Viðskipti erlent

Áætlanir Sjælsö Gruppen um hagnað munu standast

Fasteignafélagið Sjælsö Gruppen í Danmörku stendur við fyrra álit sitt um að hagnaður félagsins í ár muni nema ríflega 12 milljörðum kr. Eignarhaldsfélagið Samson er stór hluthafi í Sjælsø Gruppen gegnum félagið SG Nord Holding A/S.

Börsen greinir frá því í dag að Sjælsö Gruppen hafi tekist að leigja 5.100 fm skrifstofuhúsnæði sem það á við Kalkbrænderihavn. Leigutakinn er Kroman Reumert og reiknað er með að hann flytji inn á næsta ári.

Þar að auki hefur Sjælsö samið við Devoteam Consulting um leigu á 20% af téðu húsnæði þannig að í allt hefur Sjælsö tekist að leigja út um 70% af skrifstofuhúsnæðinu. Og góðar líkur eru á að afgangurinn verði leigður fyrir áramót.

Börsen segir að þetta geri það að verkum að áform Sjælsö Gruppen um rúmlega 12 milljarða kr. hagnað, fyrir skatt, muni ganga eftir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×