Lífið

Niðurbrotnir foreldrar Winehouse

Mitch og Janis Winehouse voru mynduð fyrir utan heimili dóttur þeirra, söngkonunnar Amy Winehouse, sem lést nýliðna helgi aðeins 27 ára gömul.

Mitch, sem er fyrrum leigubílstjóri, reyndi allt hvað hann gat til að halda aftur tárunum, en allt kom fyrir ekki, maðurinn brotnaði niður og brast í grát eins og móðir Amy þegar þau fóru í gegnum þúsundir samúðarkorta, blóma og gjafa frá aðdáendum söngkonunnar eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Amy snæddi með móður sinni daginn áður en hún féll frá. Það var Andrew Morris, lífvörður söngkonunnar, sem fann hana látna á heimili hennar.

Þá má einnig sjá bróður Amy og fyrrverandi unnusta, Reg, í myndasafni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.