Hælisleitendur fá ekki gjafsókn Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 5. nóvember 2015 06:00 Katrín Oddsdóttir lögmaður segir að án gjafsóknar eigi hælisleitendur engan möguleika á að leita réttar síns. Vísir/Stefán Katrín Oddsdóttir lögmaður fékk í gær þrjár synjanir um gjafsókn fyrir hælisleitendur. Hún segir synjanirnar hafa komið stórkostlega á óvart. „Þetta er stefnubreyting sem við vitum ekkert hvaðan kemur,“ segir Katrín en synjanirnar koma frá gjafsóknarnefnd og eru undirritaðar af embættismönnum innanríkisráðuneytisins. „Ég held að enginn hafi átt von á þessu. Rauði kross Íslands kom með þessi mál á okkar borð því það var talið að um ranga niðurstöðu væri að ræða og það þyrfti að taka málið upp fyrir dómstólum.“ Katrín segir hælisleitendur yfirleitt fá gjafsókn. „Það er ekki alveg undantekningarlaust, en oftast. Enda hafa þeir engan annan möguleika á að láta reyna á réttmæti ákvarðana um hvort beri að senda þá í önnur lönd,“ segir hún. Synjanir sem um ræðir eigi sameiginlegt að varða hælisleitendur sem senda á til annars lands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. „Eitt af þeim málum sem liggja á mínu borði er stóralvarlegt. Það varðar ungan mann sem hefur verið á flótta frá barnsaldri, er með vottorð frá lækni um að vera of veikburða og andlega lasinn til að ferðast og nú á að senda hann til Ítalíu. Hann mun ekki lifa það af. Aðstæður á Ítalíu eru skelfilegar og enginn heldur því fram að það sé í lagi að senda fólk þangað. Innanríkisráðherra hefur meira að segja haft orð á því.“ Í synjunarbréfunum kemur fram að ekki þyki tilefni til málshöfðunar. Katrín bendir á að það sé eingöngu dómstólsins að ákveða slíkt með dómsniðurstöðu, en ekki nefndar úti í bæ. Án gjafsóknar eigi hælisleitendur engan möguleika á að leita réttar síns. Þess má geta að það að reka dómsmál á Íslandi kostar mörg hundruð þúsund. Eingöngu þingfestingargjöld nema tugum þúsunda. „Allir eiga rétt á að fara með deilumál sín fyrir dómstóla. Það stendur í stjórnarskránni. Það hefur margoft gerst að hælisleitendur fari með mál sín fyrir dómstóla og unnið þau. Ákvarðanirnar eru ekki alltaf taldar réttmætar og þannig heldur það áfram að vera. Því er gríðarlega alvarlegt að búið sé að útiloka einn minnihlutahóp frá dómstólum í landinu,“ segir Katrín. Flóttamenn Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira
Katrín Oddsdóttir lögmaður fékk í gær þrjár synjanir um gjafsókn fyrir hælisleitendur. Hún segir synjanirnar hafa komið stórkostlega á óvart. „Þetta er stefnubreyting sem við vitum ekkert hvaðan kemur,“ segir Katrín en synjanirnar koma frá gjafsóknarnefnd og eru undirritaðar af embættismönnum innanríkisráðuneytisins. „Ég held að enginn hafi átt von á þessu. Rauði kross Íslands kom með þessi mál á okkar borð því það var talið að um ranga niðurstöðu væri að ræða og það þyrfti að taka málið upp fyrir dómstólum.“ Katrín segir hælisleitendur yfirleitt fá gjafsókn. „Það er ekki alveg undantekningarlaust, en oftast. Enda hafa þeir engan annan möguleika á að láta reyna á réttmæti ákvarðana um hvort beri að senda þá í önnur lönd,“ segir hún. Synjanir sem um ræðir eigi sameiginlegt að varða hælisleitendur sem senda á til annars lands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. „Eitt af þeim málum sem liggja á mínu borði er stóralvarlegt. Það varðar ungan mann sem hefur verið á flótta frá barnsaldri, er með vottorð frá lækni um að vera of veikburða og andlega lasinn til að ferðast og nú á að senda hann til Ítalíu. Hann mun ekki lifa það af. Aðstæður á Ítalíu eru skelfilegar og enginn heldur því fram að það sé í lagi að senda fólk þangað. Innanríkisráðherra hefur meira að segja haft orð á því.“ Í synjunarbréfunum kemur fram að ekki þyki tilefni til málshöfðunar. Katrín bendir á að það sé eingöngu dómstólsins að ákveða slíkt með dómsniðurstöðu, en ekki nefndar úti í bæ. Án gjafsóknar eigi hælisleitendur engan möguleika á að leita réttar síns. Þess má geta að það að reka dómsmál á Íslandi kostar mörg hundruð þúsund. Eingöngu þingfestingargjöld nema tugum þúsunda. „Allir eiga rétt á að fara með deilumál sín fyrir dómstóla. Það stendur í stjórnarskránni. Það hefur margoft gerst að hælisleitendur fari með mál sín fyrir dómstóla og unnið þau. Ákvarðanirnar eru ekki alltaf taldar réttmætar og þannig heldur það áfram að vera. Því er gríðarlega alvarlegt að búið sé að útiloka einn minnihlutahóp frá dómstólum í landinu,“ segir Katrín.
Flóttamenn Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira