Viðskipti erlent

Telur General Motors og Ford stefna í gjaldþrot

General Motors og Ford, tveir af stærstu bílaframleiðendum Bandaríkjanna eru í hættu á að verða gjaldþrota innan fimm ára.

Þetta kemur fram í viðtali sem fréttaveitan Bloomberg átti við Edward Altman hagfræðiprófessor við Stern háskólann í New York. Altman segir að bæði fyrirtækin glími nú við alvarleg vandamál og markaðurinn endurspegli þá stöðu.

General Motors og Ford eigi í miklum erfiðleikum við að endurfjármagna sig og því telji hann nú helmingslíkur á gjaldþroti þeirra beggja.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×