Viðskipti erlent

Olíuverðið undir 125 dollara í framvirkum samningum

Heimsmarkaðsverð á framvirkum samningum í olíukaupum er komið undir 125 dollara á tunnuna. Hér er um að ræða olíuverð á markaðinum í New York fyrir olíu sem afhenda á í september.

Þetta er í fyrsta sinn í tæpa tvo mánuði sem olíuverðið fer undir 125 dollara á tunnuna í framvirkum samningum. Það sem liggur að baki þessu er að tölur sína að olíubirgðir í Bandaríkjunum eru mun meiri en menn áttu von á samhlið því að töluvert hefur dregið úr eftirspurn eftir olíu í landinu þrjár vikur í röð.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×