Íslenski boltinn

Þór/KA fær liðsstyrk úr Kópavogi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Berglind ásamt Andra Hjörvari Albertssyni og Bojonu Besic.
Berglind ásamt Andra Hjörvari Albertssyni og Bojonu Besic. Vísir/ThorSport

 Þór/KA sem leikur í Pepsi Max deild kvenna í sumar hefur fengið liðsstyrk fyrir komandi tímabil sem hefst nú í júní.

Knattspyrnudeild Þórs/KA staðfesti í gær að félagið hefði gengið frá samningi við hina tvítugu Berglindi Baldursdóttur. Kemur hún frá Breiðabliki þar sem hún hefur leikið átta leiki. 

Berglind er fædd og uppalin á Akureyri og er því snúin aftur á heimaslóðir. Þá hefu rhún leikið Augnablik og Haukum ásamt því að hafa verið í Háskóla í Bandaríkjunum. Þá hefur hún leiið fjóra landsleiki með U19 og U17 ára landsliðum Íslands.

Fréttatilkynning Þórs/KA

Stjórn Þórs/KA hefur gert samning við miðjumanninn Berglindi Baldursdóttur (2000) sem hefur verið á mála hjá Breiðabliki undanfarin ár.

Berglind er fædd og uppalin á Akureyri, lék með K.A. upp yngri flokkana, en hélt suður yfir heiðar þegar hún kláraði 2. flokkinn og spilaði þá fyrst með Augnabliki í 1. deildinni. Berglind samdi við Breiðablik 2017, en sá samningur rann út síðastliðið haust. Hún var í láni hjá Haukum sumarið 2018. Síðastliðið sumar var hún í leikmannahópi Breiðabliks og kom við sögu í tveimur deildarleikjum.

Berglind á að baki 31 leik í deilda- og bikarkeppnum, þar af átta í A-deild, 15/4 í B-deild, 6/5 í C-deild og tvo í bikar. Auk þessa 21/3 í deildabikar og öðrum mótum í meistaraflokki. Þá á hún að baki fjóra landsleiki með U19 og U17 landsliðunum.

Berglind mætti á æfingu hjá Þór/KA í gær, spilaði seinni hálfleikinn í æfingaleik liðsins gegn Gróttu í dag og skrifaði síðan undir tveggja ára samning að leik loknum.

Við bjóðum Berglindi velkomna aftur til Akureyrar og í Þór/KA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×