir stórsigur á Düsseldorf Bayern Munich valtaði yfir Fortuna Düsseldorf í síðasta leik dagsins í þýsku úrvalsdeildinni og styrkti þar með stöðu sína á toppnum. Fótbolti 30. maí 2020 18:31
Milos meistari með Rauðu stjörnunni Milos Milojevic, fyrrum þjálfari Víkings Reykjavíkur og Breiðabliks varð í gær serbneskur meistari með Rauðu Stjörnunni en hann er aðstoðarþjálfari liðsins. Fótbolti 30. maí 2020 17:45
Rautt spjald og dómarinn vildi flauta af á Akranesi | Rosalegt innkast skilaði KA sigri | Myndbönd Það er grunnt á því góða á milli ÍA og Víkings Ó. ef marka má æfingaleik liðanna á Akranesi í dag, í fótbolta karla, þar sem dómarinn virtist vilja flauta leikinn af eftir ljót brot og mikinn æsing í báðum liðum. KA vann Fylki á Akureyri, 1-0. Íslenski boltinn 30. maí 2020 16:56
Hefðbundnar æfingar hjá spænskum liðum á mánudag Liðin í efstu tveimur deildum Spánar í fótbolta mega frá og með næsta mánudegi æfa eins og þau gerðu áður en að kórónuveirufaraldurinn setti allt úr skorðum. Fótbolti 30. maí 2020 16:30
Augsburg niður um tvö sæti án Alfreðs Augsburg, lið Alfreðs Finnbogasonar, hefur dregist niður í fallbaráttu þýsku 1. deildarinnar í fótbolta í fjarveru íslenska landsliðsframherjans. Liðið tapaði 2-0 fyrir Herthu Berlín á útivelli í dag. Fótbolti 30. maí 2020 15:35
Úr norsku C-deildinni í Arsenal Arsenal hefur gengið frá samningi við norska táninginn George Lewis eftir að hann var til reynslu hjá félaginu um tveggja vikna skeið í mars. Enski boltinn 30. maí 2020 15:00
Emil skoraði í sigri FH Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson spilar hugsanlega með FH í Pepsi Max-deildinni í fótbolta í sumar. Hann lék með liðinu í æfingaleik gegn Fram í dag. Fótbolti 30. maí 2020 13:58
„Kannski les hann þá Playboy?“ Liðsfélagar Ragnars Sigurðssonar hjá FC Köbenhavn virðast ekki hafa mikla trú á því að íslenski landsliðsmiðvörðurinn sé lestrarhestur. Fótbolti 30. maí 2020 13:30
Alfreð þarf að bíða lengur Alfreð Finnbogason hefur verið að glíma við meiðsli og ekki getað spilað með liði Augsburg í þýsku 1. deildinni í fótbolta eftir að keppni hófst að nýju eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Fótbolti 30. maí 2020 12:47
Liverpool vonast enn eftir Werner sem vill koma Liverpool hefur tíma fram til 15. júní til að kaupa þýska framherjann Timo Werner á 52,7 milljónir punda, jafnvirði 8,8 milljarða króna, frá RB Leipzig. Enski boltinn 30. maí 2020 12:45
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti