Ráðamenn Alþjóðaviðskiptastofnuninnar hæfilega bjartsýnir á fundi í Genf 22. júlí 2008 19:15 Ráðherrar og aðrir fyrirmenn 27 aðildarríkja Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO, sem nú funda í Genf eru ekki nema hæfilega bjartsýnir á árangur af fundum sínum, þrátt fyrir gríðarlegan þrýsting úr mörgum áttum. Vesturlönd sækja ákaft á nýja markaði, svo sem í Kína, Brazilíu, Indlandi og víðar. Það sem menn vonast eftir að komi út úr þessum viðræðum eru nýjar og betri reglur um alþjóðaviðskipti, reglur sem ætlað er að gera bæði inn- og útflutning landbúnaðarvara auðveldari og ódýrari. Vestrænir ráðamenn telja að tillögur þeirra geti skapað ný viðskipti upp á hundrað milljarða evra eða hálfan tólfta trilljarð íslenskra króna, sem muni gagnast fátækustu löndum heims hvað best. Gagnrýnendur fullyrða á móti að ekkert slíkt muni gerast, þvert á móti muni slíkt samkomulag aðeins auka á hungur og fátækt í þriðja heiminum - þetta sé allt vestrænn tvískinnungur og sjálfsagt væri best að viðræðurnar færu út um þúfur, í fjórða sinn frá 2001. Evrópusambandið hefur lofað allt að 60% lækkun tolla á landbúnaðarvörum - gegn auknum aðgangi að nýjum mörkuðum - en ekki á öllum vörum; til þess eru hagsmunir Evrópuþjóðanna of miklir og of ólíkir. Bandaríkjastjórn vill fyrir allan mun ná samkomulagi en stendur jafnframt frammi fyrir því að Bandaríkjaþing hefur nýlega samþykkt lagafrumvarp sem sagt er vera verndarstefnan uppmáluð. Samingamennirnir vonast til að geta fengið aðildarríkja stofnunarinnar til að draga úr niðurgreiðslum heima fyrir og lækka tolla. Jafnframt gera þeir sér vonir um að hægt verði að komast að sérstöku samkomulagi við þróunarlöndin til að brúa bilið á milli ríku og fátæku þjóðanna. En fulltrúar þriðja heimsins eru vantrúaðir á fyrirheit Vesturlanda. ,,Þið berið mesta ábyrgð á því gríðarlega misrétti sem er í alþjóðaviðskiptum," sagði egypski viðskiptaráðherrann í gær. ,,Vesturlönd verða að breyta um stefnu." Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Ráðherrar og aðrir fyrirmenn 27 aðildarríkja Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO, sem nú funda í Genf eru ekki nema hæfilega bjartsýnir á árangur af fundum sínum, þrátt fyrir gríðarlegan þrýsting úr mörgum áttum. Vesturlönd sækja ákaft á nýja markaði, svo sem í Kína, Brazilíu, Indlandi og víðar. Það sem menn vonast eftir að komi út úr þessum viðræðum eru nýjar og betri reglur um alþjóðaviðskipti, reglur sem ætlað er að gera bæði inn- og útflutning landbúnaðarvara auðveldari og ódýrari. Vestrænir ráðamenn telja að tillögur þeirra geti skapað ný viðskipti upp á hundrað milljarða evra eða hálfan tólfta trilljarð íslenskra króna, sem muni gagnast fátækustu löndum heims hvað best. Gagnrýnendur fullyrða á móti að ekkert slíkt muni gerast, þvert á móti muni slíkt samkomulag aðeins auka á hungur og fátækt í þriðja heiminum - þetta sé allt vestrænn tvískinnungur og sjálfsagt væri best að viðræðurnar færu út um þúfur, í fjórða sinn frá 2001. Evrópusambandið hefur lofað allt að 60% lækkun tolla á landbúnaðarvörum - gegn auknum aðgangi að nýjum mörkuðum - en ekki á öllum vörum; til þess eru hagsmunir Evrópuþjóðanna of miklir og of ólíkir. Bandaríkjastjórn vill fyrir allan mun ná samkomulagi en stendur jafnframt frammi fyrir því að Bandaríkjaþing hefur nýlega samþykkt lagafrumvarp sem sagt er vera verndarstefnan uppmáluð. Samingamennirnir vonast til að geta fengið aðildarríkja stofnunarinnar til að draga úr niðurgreiðslum heima fyrir og lækka tolla. Jafnframt gera þeir sér vonir um að hægt verði að komast að sérstöku samkomulagi við þróunarlöndin til að brúa bilið á milli ríku og fátæku þjóðanna. En fulltrúar þriðja heimsins eru vantrúaðir á fyrirheit Vesturlanda. ,,Þið berið mesta ábyrgð á því gríðarlega misrétti sem er í alþjóðaviðskiptum," sagði egypski viðskiptaráðherrann í gær. ,,Vesturlönd verða að breyta um stefnu."
Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira