Viðskipti erlent

Stærsta sýningarhelgi vestanhafs frá upphafi

Batman-myndin nýja The Dark Night sló öll aðsóknarmet í Bandaríkjunum um helgina en myndin var frumsýnd þar í landi á föstudag. Aðsóknin að Batman gerði þetta að stærstu sýningarhelginni frá upphafi.

Tekjurnar námu alls tæplega 20 milljörðum króna eða 253 milljónum dollara. Af þessari upphæð seldust miðar á Batman fyrir rúmlega 155 milljónir dollara eða vel yfir helming af heildinni. Fyrra met einstakrar myndar á frumsýningarhelgi var sett með myndinni Spider Man 3 í maí í fyrra. Tekjurnar af Spider Man urðu rúmlega 151 millón dollarar.

Hvað varðar heldartekjur á einni helgi var fyrra met sett í júlí árið 2006 er rúmlega 218 milljónir dollara komu í kassann.

Fyrirfram var búist við risaaðsókn að The Dark Night enda hefur hún verið mikið til umfjöllunnar í fjölmiðlum. Ekki hvað síst vegna þess að leikarin Heath Leadger sem leikur Jókerinn lést af ofstórum lyfjaskammti í vetur. Frammistaða hans mun slík að háværar raddir eru uppi um að hann eigi Óskarsverðlaun skilin fyrir frammistöðu sína í myndinni.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×