Viðskipti erlent

Hlutabréf á Wall Street lækkuðu í dag

Hlutabréf lækkuðu á Wall Street í dag og er ástæðan einna helst rakin til slæmrar stöðu tæknifyrirtækja. Nasdaq vísitalan lækkaði um 1,3%, Dow Jones hækkaði um 0,4% og Standard og Poor fór upp um 0,03%. Hlutabréf í bæði Google og Microsoft lækkuðu nokkuð.

Citigroup Inc. tapaði minnu á öðrum ársfjórðungi en greiningaraðilar höfðu spáð og tók markaðurinn vel í þau tíðindi. Tap Google er hins vegar meira en gert hafði verið ráð fyrir og er ástæðan rakin til minni auglýsingatekna. Rekstur Microsoft gekk einnig erfiðlega á ársfjórðungnum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×