Viðskipti erlent

Kvartað undan slæmum vinnuaðstæðum á D'Angleterre

Vinnuaðstæður við lúxushótelið D'Angleterre í Kaupmannahöfn eru nú svo slæmar að danska vinnueftirlitið hefur skikkað eigendur hótelsins til þess að ráða sérstakan ráðgjafa til að ráða bót á ástandinu.

Fjallað er um málið í dönskum fjölmiðlum í morgun. Þar segir að starfsfólk hótelsins hafi ítrekað kvartað undan aðstæðunum. Kvartanirnar hafa m.a. gengið út á alltof þrúgandi andrúmsloft í bakherbergjum hótelsins og að starfsfólk þurfi ítrekað að burðast með mjög þunga hluti upp stiga og um ganga hótelsins.

D'Angleterre er í eigu Íslendinga í gegnum fjárfestingarfélagið Nordic Partners.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×