Viðskipti erlent

Segir markaðinn þurfa tvö ár

Win Bischoff
Win Bischoff

Win Bischoff, stjórnarformaður Citigroup, segir að húsnæðisverð í Bretlandi og í Bandaríkjunum muni halda áfram að lækka næstu tvö árin en það er sá tími sem hann segir að markaðurinn þurfi til þess að ná jafnvægi.

Þetta kemur fram í viðtali við Bischoff sem birt verður á fréttastöð BBC síðar í dag.

Í viðtalinu segist Biscoff einnig búast við þvi að lausafjárskreppan haldist út árið 2009. Þá segir Bischoff að töluverður niðurskurður sé á döfinni hjá Citigroup en meira en 12 þúsund manns vinna hjá bankanum í Bretlandi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×