Viðskipti erlent

Brotajárn er að verða gullsígildi

Brotajárn er að verða gullísgildi sökum þess hve heimsmarkaðsverð á stáli hefur hækkað mikið undanfarin ár.

Fjallað er um málið í Börsen í dag. Þar kemur fram að sem dæmi um hækkun á stálinu megi nefna að frá því vorið 2007 hefur heimsmarkaðsverð á því hækkað um nær 50%. Þessar hækkanir hafa leitt til aukinnar eftirspurnar á brotajárni.

Samkvæmt upplýsingum frá endurvinnslufyrirtækinu Uniscrap hefur verð á brotajárni af þessum sökum hækkað um 200% á síðustu tveimur árum.

Þetta hefur svo aftur leitt til þess að fólk selur gamla málmhluti sína nú í meiri mæli en áður í stað þess að henda þeim á hauganna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×