Innlent

Morðið í Hafnarfirði: Fjölskyldan biðlar til þjóðarinnar - myndband

Fjölskylda Hannesar Þórs Helgasonar sem fannst myrtur á heimili sínu um hádegisbil á sunnudag, biður alla þá sem einhverjar upplýsingar geta veitt um andlátið að hafa samband við lögreglu. Hún þakkar þann samhug sem hún hefur fundið fyrir í kjölfar þessa hræðilega atburðar.



Þetta er meðal þess sem kemur fram í yfirlýsingu frá systrum Hannesar sem sýnd verður í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.



Í tilkynningum sem lögreglan hefur sent frá sér vegna rannsóknar málsins hefur hún óskað eftir því að þeir sem telji sig geta gefið upplýsingar um málið hringi í síma 444-1104.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×