Íslenski boltinn

Þór/KA fær liðsstyrk úr Kópavogi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Berglind ásamt Andra Hjörvari Albertssyni og Bojonu Besic.
Berglind ásamt Andra Hjörvari Albertssyni og Bojonu Besic. Vísir/ThorSport

 Þór/KA sem leikur í Pepsi Max deild kvenna í sumar hefur fengið liðsstyrk fyrir komandi tímabil sem hefst nú í júní.

Knattspyrnudeild Þórs/KA staðfesti í gær að félagið hefði gengið frá samningi við hina tvítugu Berglindi Baldursdóttur. Kemur hún frá Breiðabliki þar sem hún hefur leikið átta leiki. 

Berglind er fædd og uppalin á Akureyri og er því snúin aftur á heimaslóðir. Þá hefu rhún leikið Augnablik og Haukum ásamt því að hafa verið í Háskóla í Bandaríkjunum. Þá hefur hún leiið fjóra landsleiki með U19 og U17 ára landsliðum Íslands.

Fréttatilkynning Þórs/KA

Stjórn Þórs/KA hefur gert samning við miðjumanninn Berglindi Baldursdóttur (2000) sem hefur verið á mála hjá Breiðabliki undanfarin ár.

Berglind er fædd og uppalin á Akureyri, lék með K.A. upp yngri flokkana, en hélt suður yfir heiðar þegar hún kláraði 2. flokkinn og spilaði þá fyrst með Augnabliki í 1. deildinni. Berglind samdi við Breiðablik 2017, en sá samningur rann út síðastliðið haust. Hún var í láni hjá Haukum sumarið 2018. Síðastliðið sumar var hún í leikmannahópi Breiðabliks og kom við sögu í tveimur deildarleikjum.

Berglind á að baki 31 leik í deilda- og bikarkeppnum, þar af átta í A-deild, 15/4 í B-deild, 6/5 í C-deild og tvo í bikar. Auk þessa 21/3 í deildabikar og öðrum mótum í meistaraflokki. Þá á hún að baki fjóra landsleiki með U19 og U17 landsliðunum.

Berglind mætti á æfingu hjá Þór/KA í gær, spilaði seinni hálfleikinn í æfingaleik liðsins gegn Gróttu í dag og skrifaði síðan undir tveggja ára samning að leik loknum.

Við bjóðum Berglindi velkomna aftur til Akureyrar og í Þór/KA.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.