Fleiri fréttir Metverðbólga á evrusvæðinu Verðbólga mældist 4,0 prósent á evrusvæðinu í síðasta mánuði. Þetta er 0,3 prósentustiga hækkun á milli mánaða og hefur hún aldrei verið meiri. 16.7.2008 11:36 Eik Banki fellur um 10% á markaðinum í Kaupmannahöfn Tveir litlir bankar á markaðinum í Kaupmannahöfn hafa fallið mikið frá því í morgun. Hinn færeyski Eik Banki hefur fallið um 10% en hann er einnig skráður í kauphöllina hérlendis. Þá hefur Bonusbanken fallið um rúm 7%. 16.7.2008 10:57 Co-op samþykkir yfirtöku Sommerfield fyrir 240 milljarða kr. Co-op group hefur samþykkt yfirtöku Sommerfield fyrir 1,57 milljarða punda eða sem svarar til um 240 milljarða kr. Kaupþing var einn af eigendum Sommerfield. 16.7.2008 10:24 Fjöldi fasteignafélaga á Spáni orðin gjaldþrota Fasteignafélög á Spáni standa nú í röðum eftir að lýsa sig gjaldþrota. Þetta kemur í kjölfar þess að um 40.000 fasteignasalar í landinu hafa lokað skrifstofum sínum frá því í fyrra. 16.7.2008 09:32 Fitch segir hættu á fjöldagjaldþrotum flugfélaga Matsfyrirtækið Fitch Ratings segir að mikil hætta sé á fjöldagjaldþrotum meðal bandarískra flugfélaga á næsta ári. 16.7.2008 07:49 Danir baula á konur á barneignaraldri Mörg fyrirtæki ráða fremur aðra umsækjendur en konur á barneignaraldri. Þetta kemur fram í Börsen en þar er sagt frá rannsókn sem greiningarstöðin Zapera gerði með því að taka viðtöl við 252 starfsmannastjóra í dönskum fyrirtækjum. 16.7.2008 00:01 General Motors segir upp 16 þúsund manns Rick Wagoner, forstjóri bandaríska bílaframleiðandans General Motors, tilkynnti í dag að fyrirtækið ætli að segja upp 20 prósentum af skrifstofufólki sínu fram á næsta ári. Horft er til þess að uppsagnirnar spari fyrirtæki fimmtán milljarða bandaríkjadala, jafnvirði 1.164 milljarða íslenskra króna. 15.7.2008 17:00 Hráolíuverðið féll í dag Heimsmarkaðsverð á hráolíu féll um tíu dali á tunnu í kjölfar ummæla Bens Bernanke, seðlabankastjóra, að útlit sé fyrir að einkaneysla muni dragast saman á árinu. Þá helst verðlækkunin í hendur við lækkun á gengi hlutabréfa en fjárfestar seldu mikið magn bréfa vegna fregna um slæma fjárhagsburði fjármálafyrirtækja. 15.7.2008 16:24 Bush ver björgun húsnæðislánasjóðanna Húsnæðislánasjóðirnir Fannie Mae og Freddie Mac eru nægilega fjármagnaðir. Þetta sagði George W. Bush, forseti Bandríkjanna, á blaðamannafundi sem nú stendur yfir í Hvíta húsinu. Hann vísaði því á bug að ákvörðun ríkisstjórnarinnar að auka hlutafé sjóðanna í skugga mikilla afskrifta vegna þrenginga á fasteignamarkaði sé til þess fallið að bjarga hluthöfum sjóðanna. 15.7.2008 14:44 Enn falla húsnæðislánasjóðirnir Gengi hlutabréfa í bandarísku húsnæðislánasjóðunum Fannie Mae og Freddy Mac féll á ný í dag þrátt fyrir að bandaríska ríkið hafi ákveðið að grípa til björgunaraðgerða til að forða fyrirtækjunum frá þroti. 15.7.2008 14:29 Smásöluverslun í Bandaríkjunum undir væntingum Smásöluverslun í Bandaríkjunum jókst aðeins um 0,1 prósent í júní en sérfræðingar höfðu spáð aukningu upp á nærri hálft prósentustig. Helsta ástæðan er talin vera minni sala á bílum en hún lækkaði um 3,3 prósent í mánuðnum. 15.7.2008 13:51 Risavaxinn afgangur á vöruskiptum í Noregi Hið háa olíuverð í heiminum fær Norðmenn til að brosa breitt þessa dagana. Afgangurinn af vöruskiptum þeirra við útlönd nam yfir 500 milljörðum kr. í júnímánuði einum saman. 15.7.2008 09:54 Mikil verðbólga í Bretlandi Verðbólga mældist 3,8 prósent í Bretlandi í síðasta mánuði, samkvæmt nýjustu tölum bresku hagstofunnar. Hún hefur ekki verið meiri í áratug. 15.7.2008 09:21 Lækkanir á Asíumörkuðum í morgun Fjármálafyrirtæki leiddu lækkun á hlutabréfamörkuðum í Asíu í morgun. Fylgir Asía þar með í fótspor markaða í Bandaríkjunum í gær. 15.7.2008 07:48 Húsnæðislánasjóðirnir rjúka upp Gengi hlutabréfa í fasteignalánasjóðunum Fannie Mae og Freddie Mac hefur rokið upp á bandarískum markaði í dag eftir björgunaraðgerðir stjórnvalda til að forða þeim frá gjaldþroti. 14.7.2008 11:13 Iðnaðarframleiðslan á evrusvæðinu dregst saman Iðnaðarframleiðsla dróst saman um 1,9% í maí frá fyrri mánuði á evrusvæðinu samkvæmt tölum sem evrópska hagstofan birti í morgun en mest dróst framleiðslan saman í Þýskalandi og Frakklandi, tveimur stærstu hagkerfum evrusvæðisins. 14.7.2008 11:07 Hlutabréf í Roskilde bank enn í frjálsu falli Hlutabréf í Roskilde bank hafa verið í frjálsu falli frá því að kauphöllin í Kaupmannahöfn opnaði í morgun. Björgunaraðgerðir Seðlabanka Danmerkur fyrir helgina hafa ekki náð að róa fjárfesta. 14.7.2008 09:20 Stoðir Invest bjarga Nyhedsavisen Viðskiptasíður danskra blaða segja í morgun að Stoðir Invest muni koma Nyhedsavisen til bjargar. Samkomulag hafi náðist milli Stoða og Morten Lund meirihlutaeigenda útgáfunnar um helgina og verði það kynnt síðar í dag. 14.7.2008 09:13 Stærsti bjórframleiðandi heims varð til um helgina Stærsti bjórframleiðandi í heimi varð til um helgina er Anheuser-Busch, sem framleiðir Budwaiser-bjórinn. samþykkti yfirtöku belgíska InBev brygghúsana sem framleiða Stella Artois bjórinn. 14.7.2008 07:47 Fasteignasjóðum í Bandaríkjunum bjargað frá þroti Fjármálaráðherra Bandaríkjanna hefur gefið út yfirlýsingu um að tveimur stærstu íbúðalánasjóðum landsins verði komið til aðstoðar. Bæði ríkissjóður landsins og seðlabanki munu koma að málinu. 14.7.2008 06:43 Þriðjungur Airbus-pantana í uppnámi EADS, sem framleiðir Airbus-farþegaþoturnar í Evrópu, gerir ráð fyrir því að allt að þriðjungur þeirra pantana sem flugfélögin hafa lagt inn hjá fyrirtækinu gæti endað í ruslinu vegna þeirrar úlfakreppu sem hækkandi eldsneytisverð hefur valdið flugfélögum um allan heim. 13.7.2008 18:07 Skuldir vegna SMS-lána hlaðast upp í Finnlandi Finnskar fjármálastofnanir riðu fyrir þremur árum á vaðið með SMS-lán, nýja kynslóð bankalána sem afgreidd eru á þremur mínútum. Nú er svo komið að skuldir tengdar þessum lánum eru orðnar 20 prósent vandræðaskulda Finna 13.7.2008 14:04 Yahoo! hafnaði tilboði Microsoft um kaup á leitarvélahluta Yahoo! hafnaði í dag tilboði Microsoft og milljarðamæringsins Carls Icahns um kaup á leitarvélahluta fyrirtækisins. 13.7.2008 12:27 Allt að 800 metra biðraðir eftir nýja iPhone-símanum Gloppur í hugbúnaði nýja iPhone-símans frá Apple og takmarkað upplag hans í mörgum verslunum sló marga kaupendur út af laginu í gær þegar sala á gripnum hófst í 22 löndum en hans hefur verið beðið með eftirvæntingu síðan í vor þegar fréttir tóku að berast af nýjum iPhone-síma. 12.7.2008 11:41 Lækkun á bandarískum hlutabréfamarkaði Gengi hlutabréfa hefur almennt lækkaði á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag. Hátt olíuverð á hlut að máli auk þess sem fregnir um slæma fjárhagsstöðu bandarísku fasteignasjóðanna Fannie Mae og Freddie Mac varð til þess að fjárfestar losuðu sig við hlutabréf og færðu fjármuni sína í öruggara skjól. 11.7.2008 13:37 Hráolíuverð aftur í methæðir Heimsmarkaðsverð sló nýtt met í dag þegar það hækkaði verulega og snerti 146 dali á tunnu. Ástæðan er vaxandi spenna fyrir botni Miðjarðarhafs, fyrirhugað nokkurra daga verkfall í olíuframleiðslu í Brasilíu og árásir á olíuvinnslustöðvar í Nígeríu. 11.7.2008 13:14 Gengi fasteignasjóðanna hrynur Gengi bréfa í fasteignasjóðunum Fannie Mae og Freddie Mac hafa fallið um helming fyrir upphaf viðskiptadagsins í dag. Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, vísaði því á bug í gær að sjóðirnir væru að keyra í þrot og benti á að þeir væru of mikilvægir fyrir bandarískt efnahagslíf til að svo geti farið. 11.7.2008 12:56 Fleiri danskir bankar en Roskilde bank í erfiðleikum Fjölmiðlar í Danmörku hafa skrifað mikið um erfiðleika Roskilde bank sem nú hefur fengið 12 milljarða kr. lán frá danska seðlabankanum til að halda sér á floti. Fjárfestingarstjóri Straums-Burðarás í Danmörku segir að Roskilde bank sé ekki einstakt tilfelli og að fleiri danskir bankar muni lenda í vandræðum. 11.7.2008 11:25 Olíuverðið dragbítur rekstrarfélaga Hátt olíuverð er helsta ástæða þess að gengi hlutabréfa hefur almennt lækkað á evrópskum hlutabréfamörkuðum í dag. Rekstrarfélög, svo sem bílaframleiðendur og flugfélög, hafa lækkað nokkuð enda vegur olíuverðið þungt í efnahagsreikningi þeirra. 11.7.2008 11:00 Verð á hráolíu rýkur upp á mörkuðum í Evrópu Verðið á olíutunnunni hefur rokið upp á mörkuðum í Evrópu í morgun. Um tíuleytið var tunnan af Brent-olíu komin yfir 144 dollara sem er hækkun um hátt í þrjá dollara frá því í gærkvöldi. 11.7.2008 10:28 Olíuverð nálægt methæðum Heimsmarkaðsverð hækkaði um 2,5 prósent í morgun og er nú komið nálægt methæðum á nýjan leik. Þetta er jafnframt þriðji dagurinn í röð sem verðið hækkar. 11.7.2008 10:24 Rekstur Sellafield-versins boðinn út Breska ríkið hefur tilnefnt þrjú félög beggja vegna Atlantsála til að hreina og reka kjarnorkuverið í Sellafield þar í landi. Í nýlegri skýrslu breskra yfirvalda kemur fram að hugsanlega taki það rúma öld að hreinsa svæðið og tryggja öryggi þess.Breska ríkið mun eftir sem áður eiga eignir kjarnorkuversins. 11.7.2008 10:02 Abramovich kaupir dýrasta hús í heimi Auðjöfurinn Roman Abramovich hefur fest kaup á dýrasta húsi í heimi. Roman borgaði tæplega 35 milljarða kr. Fyrir húsið La Leopolda sem stendur við frönsku rivieruna nálægt Monte Carlo. 11.7.2008 09:55 Royal Bank of Scotland selur undan ABN Amro Royal Bank of Scotlandi er að skoða sölu á starfseiningu hollenska bankans ABN Amro í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi. 11.7.2008 09:46 Stjórn Nyhedsavisen hótar að segja af sér Stjórn útgáfufélagsins á bakvið fríblaðið Nyhedsavisen hótar nú að segja af sér ef eigendur útgáfunnar, Morten Lund og Stoðir Invest, tryggi ekki mjög bráðlega nýtt fjármagn til rekstursins. 11.7.2008 07:58 Olíuverðið rauk upp um 5 dollara í lok markaða Aðeins hálftíma áður en olíumarkaðir heimsins lokuðu seint í gærkvöldi rauk verðið á olíutunnunni upp um röska 5 dollara og stendur nú í ríflega 141 dollar á tunnuna. 11.7.2008 07:18 Óbreyttir stýrivextir í Bretlandi Englandsbanki, seðlabanki Bretlands, ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í fimm prósentum. Þetta er í samræmi við flestar spár. Í rökstuðningi bankans fyrir ákvörðuninni kemur fram að stefnt sé að því að halda verðbólgu niðri en hætt sé við að hún komi niður á vexti hagkerfisins. 10.7.2008 11:04 Skellur hjá Sports Direct Hagnaður Sports Direct, umsvifamestu íþróttavöruverslun Bretlands, nam 85 milljónum punda á síðasta rekstrarári. Þetta jafngildir 12,8 milljörðum íslenskra króna og er helmingi minna en verslunin skilaði árið á undan. 10.7.2008 10:45 Arabar festa kaup á Crysler byggingunni í New York Fjárfestingarsjóður í eigu stjórnvalda í Abu Dhabi hefur fest kaup á þekktasta húsi New York borgar, Chrysler byggingunni. 10.7.2008 07:44 Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar mikið Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði um sex dollara í gærdag og hefur ekki verið lægra í tæpar tvær vikur. Endaði verðið í 136 dollurum á tunnuna. 9.7.2008 07:25 Hagnaður Alcoa dróst saman en yfir væntingum Bandaríski álrisinn Alcoa hagnaðist um 546 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði 42 milljarða íslenskra króna, á öðrum ársfjórðungi. Þetta er nokkur samdráttur á milli ára en hagnaðurinn nam 715 milljónum dala á sama tíma í fyrra. 8.7.2008 21:14 Olíuverðið ekki lægra síðan í júní Heimsmarkaðsverð á hráolíu féll um sex dali og situr nú í tæpum 136 dölum á tunnu. Verðið hefur fallið um 10 dali síðan það snerti methæðir í síðustu viku. 8.7.2008 15:41 BBC Worldwide skilar metafkomu Á meðan hagnaður margra fyrirtækja gufar upp í dýfunni nú þá heyrir öðruvísi við BBC Worldwide í Bretlandi. Afþreyingafyrirtækið hagnaðist um 117,7 milljónir punda, jafnvirði 17,8 milljarða íslenskra króna, á síðasta ári og hefur hann aldrei verið meiri. 8.7.2008 14:58 Bretland rambar á barmi kreppu Breska verslunarráðið segir að Bretland rambi á barmi kreppu. Ráðið reiknar með að um 300.000 Bretar muni missa atvinnu sína fyrir áramótin. 8.7.2008 11:00 Dönsk hlutabréf lækkuðu um rúm 3% í morgun Það stefnir í blóðrauðan dag í dönsku kauphöllinni í dag og raunar víðast í kauphöllum Evrópu. Danska C-20 vísitalan hefur fallið um rúm 3% frá opnuninni fyrir klukkutíma síðan. Um er að ræða mestu lækkunin frá því í janúar s.l. 8.7.2008 09:03 Sjá næstu 50 fréttir
Metverðbólga á evrusvæðinu Verðbólga mældist 4,0 prósent á evrusvæðinu í síðasta mánuði. Þetta er 0,3 prósentustiga hækkun á milli mánaða og hefur hún aldrei verið meiri. 16.7.2008 11:36
Eik Banki fellur um 10% á markaðinum í Kaupmannahöfn Tveir litlir bankar á markaðinum í Kaupmannahöfn hafa fallið mikið frá því í morgun. Hinn færeyski Eik Banki hefur fallið um 10% en hann er einnig skráður í kauphöllina hérlendis. Þá hefur Bonusbanken fallið um rúm 7%. 16.7.2008 10:57
Co-op samþykkir yfirtöku Sommerfield fyrir 240 milljarða kr. Co-op group hefur samþykkt yfirtöku Sommerfield fyrir 1,57 milljarða punda eða sem svarar til um 240 milljarða kr. Kaupþing var einn af eigendum Sommerfield. 16.7.2008 10:24
Fjöldi fasteignafélaga á Spáni orðin gjaldþrota Fasteignafélög á Spáni standa nú í röðum eftir að lýsa sig gjaldþrota. Þetta kemur í kjölfar þess að um 40.000 fasteignasalar í landinu hafa lokað skrifstofum sínum frá því í fyrra. 16.7.2008 09:32
Fitch segir hættu á fjöldagjaldþrotum flugfélaga Matsfyrirtækið Fitch Ratings segir að mikil hætta sé á fjöldagjaldþrotum meðal bandarískra flugfélaga á næsta ári. 16.7.2008 07:49
Danir baula á konur á barneignaraldri Mörg fyrirtæki ráða fremur aðra umsækjendur en konur á barneignaraldri. Þetta kemur fram í Börsen en þar er sagt frá rannsókn sem greiningarstöðin Zapera gerði með því að taka viðtöl við 252 starfsmannastjóra í dönskum fyrirtækjum. 16.7.2008 00:01
General Motors segir upp 16 þúsund manns Rick Wagoner, forstjóri bandaríska bílaframleiðandans General Motors, tilkynnti í dag að fyrirtækið ætli að segja upp 20 prósentum af skrifstofufólki sínu fram á næsta ári. Horft er til þess að uppsagnirnar spari fyrirtæki fimmtán milljarða bandaríkjadala, jafnvirði 1.164 milljarða íslenskra króna. 15.7.2008 17:00
Hráolíuverðið féll í dag Heimsmarkaðsverð á hráolíu féll um tíu dali á tunnu í kjölfar ummæla Bens Bernanke, seðlabankastjóra, að útlit sé fyrir að einkaneysla muni dragast saman á árinu. Þá helst verðlækkunin í hendur við lækkun á gengi hlutabréfa en fjárfestar seldu mikið magn bréfa vegna fregna um slæma fjárhagsburði fjármálafyrirtækja. 15.7.2008 16:24
Bush ver björgun húsnæðislánasjóðanna Húsnæðislánasjóðirnir Fannie Mae og Freddie Mac eru nægilega fjármagnaðir. Þetta sagði George W. Bush, forseti Bandríkjanna, á blaðamannafundi sem nú stendur yfir í Hvíta húsinu. Hann vísaði því á bug að ákvörðun ríkisstjórnarinnar að auka hlutafé sjóðanna í skugga mikilla afskrifta vegna þrenginga á fasteignamarkaði sé til þess fallið að bjarga hluthöfum sjóðanna. 15.7.2008 14:44
Enn falla húsnæðislánasjóðirnir Gengi hlutabréfa í bandarísku húsnæðislánasjóðunum Fannie Mae og Freddy Mac féll á ný í dag þrátt fyrir að bandaríska ríkið hafi ákveðið að grípa til björgunaraðgerða til að forða fyrirtækjunum frá þroti. 15.7.2008 14:29
Smásöluverslun í Bandaríkjunum undir væntingum Smásöluverslun í Bandaríkjunum jókst aðeins um 0,1 prósent í júní en sérfræðingar höfðu spáð aukningu upp á nærri hálft prósentustig. Helsta ástæðan er talin vera minni sala á bílum en hún lækkaði um 3,3 prósent í mánuðnum. 15.7.2008 13:51
Risavaxinn afgangur á vöruskiptum í Noregi Hið háa olíuverð í heiminum fær Norðmenn til að brosa breitt þessa dagana. Afgangurinn af vöruskiptum þeirra við útlönd nam yfir 500 milljörðum kr. í júnímánuði einum saman. 15.7.2008 09:54
Mikil verðbólga í Bretlandi Verðbólga mældist 3,8 prósent í Bretlandi í síðasta mánuði, samkvæmt nýjustu tölum bresku hagstofunnar. Hún hefur ekki verið meiri í áratug. 15.7.2008 09:21
Lækkanir á Asíumörkuðum í morgun Fjármálafyrirtæki leiddu lækkun á hlutabréfamörkuðum í Asíu í morgun. Fylgir Asía þar með í fótspor markaða í Bandaríkjunum í gær. 15.7.2008 07:48
Húsnæðislánasjóðirnir rjúka upp Gengi hlutabréfa í fasteignalánasjóðunum Fannie Mae og Freddie Mac hefur rokið upp á bandarískum markaði í dag eftir björgunaraðgerðir stjórnvalda til að forða þeim frá gjaldþroti. 14.7.2008 11:13
Iðnaðarframleiðslan á evrusvæðinu dregst saman Iðnaðarframleiðsla dróst saman um 1,9% í maí frá fyrri mánuði á evrusvæðinu samkvæmt tölum sem evrópska hagstofan birti í morgun en mest dróst framleiðslan saman í Þýskalandi og Frakklandi, tveimur stærstu hagkerfum evrusvæðisins. 14.7.2008 11:07
Hlutabréf í Roskilde bank enn í frjálsu falli Hlutabréf í Roskilde bank hafa verið í frjálsu falli frá því að kauphöllin í Kaupmannahöfn opnaði í morgun. Björgunaraðgerðir Seðlabanka Danmerkur fyrir helgina hafa ekki náð að róa fjárfesta. 14.7.2008 09:20
Stoðir Invest bjarga Nyhedsavisen Viðskiptasíður danskra blaða segja í morgun að Stoðir Invest muni koma Nyhedsavisen til bjargar. Samkomulag hafi náðist milli Stoða og Morten Lund meirihlutaeigenda útgáfunnar um helgina og verði það kynnt síðar í dag. 14.7.2008 09:13
Stærsti bjórframleiðandi heims varð til um helgina Stærsti bjórframleiðandi í heimi varð til um helgina er Anheuser-Busch, sem framleiðir Budwaiser-bjórinn. samþykkti yfirtöku belgíska InBev brygghúsana sem framleiða Stella Artois bjórinn. 14.7.2008 07:47
Fasteignasjóðum í Bandaríkjunum bjargað frá þroti Fjármálaráðherra Bandaríkjanna hefur gefið út yfirlýsingu um að tveimur stærstu íbúðalánasjóðum landsins verði komið til aðstoðar. Bæði ríkissjóður landsins og seðlabanki munu koma að málinu. 14.7.2008 06:43
Þriðjungur Airbus-pantana í uppnámi EADS, sem framleiðir Airbus-farþegaþoturnar í Evrópu, gerir ráð fyrir því að allt að þriðjungur þeirra pantana sem flugfélögin hafa lagt inn hjá fyrirtækinu gæti endað í ruslinu vegna þeirrar úlfakreppu sem hækkandi eldsneytisverð hefur valdið flugfélögum um allan heim. 13.7.2008 18:07
Skuldir vegna SMS-lána hlaðast upp í Finnlandi Finnskar fjármálastofnanir riðu fyrir þremur árum á vaðið með SMS-lán, nýja kynslóð bankalána sem afgreidd eru á þremur mínútum. Nú er svo komið að skuldir tengdar þessum lánum eru orðnar 20 prósent vandræðaskulda Finna 13.7.2008 14:04
Yahoo! hafnaði tilboði Microsoft um kaup á leitarvélahluta Yahoo! hafnaði í dag tilboði Microsoft og milljarðamæringsins Carls Icahns um kaup á leitarvélahluta fyrirtækisins. 13.7.2008 12:27
Allt að 800 metra biðraðir eftir nýja iPhone-símanum Gloppur í hugbúnaði nýja iPhone-símans frá Apple og takmarkað upplag hans í mörgum verslunum sló marga kaupendur út af laginu í gær þegar sala á gripnum hófst í 22 löndum en hans hefur verið beðið með eftirvæntingu síðan í vor þegar fréttir tóku að berast af nýjum iPhone-síma. 12.7.2008 11:41
Lækkun á bandarískum hlutabréfamarkaði Gengi hlutabréfa hefur almennt lækkaði á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag. Hátt olíuverð á hlut að máli auk þess sem fregnir um slæma fjárhagsstöðu bandarísku fasteignasjóðanna Fannie Mae og Freddie Mac varð til þess að fjárfestar losuðu sig við hlutabréf og færðu fjármuni sína í öruggara skjól. 11.7.2008 13:37
Hráolíuverð aftur í methæðir Heimsmarkaðsverð sló nýtt met í dag þegar það hækkaði verulega og snerti 146 dali á tunnu. Ástæðan er vaxandi spenna fyrir botni Miðjarðarhafs, fyrirhugað nokkurra daga verkfall í olíuframleiðslu í Brasilíu og árásir á olíuvinnslustöðvar í Nígeríu. 11.7.2008 13:14
Gengi fasteignasjóðanna hrynur Gengi bréfa í fasteignasjóðunum Fannie Mae og Freddie Mac hafa fallið um helming fyrir upphaf viðskiptadagsins í dag. Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, vísaði því á bug í gær að sjóðirnir væru að keyra í þrot og benti á að þeir væru of mikilvægir fyrir bandarískt efnahagslíf til að svo geti farið. 11.7.2008 12:56
Fleiri danskir bankar en Roskilde bank í erfiðleikum Fjölmiðlar í Danmörku hafa skrifað mikið um erfiðleika Roskilde bank sem nú hefur fengið 12 milljarða kr. lán frá danska seðlabankanum til að halda sér á floti. Fjárfestingarstjóri Straums-Burðarás í Danmörku segir að Roskilde bank sé ekki einstakt tilfelli og að fleiri danskir bankar muni lenda í vandræðum. 11.7.2008 11:25
Olíuverðið dragbítur rekstrarfélaga Hátt olíuverð er helsta ástæða þess að gengi hlutabréfa hefur almennt lækkað á evrópskum hlutabréfamörkuðum í dag. Rekstrarfélög, svo sem bílaframleiðendur og flugfélög, hafa lækkað nokkuð enda vegur olíuverðið þungt í efnahagsreikningi þeirra. 11.7.2008 11:00
Verð á hráolíu rýkur upp á mörkuðum í Evrópu Verðið á olíutunnunni hefur rokið upp á mörkuðum í Evrópu í morgun. Um tíuleytið var tunnan af Brent-olíu komin yfir 144 dollara sem er hækkun um hátt í þrjá dollara frá því í gærkvöldi. 11.7.2008 10:28
Olíuverð nálægt methæðum Heimsmarkaðsverð hækkaði um 2,5 prósent í morgun og er nú komið nálægt methæðum á nýjan leik. Þetta er jafnframt þriðji dagurinn í röð sem verðið hækkar. 11.7.2008 10:24
Rekstur Sellafield-versins boðinn út Breska ríkið hefur tilnefnt þrjú félög beggja vegna Atlantsála til að hreina og reka kjarnorkuverið í Sellafield þar í landi. Í nýlegri skýrslu breskra yfirvalda kemur fram að hugsanlega taki það rúma öld að hreinsa svæðið og tryggja öryggi þess.Breska ríkið mun eftir sem áður eiga eignir kjarnorkuversins. 11.7.2008 10:02
Abramovich kaupir dýrasta hús í heimi Auðjöfurinn Roman Abramovich hefur fest kaup á dýrasta húsi í heimi. Roman borgaði tæplega 35 milljarða kr. Fyrir húsið La Leopolda sem stendur við frönsku rivieruna nálægt Monte Carlo. 11.7.2008 09:55
Royal Bank of Scotland selur undan ABN Amro Royal Bank of Scotlandi er að skoða sölu á starfseiningu hollenska bankans ABN Amro í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi. 11.7.2008 09:46
Stjórn Nyhedsavisen hótar að segja af sér Stjórn útgáfufélagsins á bakvið fríblaðið Nyhedsavisen hótar nú að segja af sér ef eigendur útgáfunnar, Morten Lund og Stoðir Invest, tryggi ekki mjög bráðlega nýtt fjármagn til rekstursins. 11.7.2008 07:58
Olíuverðið rauk upp um 5 dollara í lok markaða Aðeins hálftíma áður en olíumarkaðir heimsins lokuðu seint í gærkvöldi rauk verðið á olíutunnunni upp um röska 5 dollara og stendur nú í ríflega 141 dollar á tunnuna. 11.7.2008 07:18
Óbreyttir stýrivextir í Bretlandi Englandsbanki, seðlabanki Bretlands, ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í fimm prósentum. Þetta er í samræmi við flestar spár. Í rökstuðningi bankans fyrir ákvörðuninni kemur fram að stefnt sé að því að halda verðbólgu niðri en hætt sé við að hún komi niður á vexti hagkerfisins. 10.7.2008 11:04
Skellur hjá Sports Direct Hagnaður Sports Direct, umsvifamestu íþróttavöruverslun Bretlands, nam 85 milljónum punda á síðasta rekstrarári. Þetta jafngildir 12,8 milljörðum íslenskra króna og er helmingi minna en verslunin skilaði árið á undan. 10.7.2008 10:45
Arabar festa kaup á Crysler byggingunni í New York Fjárfestingarsjóður í eigu stjórnvalda í Abu Dhabi hefur fest kaup á þekktasta húsi New York borgar, Chrysler byggingunni. 10.7.2008 07:44
Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar mikið Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði um sex dollara í gærdag og hefur ekki verið lægra í tæpar tvær vikur. Endaði verðið í 136 dollurum á tunnuna. 9.7.2008 07:25
Hagnaður Alcoa dróst saman en yfir væntingum Bandaríski álrisinn Alcoa hagnaðist um 546 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði 42 milljarða íslenskra króna, á öðrum ársfjórðungi. Þetta er nokkur samdráttur á milli ára en hagnaðurinn nam 715 milljónum dala á sama tíma í fyrra. 8.7.2008 21:14
Olíuverðið ekki lægra síðan í júní Heimsmarkaðsverð á hráolíu féll um sex dali og situr nú í tæpum 136 dölum á tunnu. Verðið hefur fallið um 10 dali síðan það snerti methæðir í síðustu viku. 8.7.2008 15:41
BBC Worldwide skilar metafkomu Á meðan hagnaður margra fyrirtækja gufar upp í dýfunni nú þá heyrir öðruvísi við BBC Worldwide í Bretlandi. Afþreyingafyrirtækið hagnaðist um 117,7 milljónir punda, jafnvirði 17,8 milljarða íslenskra króna, á síðasta ári og hefur hann aldrei verið meiri. 8.7.2008 14:58
Bretland rambar á barmi kreppu Breska verslunarráðið segir að Bretland rambi á barmi kreppu. Ráðið reiknar með að um 300.000 Bretar muni missa atvinnu sína fyrir áramótin. 8.7.2008 11:00
Dönsk hlutabréf lækkuðu um rúm 3% í morgun Það stefnir í blóðrauðan dag í dönsku kauphöllinni í dag og raunar víðast í kauphöllum Evrópu. Danska C-20 vísitalan hefur fallið um rúm 3% frá opnuninni fyrir klukkutíma síðan. Um er að ræða mestu lækkunin frá því í janúar s.l. 8.7.2008 09:03